Mögulegt gáleysi að láta leigutaka ekki vita af mölflugum Lovísa Arnardóttir skrifar 15. desember 2023 13:00 Breki segir mikilvægt að neytendur leiti réttar síns þegar þau lenda í tjóni. Vísir/Egill Formaður Neytendasamtakanna segir að skoða verði hvort leiga á geymslu falli undir þjónustusamning en ekki húsaleigusamning. Kona sótti búslóð sína úr geymslu fyrr á árinu og hefur frá því barist við mölflugur á heimilinu. Hún segir tjónið verulegt. Búslóð Steinunnar S. Þorsteinsdóttur hafði verið í geymslu í um tíu mánuði þegar hún sótti hana í upphafi árs. Tveimur vikum síðar varð hún vör við mölflugurnar. Frá því hefur hún þurft að henda fatnaði og dóti sem annað hvort hefur verið étið af mölflugulirfum eða þakið eggjum. Hún hefur eitrað og varið þúsundum í gildrur og þrif. Eignatjónið hleypur á tugum þúsunda, en er auk þess tilfinningalegt. Eftir að Steinunn varð vör við mölflugurnar hafði hún samband við geymslufyrirtækið sem tjáði henni að það hefði verið eitrað. Þau vísa svo á skilmála húsaleigusamnings og að það sé á ábyrgð leigutaka að tryggja það sem þau geyma. Sem Steinunn gerði en fékk svo þau svör frá tryggingafélaginu að þau bæti ekki tjón vegna mölflugna. Formaður Neytendasamtakanna, Breki Karlsson, segir mikilvægt að slík mál séu skoðuð betur. „Það þyrfti að skoða það líka hvort þetta sé raunverulegur húsaleigusamningur eða hvort lög um þjónustusamninga eigi við. við þurfum bara að skoða þetta mál betur til að geta farið með það,“ segir Breki með þeim fyrirvara að hann eigi eftir að skoða málið í þaula. Eitt af því sem kemur fram í viðtali við Steinunni er að hún er mjög ósátt við það að aðrir leigutakar hafi ekki, og séu ekki, látnir vita af mölflugunum, hættu á þeim og að það hafi verið eitrað á geymslusvæðinu. En fyrirtækið lét aðeins þá leigutaka vita sem voru með dót í geymslu á þeim tíma sem var eitrað. „Það gæti verið vanræksla af þeirra hálfu og það gæti líka verið gáleysi að láta fólk ekki vita,“ segir Breki. Fólk geti leitað réttar síns Hvað varðar tryggingafélögin segir Breki að yfirleitt sé það skýrt í skilmálum hvað sé tryggt og hvað ekki. En þrátt fyrir það séu ýmsar leiðir fyrir fólk til að sækja rétt sinn. „Það er úrskurðarnefnd um vátryggingamál sem hægt er að leita til ef tryggjendur eða neytendur eru ósáttir við það hvernig tryggingafélögin halda á málum þegar þau lenda í vandræðum.“ Hann segir nefndina taka fyrir um 400 mál á hverju ári og að einnig sé hægt að leita til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. „Við hvetjum fólk sem lendir í svona hræðilegum atburðum að hafa samband við Neytendasamtökin. Við tökum við svona málum og könnum hvort fólk eigi rétt, og hjálpum því að sækja hann. Við fáum um átta þúsund mál á ári á okkar borð þar sem neytendur lenda í vandræðum með sín mál og reynum að aðstoða þau að leita réttar síns í þeim öllum.“ Neytendur Tryggingar Skordýr Leigumarkaður Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Búslóð Steinunnar S. Þorsteinsdóttur hafði verið í geymslu í um tíu mánuði þegar hún sótti hana í upphafi árs. Tveimur vikum síðar varð hún vör við mölflugurnar. Frá því hefur hún þurft að henda fatnaði og dóti sem annað hvort hefur verið étið af mölflugulirfum eða þakið eggjum. Hún hefur eitrað og varið þúsundum í gildrur og þrif. Eignatjónið hleypur á tugum þúsunda, en er auk þess tilfinningalegt. Eftir að Steinunn varð vör við mölflugurnar hafði hún samband við geymslufyrirtækið sem tjáði henni að það hefði verið eitrað. Þau vísa svo á skilmála húsaleigusamnings og að það sé á ábyrgð leigutaka að tryggja það sem þau geyma. Sem Steinunn gerði en fékk svo þau svör frá tryggingafélaginu að þau bæti ekki tjón vegna mölflugna. Formaður Neytendasamtakanna, Breki Karlsson, segir mikilvægt að slík mál séu skoðuð betur. „Það þyrfti að skoða það líka hvort þetta sé raunverulegur húsaleigusamningur eða hvort lög um þjónustusamninga eigi við. við þurfum bara að skoða þetta mál betur til að geta farið með það,“ segir Breki með þeim fyrirvara að hann eigi eftir að skoða málið í þaula. Eitt af því sem kemur fram í viðtali við Steinunni er að hún er mjög ósátt við það að aðrir leigutakar hafi ekki, og séu ekki, látnir vita af mölflugunum, hættu á þeim og að það hafi verið eitrað á geymslusvæðinu. En fyrirtækið lét aðeins þá leigutaka vita sem voru með dót í geymslu á þeim tíma sem var eitrað. „Það gæti verið vanræksla af þeirra hálfu og það gæti líka verið gáleysi að láta fólk ekki vita,“ segir Breki. Fólk geti leitað réttar síns Hvað varðar tryggingafélögin segir Breki að yfirleitt sé það skýrt í skilmálum hvað sé tryggt og hvað ekki. En þrátt fyrir það séu ýmsar leiðir fyrir fólk til að sækja rétt sinn. „Það er úrskurðarnefnd um vátryggingamál sem hægt er að leita til ef tryggjendur eða neytendur eru ósáttir við það hvernig tryggingafélögin halda á málum þegar þau lenda í vandræðum.“ Hann segir nefndina taka fyrir um 400 mál á hverju ári og að einnig sé hægt að leita til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. „Við hvetjum fólk sem lendir í svona hræðilegum atburðum að hafa samband við Neytendasamtökin. Við tökum við svona málum og könnum hvort fólk eigi rétt, og hjálpum því að sækja hann. Við fáum um átta þúsund mál á ári á okkar borð þar sem neytendur lenda í vandræðum með sín mál og reynum að aðstoða þau að leita réttar síns í þeim öllum.“
Neytendur Tryggingar Skordýr Leigumarkaður Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira