Brynjar segir engan ætla að axla ábyrgð á PISA Jakob Bjarnar skrifar 13. desember 2023 14:08 Brynjar Níelsson velti fyrir sér niðurstöðu í nýrri PISA-könnun og segir ljóst að enginn ætli að bera ábyrgð. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson, sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu, segir sér virðast ekki nokkurn mann ætla að taka ábyrgð á hraksmánarlegri niðurstöðu ungmenna okkar í PISA-könnununni. Þetta gerir Brynjar í pistli sem hann birtir á Facebook. „Nú keppast allir hver um annan þveran að varpa frá sér ábyrgð á slakri niðurstöðu í PISA, sem fer versnandi með hverri könnuninni. Þótt kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum og þingmenn beri ábyrgð á endanum eru ákvarðanir þeirra ekki teknar í einhverju tómarúmi og eftir geðþótta. Hér koma sérfræðingarnir auðvitað sterkir inn og hugmyndafræðin um að við eigum alltaf að fara eftir því sem vísinda-og fræðimenn segja. Nú eru þessir "sérfræðingar" ekki alltaf sammála en ákveðin pólitík verður samt ofaná á hverjum tíma í mennta-og uppeldisvísindum,“ segir Brynjar meðal annars. Brynjar segir að ekki megi leggja neinar skyldur á börn eða gera til þeirra kröfur, því það gæti aukið vanlíðan þeirra. Slíkt sé bara til óþæginda og leiðinda. Ljóst er að Brynjar telur að kúvenda þurfi í skólastarfi en hann er ekki vongóður um að nokkuð slíkt sé á teikniborðinu. „Mér sýnist menntavísindi vera á pari við öll þessi hinsegin fræði. Eru engin fræði og vísindi heldur einhver pólitísk hugmyndafræði sem er meira og minna í andstöðu við reynsluspeki kynslóðanna og almenna skynsemi,“ segir Brynjar að endingu. PISA-könnun Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Málskilningur er forsenda lesskilnings Sjokkerandi niðurstöður Pisakönnunar hafa fengið marga til að leggja höfuðið í bleyti, sem betur fer, því að í svo flóknu máli er hvorki ein skýring né einföld lausn. Frá okkar sjónarhóli blasir við veikur hlekkur sem við teljum þurfa að styrkja áður en kemur til kasta skólakerfisins: Máltaka barna. 9. desember 2023 11:30 Segir skólana hafa fengið tröllvaxin verkefni í fangið án stuðnings Fyrrverandi skólastjóri til átta ára segir menntamálayfirvöldum hafa mistekist að innleiða og fylgja eftir stórum og afdrifaríkum ákvörðunum sem þau hafi tekið í skólamálum. Grunnskólar og sveitarfélög sitji uppi ein með flókin verkefni sem þurfi að framkvæma án nokkurs stuðnings svo heitið geti. 11. desember 2023 14:46 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Þetta gerir Brynjar í pistli sem hann birtir á Facebook. „Nú keppast allir hver um annan þveran að varpa frá sér ábyrgð á slakri niðurstöðu í PISA, sem fer versnandi með hverri könnuninni. Þótt kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum og þingmenn beri ábyrgð á endanum eru ákvarðanir þeirra ekki teknar í einhverju tómarúmi og eftir geðþótta. Hér koma sérfræðingarnir auðvitað sterkir inn og hugmyndafræðin um að við eigum alltaf að fara eftir því sem vísinda-og fræðimenn segja. Nú eru þessir "sérfræðingar" ekki alltaf sammála en ákveðin pólitík verður samt ofaná á hverjum tíma í mennta-og uppeldisvísindum,“ segir Brynjar meðal annars. Brynjar segir að ekki megi leggja neinar skyldur á börn eða gera til þeirra kröfur, því það gæti aukið vanlíðan þeirra. Slíkt sé bara til óþæginda og leiðinda. Ljóst er að Brynjar telur að kúvenda þurfi í skólastarfi en hann er ekki vongóður um að nokkuð slíkt sé á teikniborðinu. „Mér sýnist menntavísindi vera á pari við öll þessi hinsegin fræði. Eru engin fræði og vísindi heldur einhver pólitísk hugmyndafræði sem er meira og minna í andstöðu við reynsluspeki kynslóðanna og almenna skynsemi,“ segir Brynjar að endingu.
PISA-könnun Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Málskilningur er forsenda lesskilnings Sjokkerandi niðurstöður Pisakönnunar hafa fengið marga til að leggja höfuðið í bleyti, sem betur fer, því að í svo flóknu máli er hvorki ein skýring né einföld lausn. Frá okkar sjónarhóli blasir við veikur hlekkur sem við teljum þurfa að styrkja áður en kemur til kasta skólakerfisins: Máltaka barna. 9. desember 2023 11:30 Segir skólana hafa fengið tröllvaxin verkefni í fangið án stuðnings Fyrrverandi skólastjóri til átta ára segir menntamálayfirvöldum hafa mistekist að innleiða og fylgja eftir stórum og afdrifaríkum ákvörðunum sem þau hafi tekið í skólamálum. Grunnskólar og sveitarfélög sitji uppi ein með flókin verkefni sem þurfi að framkvæma án nokkurs stuðnings svo heitið geti. 11. desember 2023 14:46 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Málskilningur er forsenda lesskilnings Sjokkerandi niðurstöður Pisakönnunar hafa fengið marga til að leggja höfuðið í bleyti, sem betur fer, því að í svo flóknu máli er hvorki ein skýring né einföld lausn. Frá okkar sjónarhóli blasir við veikur hlekkur sem við teljum þurfa að styrkja áður en kemur til kasta skólakerfisins: Máltaka barna. 9. desember 2023 11:30
Segir skólana hafa fengið tröllvaxin verkefni í fangið án stuðnings Fyrrverandi skólastjóri til átta ára segir menntamálayfirvöldum hafa mistekist að innleiða og fylgja eftir stórum og afdrifaríkum ákvörðunum sem þau hafi tekið í skólamálum. Grunnskólar og sveitarfélög sitji uppi ein með flókin verkefni sem þurfi að framkvæma án nokkurs stuðnings svo heitið geti. 11. desember 2023 14:46