Fréttamyndbönd ársins 2023: Skitið á bíl, sprengingar og jarðskjálftar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. desember 2023 09:01 Árið 2023 var svo sannarlega viðburðarríkt og við hæfi að líta yfir nokkur af þeim myndböndum sem birst hafa í fjölmiðlum á árinu. Margt gekk á, náttúruhamfarir, sprengingar en líka allskonar skemmtilegar uppákomur. Sprengingar í Garðabæ Engan sakaði þegar tvær sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu í Garðabæ í mars. Töluverður eldur braust út í kjölfarið. Vegfarendur í Garðabæ þurftu fótum sínum fjör að launa þar sem þeir fylgdust með eldinum. Gröfumaður losaði snjó yfir strætóbílstjóra Það kastaðist í kekki á milli gröfumanns og strætóbílstjóra í janúar við Engihjalla í Kópavogi. Grafan hafði samkvæmt sjónarvottum verið fyrir strætisvagninum. Gröfumaðurinn reyndi í tvígang að sturta snjó yfir strætóbílstjórann, sem sagðist í samtali við fréttastofu ætla að kæra manninn. Hann væri slasaður eftir atvikið. Kippti sér ekki upp við skjálfta Eðli málsins samkvæmt eru Grindvíkingar fyrirferðamiklir í fréttamyndböndum ársins. Íbúi í Grindavík kippti sér ekki upp er hörku skjálfti reið yfir þann 10. nóvember, sama dag og bærinn var rýmdur. Sömu sögu var þó ekki að segja um fréttamann Stöðvar 2. Ætlaði að senda vinkonu sinni myndbandsskilaboð Halla Togga Þórðardóttir, íbúi í Grindavík, ætlaði að senda vinkonu sinni myndbandsskilaboð síðdegis föstudagin 10. nóvember, þegar harður skjálfti reið yfir. Myndbandið vakti mikla athygli enda fangaði það nákvæmlega hvernig staðan var þennan dag. Annað myndband sem íbúar í Grindavík sendu fréttastofu vakti álíka mikla athygli. Þar má sjá myndefni frá nokkrum íbúum þegar stærstu skjálftarnir riðu yfir í bænum í nóvember. Sungu fyrir strandarglópa á Keflavíkurflugvelli Hljómsveit sem var um borð í vél Icelandair í janúar á leið til Keflavíkur frá Toronto söng fyrir farþega sem voru fastir með þeim í vélinni á Keflavíkurflugvelli. Flugstjórinn sagði í samtali við Vísi alla hafa gengið úr vélinni með bros á vör. Fjölskylduheimilið gjörónýtt Fjögurra manna fjölskylda úr Grindavík komst að því nokkrum dögum eftir að bærinn var rýmdur að hús þeirra í bænum hafði orðið fyrir miklum skemmdum. Halldóra Birta Viðarsdóttir ræddi við Vísi um heimili sitt og sýndi landsmönnum húsið sem var ónýtt eftir jarðhræringarnar. Annað myndband sem tekið var þann 13. nóvember síðastliðinn sýndi vel hvernig sprunga hafði myndast undir bænum. Myndband sem birtist á Vísi úr lofti sýndi hvernig sprungan náði undir íþróttahús bæjarins. Aksturslag rútubílstjóra og skelkaðir farþegar Myndbandið með mesta áhorfið á Vísi í ár er einungis sjö sekúndna langt. Það birtist í frétt um skelkaða rútufarþega um borð í rútu SBA sem keyrði á milli Landmannalauga og Reykjavíkur með farþega frá Ferðafélagi Íslands. Viðmælandi sagði við Vísi farþega vera farna að öskra og að þeim hafi verið boðin áfallahjálp í kjölfarið. Margir hafi haldið að þetta yrði þeirra síðasta. „Lögga! Það er köttur inni!“ Stórbruni varð í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í ágúst. Engan sakaði í brunanum en krakkar sem fylgdust með störfum slökkviliðs höfðu miklar áhyggjur af einum íbúa hússins sem staddur var uppi á þaki og var af kattarkyni. „Lögga! Það er köttur inni!“ heyrðist kallað í barni sem var ásamt mörgum öðrum krökkum mætt til að fylgjast með aðgerðum slökkviliðsins. „Kötturinn er uppi!“ heyrðist í öðrum þeirra. Það virðist hafa vakið athygli slökkviliðsmann sem snaraði stiga að kisa og bjargaði honum niður. Hljóp inn á völlinn og knúsaði Ronaldo Ofurstjarnan Christiano Ronaldo mætti hingað til lands í júní með portúgalska landsliðinu sem marði íslenska landsliðið með sigurmarki Ronaldo. Ungur drengur sem hljóp inn á Laugardalsvöll að loknum leik Íslands og Portúgal vakti gríðarlega athygli. Sá fékk mynd af sér með hetjunni sinni. Glænýtt gos myndað úr lofti Þó svo að það virðist hafa liðið ár og öld síðan þá hófst eldgos á Reykjanesskaga þann 10. júlí. Kristján Már Unnarsson fréttamaður var að sjálfsögðu fyrstur á vettvang í þyrlu ásamt Sigurjóni Guðna Ólasyni tökumanni, sem fóru að gosstöðvunum um leið og gosið gerði vart við sig. Barmurinn hrundi Eldgosið átti eftir að heltaka fréttir vikurnar á eftir, eðli málsins samkvæmt. Þannig vakti það mikla athygli þegar gígbarmur þess hrundi þann 24. júlí. Svo átti eftir að koma í ljós að ferðamenn voru þar staddir í grenndinni, svo athygli vakti líkt og frétt Vísis bar með sér. Ný sprunga Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að sjá með berum augum nýja sprungu í eldgosi opnast. Jakob Vegerfors hafði beðið eftir eldgosi í nokkra daga á Reykjanesi þegar það hófst. Hann náði ótrúlegu myndbandi af nýrri gossprungu. Háskalegur framúrakstur vörubílstjóra Framúrakstur vörubílstjóra Samskipa vakti gríðarlega athygli í júlí og er myndbandið af honum meðal þeirra sem fengu mest áhorf á Vísi á árinu. Bílstjórinn tók fram úr bílum á miklum hraða milli Borgarness og Munaðarness og munaði í raun litlu sem engu að árekstur yrði. Bílstjórinn var rekinn í kjölfarið og sagði lögregla hann mega reikna með kæru. Bíræfin býfluga barðist við að dingla bjöllunni Fjölskylda í Breiðholtinu vaknaði upp í júní við óvæntan gest sem lá á húninum. Gesturinn sem hafði beðið lengi fyrir utan reyndist, við nánari athugun, vera suðandi býfluga sem vildi komast inn. Sagt að skammast sín og fara heim Mótmæli aðgerðarsinnanna Anahitu Babei og Elissu Biou gegn hvalveiðum í september þær komu sér fyrir möstrum hvalveiðiskipanna Hvals 8 og Hvals 9 vöktu mikla athygli. Fréttamyndbönd af aðgerðunum á Vísi vöktu mikla athygli enda var Vísir í beinni útsendingu frá staðnum allan tímann. Eitt sem vakti mikla athygli var meðal annars þegar lögregla hafði afskipti af Anahitu og tók af henni vistir en það átti eftir að reynast afar umdeilt. Þá vakti það mikla athygli þegar þeim var sagt að fara heim til sín af bátsverja sem mætti á vettvang. Sá sagðist í samtali við fréttastofu bara hafa átt leið hjá og fengið þessa flugu í höfuðið. og loks þegar þær fóru loksins niður eftir að hafa verið þar í 33 tíma. Öll vélin í hláturskasti þegar „Magnús Hlynur“ fór með öryggisávarp Allir farþegar vélar á leið frá Tenerife til Keflavíkur í janúar voru í hláturskasti þegar yfirflugliði hermdi eftir Magnúsi Hlyn fréttamanni er hann fór með ávarpið. Andri Davíð Pétursson, yfirflugliði hjá flugfélaginu Play, sagðist í samtali við Vísi hafa fundið út úr því því hvernig á að fá fólk til að hlusta á ávarpið. Vígahnöttur yfir Þorbirni Svokallaður vígahnöttur lýsti upp himininn á Vesturlandi í byrjun nóvember. Sævar Helgi Bragason ritstjóri Stjörnufræðivefsins sagði í samtali við Vísi að slík stjörnuhrap verði á svo til hverju kvöldi. Gekk örna sinna að næturlagi á bíl í Kópavogi Síðast en alls ekki síst er dularfyllsta myndbandið sem vakti einna mestu athyglina á Vísi á árinu sem er að líða. Það er af grímuklæddum manni sem gerði sér lítið fyrir og gekk örna sinna á bíl á Álfhólsvegi rétt eftir miðnætti í febrúar. Eigandi bílsins, Ragnar Þór Egilsson, sagði í samtali við Vísi að sig grunaði að athæfið hafi tengst langvarandi nágrannaerjum. Hann sagðist þó ekki fyllilega skilja hvað skilaboðin hafi átt að fela í sér. Ragnar sagðist hafa fylgst með manninum fyrir utan hjá sér. „Svo allt í einu girðir hann niður um sig og fór að skíta á bílinn hjá mér. Ég bara gapti og svo hljóp hann í burtu.“ Fréttir ársins 2023 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Sprengingar í Garðabæ Engan sakaði þegar tvær sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu í Garðabæ í mars. Töluverður eldur braust út í kjölfarið. Vegfarendur í Garðabæ þurftu fótum sínum fjör að launa þar sem þeir fylgdust með eldinum. Gröfumaður losaði snjó yfir strætóbílstjóra Það kastaðist í kekki á milli gröfumanns og strætóbílstjóra í janúar við Engihjalla í Kópavogi. Grafan hafði samkvæmt sjónarvottum verið fyrir strætisvagninum. Gröfumaðurinn reyndi í tvígang að sturta snjó yfir strætóbílstjórann, sem sagðist í samtali við fréttastofu ætla að kæra manninn. Hann væri slasaður eftir atvikið. Kippti sér ekki upp við skjálfta Eðli málsins samkvæmt eru Grindvíkingar fyrirferðamiklir í fréttamyndböndum ársins. Íbúi í Grindavík kippti sér ekki upp er hörku skjálfti reið yfir þann 10. nóvember, sama dag og bærinn var rýmdur. Sömu sögu var þó ekki að segja um fréttamann Stöðvar 2. Ætlaði að senda vinkonu sinni myndbandsskilaboð Halla Togga Þórðardóttir, íbúi í Grindavík, ætlaði að senda vinkonu sinni myndbandsskilaboð síðdegis föstudagin 10. nóvember, þegar harður skjálfti reið yfir. Myndbandið vakti mikla athygli enda fangaði það nákvæmlega hvernig staðan var þennan dag. Annað myndband sem íbúar í Grindavík sendu fréttastofu vakti álíka mikla athygli. Þar má sjá myndefni frá nokkrum íbúum þegar stærstu skjálftarnir riðu yfir í bænum í nóvember. Sungu fyrir strandarglópa á Keflavíkurflugvelli Hljómsveit sem var um borð í vél Icelandair í janúar á leið til Keflavíkur frá Toronto söng fyrir farþega sem voru fastir með þeim í vélinni á Keflavíkurflugvelli. Flugstjórinn sagði í samtali við Vísi alla hafa gengið úr vélinni með bros á vör. Fjölskylduheimilið gjörónýtt Fjögurra manna fjölskylda úr Grindavík komst að því nokkrum dögum eftir að bærinn var rýmdur að hús þeirra í bænum hafði orðið fyrir miklum skemmdum. Halldóra Birta Viðarsdóttir ræddi við Vísi um heimili sitt og sýndi landsmönnum húsið sem var ónýtt eftir jarðhræringarnar. Annað myndband sem tekið var þann 13. nóvember síðastliðinn sýndi vel hvernig sprunga hafði myndast undir bænum. Myndband sem birtist á Vísi úr lofti sýndi hvernig sprungan náði undir íþróttahús bæjarins. Aksturslag rútubílstjóra og skelkaðir farþegar Myndbandið með mesta áhorfið á Vísi í ár er einungis sjö sekúndna langt. Það birtist í frétt um skelkaða rútufarþega um borð í rútu SBA sem keyrði á milli Landmannalauga og Reykjavíkur með farþega frá Ferðafélagi Íslands. Viðmælandi sagði við Vísi farþega vera farna að öskra og að þeim hafi verið boðin áfallahjálp í kjölfarið. Margir hafi haldið að þetta yrði þeirra síðasta. „Lögga! Það er köttur inni!“ Stórbruni varð í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í ágúst. Engan sakaði í brunanum en krakkar sem fylgdust með störfum slökkviliðs höfðu miklar áhyggjur af einum íbúa hússins sem staddur var uppi á þaki og var af kattarkyni. „Lögga! Það er köttur inni!“ heyrðist kallað í barni sem var ásamt mörgum öðrum krökkum mætt til að fylgjast með aðgerðum slökkviliðsins. „Kötturinn er uppi!“ heyrðist í öðrum þeirra. Það virðist hafa vakið athygli slökkviliðsmann sem snaraði stiga að kisa og bjargaði honum niður. Hljóp inn á völlinn og knúsaði Ronaldo Ofurstjarnan Christiano Ronaldo mætti hingað til lands í júní með portúgalska landsliðinu sem marði íslenska landsliðið með sigurmarki Ronaldo. Ungur drengur sem hljóp inn á Laugardalsvöll að loknum leik Íslands og Portúgal vakti gríðarlega athygli. Sá fékk mynd af sér með hetjunni sinni. Glænýtt gos myndað úr lofti Þó svo að það virðist hafa liðið ár og öld síðan þá hófst eldgos á Reykjanesskaga þann 10. júlí. Kristján Már Unnarsson fréttamaður var að sjálfsögðu fyrstur á vettvang í þyrlu ásamt Sigurjóni Guðna Ólasyni tökumanni, sem fóru að gosstöðvunum um leið og gosið gerði vart við sig. Barmurinn hrundi Eldgosið átti eftir að heltaka fréttir vikurnar á eftir, eðli málsins samkvæmt. Þannig vakti það mikla athygli þegar gígbarmur þess hrundi þann 24. júlí. Svo átti eftir að koma í ljós að ferðamenn voru þar staddir í grenndinni, svo athygli vakti líkt og frétt Vísis bar með sér. Ný sprunga Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að sjá með berum augum nýja sprungu í eldgosi opnast. Jakob Vegerfors hafði beðið eftir eldgosi í nokkra daga á Reykjanesi þegar það hófst. Hann náði ótrúlegu myndbandi af nýrri gossprungu. Háskalegur framúrakstur vörubílstjóra Framúrakstur vörubílstjóra Samskipa vakti gríðarlega athygli í júlí og er myndbandið af honum meðal þeirra sem fengu mest áhorf á Vísi á árinu. Bílstjórinn tók fram úr bílum á miklum hraða milli Borgarness og Munaðarness og munaði í raun litlu sem engu að árekstur yrði. Bílstjórinn var rekinn í kjölfarið og sagði lögregla hann mega reikna með kæru. Bíræfin býfluga barðist við að dingla bjöllunni Fjölskylda í Breiðholtinu vaknaði upp í júní við óvæntan gest sem lá á húninum. Gesturinn sem hafði beðið lengi fyrir utan reyndist, við nánari athugun, vera suðandi býfluga sem vildi komast inn. Sagt að skammast sín og fara heim Mótmæli aðgerðarsinnanna Anahitu Babei og Elissu Biou gegn hvalveiðum í september þær komu sér fyrir möstrum hvalveiðiskipanna Hvals 8 og Hvals 9 vöktu mikla athygli. Fréttamyndbönd af aðgerðunum á Vísi vöktu mikla athygli enda var Vísir í beinni útsendingu frá staðnum allan tímann. Eitt sem vakti mikla athygli var meðal annars þegar lögregla hafði afskipti af Anahitu og tók af henni vistir en það átti eftir að reynast afar umdeilt. Þá vakti það mikla athygli þegar þeim var sagt að fara heim til sín af bátsverja sem mætti á vettvang. Sá sagðist í samtali við fréttastofu bara hafa átt leið hjá og fengið þessa flugu í höfuðið. og loks þegar þær fóru loksins niður eftir að hafa verið þar í 33 tíma. Öll vélin í hláturskasti þegar „Magnús Hlynur“ fór með öryggisávarp Allir farþegar vélar á leið frá Tenerife til Keflavíkur í janúar voru í hláturskasti þegar yfirflugliði hermdi eftir Magnúsi Hlyn fréttamanni er hann fór með ávarpið. Andri Davíð Pétursson, yfirflugliði hjá flugfélaginu Play, sagðist í samtali við Vísi hafa fundið út úr því því hvernig á að fá fólk til að hlusta á ávarpið. Vígahnöttur yfir Þorbirni Svokallaður vígahnöttur lýsti upp himininn á Vesturlandi í byrjun nóvember. Sævar Helgi Bragason ritstjóri Stjörnufræðivefsins sagði í samtali við Vísi að slík stjörnuhrap verði á svo til hverju kvöldi. Gekk örna sinna að næturlagi á bíl í Kópavogi Síðast en alls ekki síst er dularfyllsta myndbandið sem vakti einna mestu athyglina á Vísi á árinu sem er að líða. Það er af grímuklæddum manni sem gerði sér lítið fyrir og gekk örna sinna á bíl á Álfhólsvegi rétt eftir miðnætti í febrúar. Eigandi bílsins, Ragnar Þór Egilsson, sagði í samtali við Vísi að sig grunaði að athæfið hafi tengst langvarandi nágrannaerjum. Hann sagðist þó ekki fyllilega skilja hvað skilaboðin hafi átt að fela í sér. Ragnar sagðist hafa fylgst með manninum fyrir utan hjá sér. „Svo allt í einu girðir hann niður um sig og fór að skíta á bílinn hjá mér. Ég bara gapti og svo hljóp hann í burtu.“
Fréttir ársins 2023 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira