Fannst í Frakklandi eftir sex ára leit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. desember 2023 10:10 Alex Batty fyrir sex árum þegar lýst var eftir honum. Lögreglan í Manchester Sautján ára enskur piltur sem hafði verið saknað í sex ár fannst í Frakklandi á miðvikudag. Vegfarandi hjálpaði piltinum að komast í samband við ömmu sína með hjálp Facebook. BBC greinir frá því að Alex Batty hafi horfið sumarið 2017 eftir að hafa farið í vikuferðalag með móður sinni og móðurafa. Amma hans fór með forræði piltsins en gaf leyfi fyrir vikulangri ferð. Þau sneru aldrei aftur. Amman sagði í viðtali við BBC árið 2018 að hana grunaði að móðir Alex og afi hefðu flúið með piltinn í andlegt samfélag, líklega í Marokkó. Þau hefðu þráð öðruvísi lífstíl og ekki viljað að Alex gengi í skóla. Verið á göngu í fjóra daga BBC hefur eftir lögreglunni í Englandi að ökumaður hefði farið með Alex á lögreglustöð í Toulouse eftir að hafa tekið eftir pilti á götunni neðst í Pýreneafjöllunum snemma morguns á miðvikudag. „Hann útskýrði að hann hefði verið á göngu í fjóra daga. Hann hefði lagt af stað úr fjöllunum en sagði ekki hvaðan,“ segir ökumaðurinn Fabien Accidini. Hann hafi spurt piltinn til nafns, leitað að Alex Batty á netinu og séð að hans væri leitað. Alex hefði ætlað að komast í stórborg og þaðan í sendiráð til að fá aðstoð. Accidini hringdi þess í stað í yfirvöld í Frakklandi. Þá leyfði hann Alex að nota Facebook-aðgang sinn til að hafa uppi á ömmu sinni í Englandi. Amma, ég vil koma heim „Hæ amma, þetta er ég Alex. Ég er í Toulouse í Frakklandi. Ég vona innilega að þú fáir þessi skilaboð. Ég elska þig, ég vil koma heim.“ Lögregla hefur eftir Alex að hann hafi verið í Frakklandi í tvö ár. Hann hefði búið í afskekktum dölum í Pýreneafjöllunum, flakkað á milli staða með hópi fólks. Svæðið er þekkt fyrir að laða að sér fólk sem leitar í óhefðbundinn lífstíl. Alex fór með móður sinni og móðurafa frá Manchester í vikulangt frí til Marbella á Spáni í september 2017. Hann sást síðast við höfnina í Malaga þann 8. október sama ár, daginn sem hann átti að koma aftur til Englands. Frönsk yfirvöld höfðu samband við sendiráð Englands í París. „Þetta er flókin rannsókn sem hefur staðið yfir lengi. Við þurfum að kanna málið betur og gæta fyllsta öryggis,“ sagði fulltrúi lögreglunnar í Manchester. England Frakkland Bretland Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira
BBC greinir frá því að Alex Batty hafi horfið sumarið 2017 eftir að hafa farið í vikuferðalag með móður sinni og móðurafa. Amma hans fór með forræði piltsins en gaf leyfi fyrir vikulangri ferð. Þau sneru aldrei aftur. Amman sagði í viðtali við BBC árið 2018 að hana grunaði að móðir Alex og afi hefðu flúið með piltinn í andlegt samfélag, líklega í Marokkó. Þau hefðu þráð öðruvísi lífstíl og ekki viljað að Alex gengi í skóla. Verið á göngu í fjóra daga BBC hefur eftir lögreglunni í Englandi að ökumaður hefði farið með Alex á lögreglustöð í Toulouse eftir að hafa tekið eftir pilti á götunni neðst í Pýreneafjöllunum snemma morguns á miðvikudag. „Hann útskýrði að hann hefði verið á göngu í fjóra daga. Hann hefði lagt af stað úr fjöllunum en sagði ekki hvaðan,“ segir ökumaðurinn Fabien Accidini. Hann hafi spurt piltinn til nafns, leitað að Alex Batty á netinu og séð að hans væri leitað. Alex hefði ætlað að komast í stórborg og þaðan í sendiráð til að fá aðstoð. Accidini hringdi þess í stað í yfirvöld í Frakklandi. Þá leyfði hann Alex að nota Facebook-aðgang sinn til að hafa uppi á ömmu sinni í Englandi. Amma, ég vil koma heim „Hæ amma, þetta er ég Alex. Ég er í Toulouse í Frakklandi. Ég vona innilega að þú fáir þessi skilaboð. Ég elska þig, ég vil koma heim.“ Lögregla hefur eftir Alex að hann hafi verið í Frakklandi í tvö ár. Hann hefði búið í afskekktum dölum í Pýreneafjöllunum, flakkað á milli staða með hópi fólks. Svæðið er þekkt fyrir að laða að sér fólk sem leitar í óhefðbundinn lífstíl. Alex fór með móður sinni og móðurafa frá Manchester í vikulangt frí til Marbella á Spáni í september 2017. Hann sást síðast við höfnina í Malaga þann 8. október sama ár, daginn sem hann átti að koma aftur til Englands. Frönsk yfirvöld höfðu samband við sendiráð Englands í París. „Þetta er flókin rannsókn sem hefur staðið yfir lengi. Við þurfum að kanna málið betur og gæta fyllsta öryggis,“ sagði fulltrúi lögreglunnar í Manchester.
England Frakkland Bretland Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira