Finnur Freyr: Jafnvel þó við værum alveg heilir þá værum við ánægðir Árni Jóhannsson skrifar 14. desember 2023 22:01 Finnur fer yfir málin með sínum mönnum í leikhléi Vísir / Anton Brink Valur náði að enda fyrri hluta Subway deildar karla á besta veg með því að vinna Njarðvíkinga í leik sem varð spennandi í lokin en bæði lið áttu kannski ekki sinn besta dag. Valur gerði nóg og vann 91-87 sigur sem kemur þeim á topp deildarinnar í að minnsta kosti sólarhring. Finnur var sáttur með sigurinn en var sammála blaðamanni að leikurinn bæri þess merki að liðin væru á leið í jólafrí. „Það er ágætis hugsun. Manni finnst þessir leikir sem eru þeir síðustu fyrir jól verða svona. Allir lemstraðir eftir það sem á undan er gengið og langt síðan það var pása. Ég er gríðarlega sáttur með sigurinn. Miðað við hvernig ástandið er þá skiptir hver einasti sigur máli og það skiptir máli að taka inn sigra.“ En miðað við ástandið á liði Vals, sem hefur átt við meiðsli að glíma, þá hlýtur uppskeran að vera góð en Valur hefur unnið átta leiki af 11. „Klárlega. Jafnvel þó við værum alveg heilir þá værum við ánægðir með þessa stöðu. Þessir þrír leikir sem við töpum þá erum við yfir í hálfleik í þeim öllum, fáum á okkur rosalega körfu í Keflavík og eitthvað þannig. Á sama tíma erum við að ná í sigra eftir að hafa snúið leikjum við og deildin hefur verið dálítið skrýtin. Það er búið að vera rosalega mikið af meiðslum og það hefur einnkennt deildina.. Njarðvíkingar missa Mateo, það er mikið búið að ganga á á Króknum.“ „Svo er það náttúrlega ástandið í Grindavík, bæði meiðsli í byrjun og svo áfram. Stjarnan missir menn í byrjun. Þetta er búið að vera óvanalegt og það þarf einhver að finna skýringu á því. Þetta hefur litað deildina svolítið mikið. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig deildin þróast þegar liðin verða fullmönnuð.“ Það kom í ljós í vikunni að Kári Jónsson myndi að öllum líkindum missa af öllu tímabilinu eftir uppskurð sem hann þurfti að gangast undir. Ætla Valsmenn að bregðast við þeirri stöðu á einhvern hátt? „Þetta fór svona á versta veg. Við vorum búnir undir það að vera án hans í einhvern tíma en svo teygðist það alltaf lengra og lengra og svo kom í ljós að hvíldin var ekki nóg og hann þurfti að fara í aðgerð. Ekki nóg með það að hann dettur út þá fer Daði Lár í Haukana, Benóný fær heilahristing og gæti verið út allt tímabilið. Þannig að þetta eru ekki þeir sem spila mestu mínúturnar en gríðarlega mikilvægir þegar það vantar menn. Svo er Benedikt Blöndal á fæðingardeildinni og við söknum hans. En svo ég svari spurningunni þá erum við að skoða okkar mál og sjáum hvað við getum gert og fundið einhvern sem getur hjálpað liðinu.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 91-87 | Valsmenn mörðu sigur á Njarðvíkingum í spennuleik Leikur Vals og Njarðvíkur skiptist á að vera eitthvað fyrir augað og svo ekki. Úr varð spennuleikur en Valsmenn reyndust sterkari á svellinu í lok leiks og náðu í stigin sem í boði eru. Þeir verða því fyrir ofan Njarðvíkinga yfir hátíðirnar. Leikurinn endarði 91-87 14. desember 2023 18:30 Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjá meira
Finnur var sáttur með sigurinn en var sammála blaðamanni að leikurinn bæri þess merki að liðin væru á leið í jólafrí. „Það er ágætis hugsun. Manni finnst þessir leikir sem eru þeir síðustu fyrir jól verða svona. Allir lemstraðir eftir það sem á undan er gengið og langt síðan það var pása. Ég er gríðarlega sáttur með sigurinn. Miðað við hvernig ástandið er þá skiptir hver einasti sigur máli og það skiptir máli að taka inn sigra.“ En miðað við ástandið á liði Vals, sem hefur átt við meiðsli að glíma, þá hlýtur uppskeran að vera góð en Valur hefur unnið átta leiki af 11. „Klárlega. Jafnvel þó við værum alveg heilir þá værum við ánægðir með þessa stöðu. Þessir þrír leikir sem við töpum þá erum við yfir í hálfleik í þeim öllum, fáum á okkur rosalega körfu í Keflavík og eitthvað þannig. Á sama tíma erum við að ná í sigra eftir að hafa snúið leikjum við og deildin hefur verið dálítið skrýtin. Það er búið að vera rosalega mikið af meiðslum og það hefur einnkennt deildina.. Njarðvíkingar missa Mateo, það er mikið búið að ganga á á Króknum.“ „Svo er það náttúrlega ástandið í Grindavík, bæði meiðsli í byrjun og svo áfram. Stjarnan missir menn í byrjun. Þetta er búið að vera óvanalegt og það þarf einhver að finna skýringu á því. Þetta hefur litað deildina svolítið mikið. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig deildin þróast þegar liðin verða fullmönnuð.“ Það kom í ljós í vikunni að Kári Jónsson myndi að öllum líkindum missa af öllu tímabilinu eftir uppskurð sem hann þurfti að gangast undir. Ætla Valsmenn að bregðast við þeirri stöðu á einhvern hátt? „Þetta fór svona á versta veg. Við vorum búnir undir það að vera án hans í einhvern tíma en svo teygðist það alltaf lengra og lengra og svo kom í ljós að hvíldin var ekki nóg og hann þurfti að fara í aðgerð. Ekki nóg með það að hann dettur út þá fer Daði Lár í Haukana, Benóný fær heilahristing og gæti verið út allt tímabilið. Þannig að þetta eru ekki þeir sem spila mestu mínúturnar en gríðarlega mikilvægir þegar það vantar menn. Svo er Benedikt Blöndal á fæðingardeildinni og við söknum hans. En svo ég svari spurningunni þá erum við að skoða okkar mál og sjáum hvað við getum gert og fundið einhvern sem getur hjálpað liðinu.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 91-87 | Valsmenn mörðu sigur á Njarðvíkingum í spennuleik Leikur Vals og Njarðvíkur skiptist á að vera eitthvað fyrir augað og svo ekki. Úr varð spennuleikur en Valsmenn reyndust sterkari á svellinu í lok leiks og náðu í stigin sem í boði eru. Þeir verða því fyrir ofan Njarðvíkinga yfir hátíðirnar. Leikurinn endarði 91-87 14. desember 2023 18:30 Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjá meira
Leik lokið: Valur - Njarðvík 91-87 | Valsmenn mörðu sigur á Njarðvíkingum í spennuleik Leikur Vals og Njarðvíkur skiptist á að vera eitthvað fyrir augað og svo ekki. Úr varð spennuleikur en Valsmenn reyndust sterkari á svellinu í lok leiks og náðu í stigin sem í boði eru. Þeir verða því fyrir ofan Njarðvíkinga yfir hátíðirnar. Leikurinn endarði 91-87 14. desember 2023 18:30