Harry lagði Mirror í hakkaramáli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. desember 2023 11:40 Harry Bretaprins var að vonum hæstánægður með niðurstöðuna. EPA-EFE/Christopher Neundorf Harry Bretaprins hefur lagt eigendur breska götublaðsins Daily Mirror í máli sem hann höfðaði á hendur þeim fyrir að hafa brotist inn í síma hans. Þeim hefur verið gert að greiða prinsinum bætur sem nema 140 þúsund pundum eða rúmum 25 milljónum króna. Í umfjöllun BBC um málið kemur fram a dómur hafi fallið í málinu í morgun. Dómari hafi fallist á að fimmtán greinar af 33 sem skrifaðar voru um prinsinn á árunum 2003 til 2009 hafi verið afsprengi þess að brotist hafi verið inn í síma prinsins og hann hakkaður. Þá teldist það sannað að útgefandinn hefði beitt slíkum aðferðum frá 2006 til 2011. Áður hafði prinsinn borið vitni vegna málsins og sagt að umfjöllun blaðsins hefði valdið sér miklum harmi. Hann er fyrsti einstaklingurinn úr konungsfjölskyldunni til að bera vitni í dómsal í Bretlandi í í 130 ár. Dómari í málinu telur ljóst að hátt settir einstaklingar hjá Mirror Group útgefandanum hafi vitað af því að brotist hafi verið inn í síma prinsins. Talsmaður útgefandans hefur þegar beðist afsökunar vegna málsins. Segir útgefandinn að hann muni taka fulla ábyrgð á málinu. Áður hafði útgefandinn einungis viðurkennt að hafa komist að upplýsingum um prinsinn með ólöglegum hætti í eitt skipti. Þá fullyrti lögmaður útgefandans að fréttir af prinsinum hefðu verið fengnar í gegnum heimildarmenn sem voru nánir honum. Í yfirlýsingu frá prinsinum vegna niðurstöðu dómsins segir að dagurinn í dag sé frábær dagur fyrir sannleikann og ábyrgð. Málið hefði haft mikil áhrif á sig. Bretland Kóngafólk Fjölmiðlar Harry og Meghan Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Í umfjöllun BBC um málið kemur fram a dómur hafi fallið í málinu í morgun. Dómari hafi fallist á að fimmtán greinar af 33 sem skrifaðar voru um prinsinn á árunum 2003 til 2009 hafi verið afsprengi þess að brotist hafi verið inn í síma prinsins og hann hakkaður. Þá teldist það sannað að útgefandinn hefði beitt slíkum aðferðum frá 2006 til 2011. Áður hafði prinsinn borið vitni vegna málsins og sagt að umfjöllun blaðsins hefði valdið sér miklum harmi. Hann er fyrsti einstaklingurinn úr konungsfjölskyldunni til að bera vitni í dómsal í Bretlandi í í 130 ár. Dómari í málinu telur ljóst að hátt settir einstaklingar hjá Mirror Group útgefandanum hafi vitað af því að brotist hafi verið inn í síma prinsins. Talsmaður útgefandans hefur þegar beðist afsökunar vegna málsins. Segir útgefandinn að hann muni taka fulla ábyrgð á málinu. Áður hafði útgefandinn einungis viðurkennt að hafa komist að upplýsingum um prinsinn með ólöglegum hætti í eitt skipti. Þá fullyrti lögmaður útgefandans að fréttir af prinsinum hefðu verið fengnar í gegnum heimildarmenn sem voru nánir honum. Í yfirlýsingu frá prinsinum vegna niðurstöðu dómsins segir að dagurinn í dag sé frábær dagur fyrir sannleikann og ábyrgð. Málið hefði haft mikil áhrif á sig.
Bretland Kóngafólk Fjölmiðlar Harry og Meghan Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira