Vandræðaklukka send út til viðgerðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. desember 2023 20:01 Gangverk og vísar klukkunnar á Iceland parliament hótel hafa verið send út til viðgerðar. Klukkan bíður berstrípuð á veggnum á meðan. Vísir/Einar Illa hefur gengið um nokkurt skeið að halda tröllvaxinni klukku við Austurvöll gangandi. Viðgerðir hér heima hafa ekki borið árangur og hún hefur því verið send í viðgerð til útlanda. Rekstrarstjóri hótels sem klukkan prýðir segir skipta miklu máli að fá hana í lag. Tvær klukkur standa við Austurvöll. Önnur er uppi í Dómkirkjuturni og hefur þjónustað vegfarendur um árabil. Hin klukkan er öllu nýrri og henni hefur aðeins misfarist að sinna sínu hlutverki. Síðarnefnda klukkan var reist utan á viðbyggingu gamla Landsímahússins, nú Iceland parliament hótel, í ársbyrjun 2021 og vakti talsverða athygli. Ekki síður þótti það svo eftirtektarvert fáeinum mánuðum síðar þegar hin tröllvaxna klukka byrjaði að tifa. En það leið ekki á löngu áður en glöggir vegfarendur tóku eftir því að ekki var allt með felldu; myndin hér fyrir neðan er tekin í lok nóvember síðastliðnum, klukkan tuttugu mínútur yfir fjögur síðdegis. En klukkan er á algjörum villigötum; vísarnir eru stopp í tuttugu mínútur í eitt. Helga Björk Jósefsdóttir er rekstrarstjóri Iceland Parliament hótels. „Oft þegar maður er að gera eitthvað nýtt koma upp vandamál og þessi klukka hefur verið vandamál hérna á Iceland Parliament hótelinu,“ segir Helga. „Mekanisminn inni í henni hefur verið að gera okkur lífið leitt. Við höfum verið að taka hana niður, reyna að laga á íslensku verkstæði og sett hana svo upp aftur. En það hefur ekki gengið þannig að nú er búið að taka mekanismann niður og vísana og hún er á leiðinni í viðgerð til útlanda akkúrat núna.“ Helga Björk Jósefsdóttir, rekstrarstjóri Iceland parliament hótels, með klukkuna í baksýn.Vísir/Arnar Það er eigandi hússins, Lindarvatn ehf., sem ber ábyrgð á klukkunni og stendur fyrir viðgerðinni. Á meðan bíður klukkan berstrípuð án vísa og gangverks á veggnum. Vonast er til þess að hún verði komin aftur í gagnið nú í janúar. „Þetta er eitthvað sem er tekið eftir. Þetta skiptir okkur og fólk sem gengur hérna um máli,“ segir Helga. Reykjavík Klukkan á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Tvær klukkur standa við Austurvöll. Önnur er uppi í Dómkirkjuturni og hefur þjónustað vegfarendur um árabil. Hin klukkan er öllu nýrri og henni hefur aðeins misfarist að sinna sínu hlutverki. Síðarnefnda klukkan var reist utan á viðbyggingu gamla Landsímahússins, nú Iceland parliament hótel, í ársbyrjun 2021 og vakti talsverða athygli. Ekki síður þótti það svo eftirtektarvert fáeinum mánuðum síðar þegar hin tröllvaxna klukka byrjaði að tifa. En það leið ekki á löngu áður en glöggir vegfarendur tóku eftir því að ekki var allt með felldu; myndin hér fyrir neðan er tekin í lok nóvember síðastliðnum, klukkan tuttugu mínútur yfir fjögur síðdegis. En klukkan er á algjörum villigötum; vísarnir eru stopp í tuttugu mínútur í eitt. Helga Björk Jósefsdóttir er rekstrarstjóri Iceland Parliament hótels. „Oft þegar maður er að gera eitthvað nýtt koma upp vandamál og þessi klukka hefur verið vandamál hérna á Iceland Parliament hótelinu,“ segir Helga. „Mekanisminn inni í henni hefur verið að gera okkur lífið leitt. Við höfum verið að taka hana niður, reyna að laga á íslensku verkstæði og sett hana svo upp aftur. En það hefur ekki gengið þannig að nú er búið að taka mekanismann niður og vísana og hún er á leiðinni í viðgerð til útlanda akkúrat núna.“ Helga Björk Jósefsdóttir, rekstrarstjóri Iceland parliament hótels, með klukkuna í baksýn.Vísir/Arnar Það er eigandi hússins, Lindarvatn ehf., sem ber ábyrgð á klukkunni og stendur fyrir viðgerðinni. Á meðan bíður klukkan berstrípuð án vísa og gangverks á veggnum. Vonast er til þess að hún verði komin aftur í gagnið nú í janúar. „Þetta er eitthvað sem er tekið eftir. Þetta skiptir okkur og fólk sem gengur hérna um máli,“ segir Helga.
Reykjavík Klukkan á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira