Langtímalausnir í stað plástra Haukur Marteinsson, Viðar Hákonarson og Ari Heiðmann Jósavinsson skrifa 14. desember 2023 08:01 Þann 5. desember síðastliðinn skilaði hópur ráðuneytisstjóra tillögum sínum að aðgerðum til stuðnings þeim bændum sem eiga í fjárhagserfiðleikum vegna núverandi efnahagsástands. Um er að ræða viðbótarstuðning til bænda upp á 1,6 milljarð króna. Í meðförum fjárlaganefndar er búið að hækka þessa upphæð um 500 milljónir. Á sama tíma og undirritaðir þakka fyrir þá viðurkenningu á ástandinu sem stjórnvöld hafa veitt matvælaframleiðendum með þessu framlagi, verður að segja nokkur orð um það. Þetta er í þriðja sinn á tveimur árumsem stjórnvöld bregðast við rekstrarvanda bænda með sérstöku framlagi úr ríkissjóði. Samt endum við alltaf aftur að ári liðnu á sama stað og ívið verri en árin áður. Bændur sækja tekjur í síauknum mæli utan bús, sem þýðir einfaldlega að bændur vinna í síauknum mæli tvær eða fleiri vinnur til að halda heimili og hafa efni á að framleiða matvæli fyrir þjóðina. Enn eina ferðina er fjallað um hve þörfin er mikil á heildarendurskoðun á stuðningskerfi landbúnaðarins án þess að neinn þori að nefna róttækar aðgerðir. Vissulega koma fram góðar leiðir til hagræðinga á borð við kyngreiningu sæðis í nautgriparækt, önnur lánakjör og úrræði til landbúnaðar ofl sem eru góðar og gildar en aldrei aðgerðirnar sem bændur sjálfir og Bændasamtök Íslands hafa hrópað á að geti gjörbylt stöðunni til framtíðar og gert landbúnaðinn að rekstrarhæfum iðnaði í stað bótaþega ríkisins. Leyfa undirritaðir að minna hér á þau þrjú atriði sem við teljum geta skilað mestu og hefur margoft verið bent á en ráðherrar og stjórnmálamenn ekki gefið mikinn gaum þrátt fyrir stórar yfirlýsingar í fjölmiðlum og útgefnum stefnum. 1. Tollvernd. Þegar tollvernd er rædd fer umræðan oft út í það hvað matarkarfan er dýr á Íslandi og aukin tollvernd myndi hafa í för með sér stórhækkað matvælaverð. Slíkt er augljóslega þvaður og erhlutfall heildarútgjalda íslenskra heimila sem fer í matarinnkaup mjög svipað og í nágrannalöndum okkar, nánar tiltekið erum við á milli Belgíu og Svíþjóðar með 12,9%. Forsendur tollasamnings Íslands við ESB frá 2015 eru löngu brostnar, nægir þar að nefna útgöngu Bretlands úr ESB sem var stærsti kaupandi íslenskra búfjárafurða innan ESB. Í samningnum voru tollar felldir niður eða lækkaðir á óunnum landbúnaðarvörum eins og frönskum kartöflum og útiræktuðu grænmeti, og hvar stöndum við nú svo þessi tvö dæmi séu tekin? Ekki fást lengur íslenskar franskar kartöflur á markaði og innlendir framleiðendur útiræktaðs grænmetiskomu ekki framleiðslu sinni út á markað í sumar og hætta. Við lögðum niður framleiðslu og störf hér á Íslandi og fluttum störfin til ESB. Gerir fólk sér almennt grein fyrir því að hlutdeild innlends nautakjöts á íslenskum markaði í dag hefur dregist saman úr um 80% í um 50% á tveimur árum? Við skorum á stjórnvöld að taka tollamálin til endurskoðunar. Hægt er að ráðast í endurskoðun tollasamningsins í heild sinni en einnig er hægt að fara hófsamari leiðir sem þó skila miklu. Þar má nefna hækkun allra magntolla sem ekki er búið að semja um tolllækkun á við ESB, á unnin matvæli líka. Kafla 2-24 í tollskránni eins og þeir leggja sig, að 3. kafla um sjávarafurðir undanskildum. Slíkt hefur verið gert áður með osta svo dæmi sé tekið. Að sjálfsögðu þarf að taka samtalið við ESB um hvað þarf að gefa á móti en er þá hægt að semja um ýmislegt eins og framlög í uppbyggingarsjóði svo dæmi sé tekið. Eru stjórnvöld nú þegar í viðræðum við ESB um viðskipti með sjávarafurðir og þar eru einmitt slík mótframlög til umræðu. 2. Heimild fyrir sameiningu kjötafurðastöðva. Um tíma var það afskaplega vinsælt hjá mörgum að hrópa hvað milliliðirnir í landbúnaði væru að taka mikið til sín og það þyrfti aldeilis að taka á þeim. Þarf þó ekki að fletta lengi í gegnum ársreikninga kjötafurðastöðva til að átta sig á gríðarlega erfiðu rekstrarumhverfi þeirra. Staðreyndin er sú að íslensk kjötframleiðsla hefur verið stunduð viðmun strangari skilyrði en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Nú liggur fyrir frumvarp til laga sem gagnast bændum og sláturhúsum þeirra skammt, og í raun ekki neitt, en með vilja og skynsemi að vopni er hægt að gera það að frumvarpi sem virkilega hefur tilætluð áhrif. Þ.e.a.s. að kjötafurðastöðvar á landinu fái sambærilega undanþágu frá ákvæðum samkeppnislaga og mjólkuriðnaðurinn í 71. grein búvörulaga. Er ljóst að slík breyting á búvörulögum myndi fela í sér hagræðingu í kjötframleiðslu á Íslandi upp á að lágmarki1,5 milljarð á ársgrundvelli og hækka verð til framleiðenda og lækka verð til neytenda í sömu andránni. Það er óverjandi að ríkisstjórn Íslands viti af þessu óhagræði í matvælaframleiðslunni og grípi ekki til aðgerða sem kostar ríkissjóð ekki eina krónu. Búum við dags daglega við lifandi dæmi þess hve góð áhrif þessi undanþága hefur á neytendur og framleiðendur í formi Mjólkursamsölunnar sem býður upp áheimsklassa úrval mjólkurvara á samkeppnishæfu verði til neytenda. 3. Rafmagn til garðyrkjubænda Í grænmetisræktinni er einnig hægt að uppfylla stór loforð stjórnvalda með því að grípa til einfaldra aðgerða. Tvennt hafa garðyrkjubændur ítrekað bent á að þurfi að laga og kostar ríkissjóð klink í samanburði við hagræðinguna og eflingu greinarinnar sem lagfæring þeirra hefði í för með sér. Fyrst má nefna að leiðrétta það óréttlæti sem greinin býr við með tvískiptri gjaldskrá Rarik. Rarik er með einokunarstöðu á stórum hluta landsbyggðarinnar og er til að nefna garðyrkjustöð öðru megin lækjarins, sem skilgreinist í dreifbýli (íbúar undir 200) að borga 33% hærra verð fyrir dreifingu raforku til sín en garðyrkjustöðin sem stendur hinumegin lækjarins og stendur í þéttbýli (íbúar yfir 200). Þetta er óháð því hvaðan rafmagnið kemur en sveitarfélögin á landsbyggðinni standa fyrir langstærstum hluta orkuframleiðslu landsins á meðan þessi mismunun í gjaldskránni gerir það að verkum að rafmagnið er dýrast þar. Þetta er óréttlátt, hefur neikvæð áhrif á framleiðslu grænmetis og ávaxta á Íslandi, veikir samkeppnishæfni sveitarfélaga og hefur hamlandi áhrif á atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Þá er gjaldið að öllu leyti óháð stærð notanda en í ófáum tilvikum eru garðyrkjustöðvar í dreifbýli stærri notendur en nálægir þéttbýliskjarnar en greiða samt mun hærra verð fyrir rafmagnið. Hér vantar einfalda, gegnsæja og réttláta gjaldskrá sem tæki mið af stærð og notkun garðyrkjustöðva. Í hinu atriðinu má nefna niðurgreiðsluhlutfall ríkisins á raforku til garðyrkjubænda en ríkið niðurgreiðir flutningskostnað raforku um allt að 95%. En, þar sem um ákveðinn pott er að ræða getur það hlutfall sem bændur ná rokkað umtalsvert milli ára sem gerir reksturinn ófyrirsjáanlegan og ósamkeppnishæfari við innflutning. Aðalmálið hér er ekki að það vanti pening, heldur vissu og fyrirsjáanleika. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: “Aukinni framleiðslu á grænmeti verður náð með föstu niðurgreiðsluhlutfalli á raforku til ylræktar…”. Við þetta hefur enn ekki verið staðið. Ef ríkisstjórnin myndi festa niðurgreiðsluhlutfallið í 95% þá myndi það líklega þýða viðbótarframlag uppá einungis um 20-25 m.kr. á þessu ári. Hér er því ekki um mikla viðbótarpeninga að ræða en fast niðurgreiðsluhlutfall myndi hins vegar veita mönnum mun meira öryggi til að byggja áætlanir sínar á sem og stuðla að vexti greinarinnar frekar en að letja til aukningar eins og kerfið er í raun í dag, þ.e. lægri upphæð á hverja framleidda einingu ef framleiðslumagnið eykst. Niðurlag Undirritaðir vilja árétta að framleiðsluvilji bænda er mikill en traustið til ráðamanna er að veikjast vegna fyrri starfa og áhugaleysis þeirra. Áhugaleysið og óvissan um framtíðina valda því að bændur halda frekar aftur af sér við framkvæmdir við að bæta sína vinnuaðstöðu. Fjáraukar ríkisins til matvælaframleiðslu landsins er að sjálfsögðu af hinu góða, en það verður að fara vel með peningana og má spyrja sig í fullri alvöru hvort besta leiðin sé nánast árlegar neyðaraðgerðir þar sem peningum er deilt út af mismiklu handahófi. Í staðinn bendum við á þessar leiðir, vel ígrundaðar og rökstuddar leiðir, sem kosta skattgreiðendur lítinn eða engan pening þegar upp er staðið því þessar aðgerðir fela í sér að styðja við innlenda atvinnustarfsemi, í landi með eitt hæsta verðlag í heimi, sem kemur til með að lækka vöruverð til neytenda og byggja undir samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu og fæðuöryggi til langs tíma. Höfundar eru allir stjórnarmenn í Búnaðarsambandi Suður-Þingeyinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Þann 5. desember síðastliðinn skilaði hópur ráðuneytisstjóra tillögum sínum að aðgerðum til stuðnings þeim bændum sem eiga í fjárhagserfiðleikum vegna núverandi efnahagsástands. Um er að ræða viðbótarstuðning til bænda upp á 1,6 milljarð króna. Í meðförum fjárlaganefndar er búið að hækka þessa upphæð um 500 milljónir. Á sama tíma og undirritaðir þakka fyrir þá viðurkenningu á ástandinu sem stjórnvöld hafa veitt matvælaframleiðendum með þessu framlagi, verður að segja nokkur orð um það. Þetta er í þriðja sinn á tveimur árumsem stjórnvöld bregðast við rekstrarvanda bænda með sérstöku framlagi úr ríkissjóði. Samt endum við alltaf aftur að ári liðnu á sama stað og ívið verri en árin áður. Bændur sækja tekjur í síauknum mæli utan bús, sem þýðir einfaldlega að bændur vinna í síauknum mæli tvær eða fleiri vinnur til að halda heimili og hafa efni á að framleiða matvæli fyrir þjóðina. Enn eina ferðina er fjallað um hve þörfin er mikil á heildarendurskoðun á stuðningskerfi landbúnaðarins án þess að neinn þori að nefna róttækar aðgerðir. Vissulega koma fram góðar leiðir til hagræðinga á borð við kyngreiningu sæðis í nautgriparækt, önnur lánakjör og úrræði til landbúnaðar ofl sem eru góðar og gildar en aldrei aðgerðirnar sem bændur sjálfir og Bændasamtök Íslands hafa hrópað á að geti gjörbylt stöðunni til framtíðar og gert landbúnaðinn að rekstrarhæfum iðnaði í stað bótaþega ríkisins. Leyfa undirritaðir að minna hér á þau þrjú atriði sem við teljum geta skilað mestu og hefur margoft verið bent á en ráðherrar og stjórnmálamenn ekki gefið mikinn gaum þrátt fyrir stórar yfirlýsingar í fjölmiðlum og útgefnum stefnum. 1. Tollvernd. Þegar tollvernd er rædd fer umræðan oft út í það hvað matarkarfan er dýr á Íslandi og aukin tollvernd myndi hafa í för með sér stórhækkað matvælaverð. Slíkt er augljóslega þvaður og erhlutfall heildarútgjalda íslenskra heimila sem fer í matarinnkaup mjög svipað og í nágrannalöndum okkar, nánar tiltekið erum við á milli Belgíu og Svíþjóðar með 12,9%. Forsendur tollasamnings Íslands við ESB frá 2015 eru löngu brostnar, nægir þar að nefna útgöngu Bretlands úr ESB sem var stærsti kaupandi íslenskra búfjárafurða innan ESB. Í samningnum voru tollar felldir niður eða lækkaðir á óunnum landbúnaðarvörum eins og frönskum kartöflum og útiræktuðu grænmeti, og hvar stöndum við nú svo þessi tvö dæmi séu tekin? Ekki fást lengur íslenskar franskar kartöflur á markaði og innlendir framleiðendur útiræktaðs grænmetiskomu ekki framleiðslu sinni út á markað í sumar og hætta. Við lögðum niður framleiðslu og störf hér á Íslandi og fluttum störfin til ESB. Gerir fólk sér almennt grein fyrir því að hlutdeild innlends nautakjöts á íslenskum markaði í dag hefur dregist saman úr um 80% í um 50% á tveimur árum? Við skorum á stjórnvöld að taka tollamálin til endurskoðunar. Hægt er að ráðast í endurskoðun tollasamningsins í heild sinni en einnig er hægt að fara hófsamari leiðir sem þó skila miklu. Þar má nefna hækkun allra magntolla sem ekki er búið að semja um tolllækkun á við ESB, á unnin matvæli líka. Kafla 2-24 í tollskránni eins og þeir leggja sig, að 3. kafla um sjávarafurðir undanskildum. Slíkt hefur verið gert áður með osta svo dæmi sé tekið. Að sjálfsögðu þarf að taka samtalið við ESB um hvað þarf að gefa á móti en er þá hægt að semja um ýmislegt eins og framlög í uppbyggingarsjóði svo dæmi sé tekið. Eru stjórnvöld nú þegar í viðræðum við ESB um viðskipti með sjávarafurðir og þar eru einmitt slík mótframlög til umræðu. 2. Heimild fyrir sameiningu kjötafurðastöðva. Um tíma var það afskaplega vinsælt hjá mörgum að hrópa hvað milliliðirnir í landbúnaði væru að taka mikið til sín og það þyrfti aldeilis að taka á þeim. Þarf þó ekki að fletta lengi í gegnum ársreikninga kjötafurðastöðva til að átta sig á gríðarlega erfiðu rekstrarumhverfi þeirra. Staðreyndin er sú að íslensk kjötframleiðsla hefur verið stunduð viðmun strangari skilyrði en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Nú liggur fyrir frumvarp til laga sem gagnast bændum og sláturhúsum þeirra skammt, og í raun ekki neitt, en með vilja og skynsemi að vopni er hægt að gera það að frumvarpi sem virkilega hefur tilætluð áhrif. Þ.e.a.s. að kjötafurðastöðvar á landinu fái sambærilega undanþágu frá ákvæðum samkeppnislaga og mjólkuriðnaðurinn í 71. grein búvörulaga. Er ljóst að slík breyting á búvörulögum myndi fela í sér hagræðingu í kjötframleiðslu á Íslandi upp á að lágmarki1,5 milljarð á ársgrundvelli og hækka verð til framleiðenda og lækka verð til neytenda í sömu andránni. Það er óverjandi að ríkisstjórn Íslands viti af þessu óhagræði í matvælaframleiðslunni og grípi ekki til aðgerða sem kostar ríkissjóð ekki eina krónu. Búum við dags daglega við lifandi dæmi þess hve góð áhrif þessi undanþága hefur á neytendur og framleiðendur í formi Mjólkursamsölunnar sem býður upp áheimsklassa úrval mjólkurvara á samkeppnishæfu verði til neytenda. 3. Rafmagn til garðyrkjubænda Í grænmetisræktinni er einnig hægt að uppfylla stór loforð stjórnvalda með því að grípa til einfaldra aðgerða. Tvennt hafa garðyrkjubændur ítrekað bent á að þurfi að laga og kostar ríkissjóð klink í samanburði við hagræðinguna og eflingu greinarinnar sem lagfæring þeirra hefði í för með sér. Fyrst má nefna að leiðrétta það óréttlæti sem greinin býr við með tvískiptri gjaldskrá Rarik. Rarik er með einokunarstöðu á stórum hluta landsbyggðarinnar og er til að nefna garðyrkjustöð öðru megin lækjarins, sem skilgreinist í dreifbýli (íbúar undir 200) að borga 33% hærra verð fyrir dreifingu raforku til sín en garðyrkjustöðin sem stendur hinumegin lækjarins og stendur í þéttbýli (íbúar yfir 200). Þetta er óháð því hvaðan rafmagnið kemur en sveitarfélögin á landsbyggðinni standa fyrir langstærstum hluta orkuframleiðslu landsins á meðan þessi mismunun í gjaldskránni gerir það að verkum að rafmagnið er dýrast þar. Þetta er óréttlátt, hefur neikvæð áhrif á framleiðslu grænmetis og ávaxta á Íslandi, veikir samkeppnishæfni sveitarfélaga og hefur hamlandi áhrif á atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Þá er gjaldið að öllu leyti óháð stærð notanda en í ófáum tilvikum eru garðyrkjustöðvar í dreifbýli stærri notendur en nálægir þéttbýliskjarnar en greiða samt mun hærra verð fyrir rafmagnið. Hér vantar einfalda, gegnsæja og réttláta gjaldskrá sem tæki mið af stærð og notkun garðyrkjustöðva. Í hinu atriðinu má nefna niðurgreiðsluhlutfall ríkisins á raforku til garðyrkjubænda en ríkið niðurgreiðir flutningskostnað raforku um allt að 95%. En, þar sem um ákveðinn pott er að ræða getur það hlutfall sem bændur ná rokkað umtalsvert milli ára sem gerir reksturinn ófyrirsjáanlegan og ósamkeppnishæfari við innflutning. Aðalmálið hér er ekki að það vanti pening, heldur vissu og fyrirsjáanleika. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: “Aukinni framleiðslu á grænmeti verður náð með föstu niðurgreiðsluhlutfalli á raforku til ylræktar…”. Við þetta hefur enn ekki verið staðið. Ef ríkisstjórnin myndi festa niðurgreiðsluhlutfallið í 95% þá myndi það líklega þýða viðbótarframlag uppá einungis um 20-25 m.kr. á þessu ári. Hér er því ekki um mikla viðbótarpeninga að ræða en fast niðurgreiðsluhlutfall myndi hins vegar veita mönnum mun meira öryggi til að byggja áætlanir sínar á sem og stuðla að vexti greinarinnar frekar en að letja til aukningar eins og kerfið er í raun í dag, þ.e. lægri upphæð á hverja framleidda einingu ef framleiðslumagnið eykst. Niðurlag Undirritaðir vilja árétta að framleiðsluvilji bænda er mikill en traustið til ráðamanna er að veikjast vegna fyrri starfa og áhugaleysis þeirra. Áhugaleysið og óvissan um framtíðina valda því að bændur halda frekar aftur af sér við framkvæmdir við að bæta sína vinnuaðstöðu. Fjáraukar ríkisins til matvælaframleiðslu landsins er að sjálfsögðu af hinu góða, en það verður að fara vel með peningana og má spyrja sig í fullri alvöru hvort besta leiðin sé nánast árlegar neyðaraðgerðir þar sem peningum er deilt út af mismiklu handahófi. Í staðinn bendum við á þessar leiðir, vel ígrundaðar og rökstuddar leiðir, sem kosta skattgreiðendur lítinn eða engan pening þegar upp er staðið því þessar aðgerðir fela í sér að styðja við innlenda atvinnustarfsemi, í landi með eitt hæsta verðlag í heimi, sem kemur til með að lækka vöruverð til neytenda og byggja undir samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu og fæðuöryggi til langs tíma. Höfundar eru allir stjórnarmenn í Búnaðarsambandi Suður-Þingeyinga.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar