Tesla kallar inn tvær milljónir bíla vegna galla í sjálfstýringu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. desember 2023 23:59 Þetta er ekki fyrsta innköllun framleiðandans á árinu vegna sjálfstýringarkerfi Tesla. EPA Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur innkallað tvær milljónir bíla eftir að eftirlitsaðilar framleiðandans í Bandaríkjunum uppgötvuðu galla í sjálfstýringarkerfi bílanna. Innköllunin kemur í kjölfar tveggja ára langrar rannsóknar bandarískra samgönguyfirvalda á árekstrum sem orðið hafa í Bandaríkjunum meðan sjálfstýringarkerfið (e. autopilot) hefur verið í notkun. Innköllunin á við um nærri hvern einasta bíl frá framleiðandanum í Bandaríkjunum sem seldur var eftir að sjálfstýringartækni Tesla var hleypt af stokkunum árið 2015. Tesla, sem er í eigu Elon Musk, hefur gefið út að send verði út hugbúnaðaruppfærsla „Í gegn um loftið“ til að laga umræddan galla. Uppfærslan fari því fram rafrænt og þannig sé þess ekki krafist að eigendur Tesla-bíla fari með þá í bílaumboðið sitt til uppfærslu. Þrátt fyrir það telst aðgerðin til innköllunar. Innköllunin bara í Bandaríkjunum Sjálfstýringartæknin hefur þann tilgang að aðstoða við stýringu, hröðun og hemlun en krefst þó þess að ökumaður sé við stýrið. Hugbúnaðaruppfærslan á að tryggja að ökumaður haldi fullri athygli meðan sjálfstýring er í notkun og að hún sé einungis notuð við viðeigandi aðstæður, til að mynda við akstur á hraðbrautum. Í febrúar á þessu ári kallaði framleiðandinn inn á fjórða hundrað þúsund Tesla-bíla vegna sjálfstýringarkerfisins. Þá hafði kerfið reynst óáreiðanlegt við gatnamót og fylgdi ekki alltaf hraðatakmörkunum. Innköllunin á ekki við utan Bandaríkjanna en Teslur með sjálfstýringartækninni sem um ræðir eru ekki fáanlegar í Evrópu sem stendur. Áðurnefnd rannsókn, sem staðið hefur yfir í tvö ár og skoðað 956 árekstra í tengslum við sjálfstýringarkerfið, hefur að sögn Vegaöryggisstofnunar Bandaríkjanna (NHTSA) leitt í ljós að þær breytingar sem gerðar verða á kerfinu muni ekki nægja til að koma í veg fyrir óhóflega notkun ökumanna á því. „Sjálfvirk tækni lofar góðu í tengslum við bætt öryggi en aðeins þegar henni er beitt á ábyrgan hátt,“ skrifaði NHTSA um málið og kvaðst halda áfram að fylgjast með virkni tækninnar eftir uppfærsluna. Tesla Bílar Tækni Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Innköllunin kemur í kjölfar tveggja ára langrar rannsóknar bandarískra samgönguyfirvalda á árekstrum sem orðið hafa í Bandaríkjunum meðan sjálfstýringarkerfið (e. autopilot) hefur verið í notkun. Innköllunin á við um nærri hvern einasta bíl frá framleiðandanum í Bandaríkjunum sem seldur var eftir að sjálfstýringartækni Tesla var hleypt af stokkunum árið 2015. Tesla, sem er í eigu Elon Musk, hefur gefið út að send verði út hugbúnaðaruppfærsla „Í gegn um loftið“ til að laga umræddan galla. Uppfærslan fari því fram rafrænt og þannig sé þess ekki krafist að eigendur Tesla-bíla fari með þá í bílaumboðið sitt til uppfærslu. Þrátt fyrir það telst aðgerðin til innköllunar. Innköllunin bara í Bandaríkjunum Sjálfstýringartæknin hefur þann tilgang að aðstoða við stýringu, hröðun og hemlun en krefst þó þess að ökumaður sé við stýrið. Hugbúnaðaruppfærslan á að tryggja að ökumaður haldi fullri athygli meðan sjálfstýring er í notkun og að hún sé einungis notuð við viðeigandi aðstæður, til að mynda við akstur á hraðbrautum. Í febrúar á þessu ári kallaði framleiðandinn inn á fjórða hundrað þúsund Tesla-bíla vegna sjálfstýringarkerfisins. Þá hafði kerfið reynst óáreiðanlegt við gatnamót og fylgdi ekki alltaf hraðatakmörkunum. Innköllunin á ekki við utan Bandaríkjanna en Teslur með sjálfstýringartækninni sem um ræðir eru ekki fáanlegar í Evrópu sem stendur. Áðurnefnd rannsókn, sem staðið hefur yfir í tvö ár og skoðað 956 árekstra í tengslum við sjálfstýringarkerfið, hefur að sögn Vegaöryggisstofnunar Bandaríkjanna (NHTSA) leitt í ljós að þær breytingar sem gerðar verða á kerfinu muni ekki nægja til að koma í veg fyrir óhóflega notkun ökumanna á því. „Sjálfvirk tækni lofar góðu í tengslum við bætt öryggi en aðeins þegar henni er beitt á ábyrgan hátt,“ skrifaði NHTSA um málið og kvaðst halda áfram að fylgjast með virkni tækninnar eftir uppfærsluna.
Tesla Bílar Tækni Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira