Brynjar segir engan ætla að axla ábyrgð á PISA Jakob Bjarnar skrifar 13. desember 2023 14:08 Brynjar Níelsson velti fyrir sér niðurstöðu í nýrri PISA-könnun og segir ljóst að enginn ætli að bera ábyrgð. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson, sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu, segir sér virðast ekki nokkurn mann ætla að taka ábyrgð á hraksmánarlegri niðurstöðu ungmenna okkar í PISA-könnununni. Þetta gerir Brynjar í pistli sem hann birtir á Facebook. „Nú keppast allir hver um annan þveran að varpa frá sér ábyrgð á slakri niðurstöðu í PISA, sem fer versnandi með hverri könnuninni. Þótt kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum og þingmenn beri ábyrgð á endanum eru ákvarðanir þeirra ekki teknar í einhverju tómarúmi og eftir geðþótta. Hér koma sérfræðingarnir auðvitað sterkir inn og hugmyndafræðin um að við eigum alltaf að fara eftir því sem vísinda-og fræðimenn segja. Nú eru þessir "sérfræðingar" ekki alltaf sammála en ákveðin pólitík verður samt ofaná á hverjum tíma í mennta-og uppeldisvísindum,“ segir Brynjar meðal annars. Brynjar segir að ekki megi leggja neinar skyldur á börn eða gera til þeirra kröfur, því það gæti aukið vanlíðan þeirra. Slíkt sé bara til óþæginda og leiðinda. Ljóst er að Brynjar telur að kúvenda þurfi í skólastarfi en hann er ekki vongóður um að nokkuð slíkt sé á teikniborðinu. „Mér sýnist menntavísindi vera á pari við öll þessi hinsegin fræði. Eru engin fræði og vísindi heldur einhver pólitísk hugmyndafræði sem er meira og minna í andstöðu við reynsluspeki kynslóðanna og almenna skynsemi,“ segir Brynjar að endingu. PISA-könnun Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Málskilningur er forsenda lesskilnings Sjokkerandi niðurstöður Pisakönnunar hafa fengið marga til að leggja höfuðið í bleyti, sem betur fer, því að í svo flóknu máli er hvorki ein skýring né einföld lausn. Frá okkar sjónarhóli blasir við veikur hlekkur sem við teljum þurfa að styrkja áður en kemur til kasta skólakerfisins: Máltaka barna. 9. desember 2023 11:30 Segir skólana hafa fengið tröllvaxin verkefni í fangið án stuðnings Fyrrverandi skólastjóri til átta ára segir menntamálayfirvöldum hafa mistekist að innleiða og fylgja eftir stórum og afdrifaríkum ákvörðunum sem þau hafi tekið í skólamálum. Grunnskólar og sveitarfélög sitji uppi ein með flókin verkefni sem þurfi að framkvæma án nokkurs stuðnings svo heitið geti. 11. desember 2023 14:46 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Sjá meira
Þetta gerir Brynjar í pistli sem hann birtir á Facebook. „Nú keppast allir hver um annan þveran að varpa frá sér ábyrgð á slakri niðurstöðu í PISA, sem fer versnandi með hverri könnuninni. Þótt kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum og þingmenn beri ábyrgð á endanum eru ákvarðanir þeirra ekki teknar í einhverju tómarúmi og eftir geðþótta. Hér koma sérfræðingarnir auðvitað sterkir inn og hugmyndafræðin um að við eigum alltaf að fara eftir því sem vísinda-og fræðimenn segja. Nú eru þessir "sérfræðingar" ekki alltaf sammála en ákveðin pólitík verður samt ofaná á hverjum tíma í mennta-og uppeldisvísindum,“ segir Brynjar meðal annars. Brynjar segir að ekki megi leggja neinar skyldur á börn eða gera til þeirra kröfur, því það gæti aukið vanlíðan þeirra. Slíkt sé bara til óþæginda og leiðinda. Ljóst er að Brynjar telur að kúvenda þurfi í skólastarfi en hann er ekki vongóður um að nokkuð slíkt sé á teikniborðinu. „Mér sýnist menntavísindi vera á pari við öll þessi hinsegin fræði. Eru engin fræði og vísindi heldur einhver pólitísk hugmyndafræði sem er meira og minna í andstöðu við reynsluspeki kynslóðanna og almenna skynsemi,“ segir Brynjar að endingu.
PISA-könnun Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Málskilningur er forsenda lesskilnings Sjokkerandi niðurstöður Pisakönnunar hafa fengið marga til að leggja höfuðið í bleyti, sem betur fer, því að í svo flóknu máli er hvorki ein skýring né einföld lausn. Frá okkar sjónarhóli blasir við veikur hlekkur sem við teljum þurfa að styrkja áður en kemur til kasta skólakerfisins: Máltaka barna. 9. desember 2023 11:30 Segir skólana hafa fengið tröllvaxin verkefni í fangið án stuðnings Fyrrverandi skólastjóri til átta ára segir menntamálayfirvöldum hafa mistekist að innleiða og fylgja eftir stórum og afdrifaríkum ákvörðunum sem þau hafi tekið í skólamálum. Grunnskólar og sveitarfélög sitji uppi ein með flókin verkefni sem þurfi að framkvæma án nokkurs stuðnings svo heitið geti. 11. desember 2023 14:46 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Sjá meira
Málskilningur er forsenda lesskilnings Sjokkerandi niðurstöður Pisakönnunar hafa fengið marga til að leggja höfuðið í bleyti, sem betur fer, því að í svo flóknu máli er hvorki ein skýring né einföld lausn. Frá okkar sjónarhóli blasir við veikur hlekkur sem við teljum þurfa að styrkja áður en kemur til kasta skólakerfisins: Máltaka barna. 9. desember 2023 11:30
Segir skólana hafa fengið tröllvaxin verkefni í fangið án stuðnings Fyrrverandi skólastjóri til átta ára segir menntamálayfirvöldum hafa mistekist að innleiða og fylgja eftir stórum og afdrifaríkum ákvörðunum sem þau hafi tekið í skólamálum. Grunnskólar og sveitarfélög sitji uppi ein með flókin verkefni sem þurfi að framkvæma án nokkurs stuðnings svo heitið geti. 11. desember 2023 14:46