Skilur vel ósátt smáríki sem finna mest fyrir áhrifunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. desember 2023 15:36 Helga Barðadóttir er formaður íslensku sendinefndarinnar. Tímamótasamkomulagi var náð á Cop28 loftslagsráðstefnunni í Dúbaí í morgun, þar sem ríki heims eru hvött til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Fjöldi ríkja lýsti því yfir að ekki sé gengið nógu langt með samkomulaginu en formaður íslensku sendinefndarinnar telur það ganga eins langt og mögulegt er á þessari stundu. Al Jaber, súltán og forseti Cop, tilkynnti að drögin að lokayfirlýsingu ráðstefnunnar hefðu verið samþykkt án andmæla við fagnaðarlæti í morgun. Fulltrúar sendinefnda stóðu upp og fögnuðu ákaft en þetta er í fyrsta sinn sem ákall um umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis er að finna í yfirlýsingu Cop-ráðstefnu. Fundað fram á nótt Fundað var í alla nótt til að ná samkomulagi og er yfirlýsing ráðstefnunnar 21 blaðsíða að lengd með nærri tvö hunduð málsgreinum. Skjalið er ekki bindandi en talið marka leiðina til framtíðar. Nokkrir lýstu yfir áhyggjum um að ekki hafi verið gengið nógu langt í yfirlýsingunni til að takmarka hlýnun jarðar við eina og hálfa gráðu. Þar á meðal voru Samtök smáeyríkja, 39 ríkja sem verða vörust við áhrif loftslagsbreytinga. Fultrúar ríkjanna voru fjarverandi þegar tilkynnt var um samþykkt lokayfirlýsingarinnar, af því að þeir voru að undirbúa sameiginlega yfirlýsingu sem flytja átti áður en niðurtaðan var tilkynnt. Anne Rasmussen, formaður sendinefndar Samóa, tók til máls. „Það er ekki nóg fyrir okkur að vísa til vísinda og svo komast að samkomulagi sem hundsa það sem vísindin segja að við þurfum að gera. Þetta er ekki aðferðarfræði sem við ættum að vera beðin um að verja,“ sagði Rasmussen. Samkomulag tvö hundruð ríkja „Herra forseti. Við verðum að yfirgefa ráðstefnuna með ákvörðun af þeirri stærðargráðu sem loftslagsvandinn er, sem mæta þeim væntingum sem heimsbyggðin hefur til okkar. Og að við tökum ákvarðanir sem tryggja öryggi kynslóða framtíðarinnar.“ Helga Barðadóttir, formaður íslensku sendinefndarinnar, segist skilja smáríkin vel. „Þetta eru hátt í tvö hundruð ríki sem að koma að þessu. Það er ekki kosið um neitt heldur þurfa allir að ná saman um textann. Þannig að þá má segja að allir séu pínulítið ósáttir. En þetta er samnefnarinn og held ég það besta sem við gátum náð núna.“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Samóa Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Al Jaber, súltán og forseti Cop, tilkynnti að drögin að lokayfirlýsingu ráðstefnunnar hefðu verið samþykkt án andmæla við fagnaðarlæti í morgun. Fulltrúar sendinefnda stóðu upp og fögnuðu ákaft en þetta er í fyrsta sinn sem ákall um umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis er að finna í yfirlýsingu Cop-ráðstefnu. Fundað fram á nótt Fundað var í alla nótt til að ná samkomulagi og er yfirlýsing ráðstefnunnar 21 blaðsíða að lengd með nærri tvö hunduð málsgreinum. Skjalið er ekki bindandi en talið marka leiðina til framtíðar. Nokkrir lýstu yfir áhyggjum um að ekki hafi verið gengið nógu langt í yfirlýsingunni til að takmarka hlýnun jarðar við eina og hálfa gráðu. Þar á meðal voru Samtök smáeyríkja, 39 ríkja sem verða vörust við áhrif loftslagsbreytinga. Fultrúar ríkjanna voru fjarverandi þegar tilkynnt var um samþykkt lokayfirlýsingarinnar, af því að þeir voru að undirbúa sameiginlega yfirlýsingu sem flytja átti áður en niðurtaðan var tilkynnt. Anne Rasmussen, formaður sendinefndar Samóa, tók til máls. „Það er ekki nóg fyrir okkur að vísa til vísinda og svo komast að samkomulagi sem hundsa það sem vísindin segja að við þurfum að gera. Þetta er ekki aðferðarfræði sem við ættum að vera beðin um að verja,“ sagði Rasmussen. Samkomulag tvö hundruð ríkja „Herra forseti. Við verðum að yfirgefa ráðstefnuna með ákvörðun af þeirri stærðargráðu sem loftslagsvandinn er, sem mæta þeim væntingum sem heimsbyggðin hefur til okkar. Og að við tökum ákvarðanir sem tryggja öryggi kynslóða framtíðarinnar.“ Helga Barðadóttir, formaður íslensku sendinefndarinnar, segist skilja smáríkin vel. „Þetta eru hátt í tvö hundruð ríki sem að koma að þessu. Það er ekki kosið um neitt heldur þurfa allir að ná saman um textann. Þannig að þá má segja að allir séu pínulítið ósáttir. En þetta er samnefnarinn og held ég það besta sem við gátum náð núna.“
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Samóa Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira