Meistararnir fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma 16. desember 2023 17:20 Pep Guardiola reynir að reita hár sitt í leiknum í dag. Vísir/Getty Manchester City hefur verið að tapa stigum í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu og var komið niður í fjórða sæti deildarinnar fyrir leikinn í dag. Það leit þó lengi vel út að Englands- og Evrópumeistararnir myndu sækja stigin þrjú nokkuð þægilega í dag. Jack Grealish kom heimamönnum í 1-0 á 24. mínútu og ungstirnið Rico Lewis kom City í 2-0 snemma í síðari hálfleiknum. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks slapp Ederson markvörður City með skrekkinn eftir að hafa tekið Jean-Philippe Matetea niður fyrir utan vítateig. Brasilíumaðurinn slapp þó með gult spjald. Á 76. mínútu minnkaði áðurnefndur Mateta muninn eftir sendingu Jeffrey Schlupp og í uppbótartíma fékk Palace víti þegar Phil Foden tók Mateta niður í teignum. Michael Olise steig fram og skoraði úr spyrnunni og tryggði Crystal Palace eitt stig. City er því áfram í 4. sæti deildarinnar en liðið er aðeins með einn sigur í síðustu sex leikjum sínum í úrvalsdeildinni sinni. Crystal Palace er í 15. sæti deildarinnar. Enski boltinn
Manchester City hefur verið að tapa stigum í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu og var komið niður í fjórða sæti deildarinnar fyrir leikinn í dag. Það leit þó lengi vel út að Englands- og Evrópumeistararnir myndu sækja stigin þrjú nokkuð þægilega í dag. Jack Grealish kom heimamönnum í 1-0 á 24. mínútu og ungstirnið Rico Lewis kom City í 2-0 snemma í síðari hálfleiknum. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks slapp Ederson markvörður City með skrekkinn eftir að hafa tekið Jean-Philippe Matetea niður fyrir utan vítateig. Brasilíumaðurinn slapp þó með gult spjald. Á 76. mínútu minnkaði áðurnefndur Mateta muninn eftir sendingu Jeffrey Schlupp og í uppbótartíma fékk Palace víti þegar Phil Foden tók Mateta niður í teignum. Michael Olise steig fram og skoraði úr spyrnunni og tryggði Crystal Palace eitt stig. City er því áfram í 4. sæti deildarinnar en liðið er aðeins með einn sigur í síðustu sex leikjum sínum í úrvalsdeildinni sinni. Crystal Palace er í 15. sæti deildarinnar.