Gamli FH-ingurinn búinn að koma FCK í sextán liða úrslit: „Mjög klókur þjálfari“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. desember 2023 15:00 Jacob Neestrup fagnar eftir sigur FC Kaupmannahafnar á Galatasaray. getty/Lars Ronbog Ólafur Kristjánsson hefur mikið álit á þjálfara FC Kaupmannahafnar sem er komið í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Hann segir að handbragð hans sjáist greinilega á liðinu. FCK tryggði sér farseðilinn í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar með 1-0 sigri á Galatasaray á Parken í gær. Lukas Lerager skoraði eina mark leiksins á 58. mínútu. FCK skildi ekki bara Galatasaray eftir í A-riðli heldur einnig Manchester United sem endaði í fjórða og neðsta sæti riðilsins. Þjálfari FCK er Jacob Neestrup. Hann lék með FH sumarið 2010 en þurfti að hætta ungur vegna meiðsla og sneri sér þá að þjálfun. „Jacob Neestrup er mjög klókur þjálfari. Hann var hjá FCK, fór svo aðeins og þjálfaði hjá Viborg. Hann var svo aðstoðarþjálfari hjá FCK og er núna kominn með taumhaldið,“ sagði Ólafur í Meistaradeildarmörkunum í gær. „Hann hefur náð að skapa allavega úrslit og lið sem hefur mörg einkennum þess sem voru einkenni FCK þegar Ståle Solbakken var með liðið, án þess þó að herma eftir. Hans bragur er á liðinu. Þú sérð á FCK-liðinu hvað þeir vilja gera, hvernig þeir vilja spila og virðingu þeirra fyrir öllum þáttum leiksins. Þeir vita hvað þeir geta og hvað þeir geta ekki og hafa spilað þessa riðlakeppni feykilega vel. Það er gríðarlega sterkt fyrir ungan þjálfara eins og Neestrup, í erfiðu starfi, að koma liðinu áfram í sextán liða úrslit.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um FCK Jóhannes Karl Guðjónsson tók undir með Ólafi og hrósaði Neestrup og strákunum hans í hástert. „Þetta er virkilega vel skipulagt lið á allan hátt, í sókn, vörn og skyndisóknum. Þetta er rosalega skemmtilegt lið að fylgjast með. Auðvitað var Galatasaray fullt með boltann og fullt inni á síðasta þriðjungnum. En menn voru vel staðsettir inn í vítateignum þegar boltarnir komu fyrir. Þetta er engin tilviljun. Þeir eru með fullt af góðum leikmönnum en skipulagið hjá Neestrup er virkilega flott,“ sagði Jóhannes Karl. „Ég vil líka hrósa Viktori Claesson fyrir þessa frammistöðu. Hann birtist einu sinni á nærsvæðinu og hreinsar boltann í burtu og svo allt í einu er hann orðinn fremsti maður. Hann spilar sem svona fölsk nía í þessu liði og átti líka virkilega góðan dag.“ Umræðuna um Jacob Neestrup og FCK má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Sjá meira
FCK tryggði sér farseðilinn í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar með 1-0 sigri á Galatasaray á Parken í gær. Lukas Lerager skoraði eina mark leiksins á 58. mínútu. FCK skildi ekki bara Galatasaray eftir í A-riðli heldur einnig Manchester United sem endaði í fjórða og neðsta sæti riðilsins. Þjálfari FCK er Jacob Neestrup. Hann lék með FH sumarið 2010 en þurfti að hætta ungur vegna meiðsla og sneri sér þá að þjálfun. „Jacob Neestrup er mjög klókur þjálfari. Hann var hjá FCK, fór svo aðeins og þjálfaði hjá Viborg. Hann var svo aðstoðarþjálfari hjá FCK og er núna kominn með taumhaldið,“ sagði Ólafur í Meistaradeildarmörkunum í gær. „Hann hefur náð að skapa allavega úrslit og lið sem hefur mörg einkennum þess sem voru einkenni FCK þegar Ståle Solbakken var með liðið, án þess þó að herma eftir. Hans bragur er á liðinu. Þú sérð á FCK-liðinu hvað þeir vilja gera, hvernig þeir vilja spila og virðingu þeirra fyrir öllum þáttum leiksins. Þeir vita hvað þeir geta og hvað þeir geta ekki og hafa spilað þessa riðlakeppni feykilega vel. Það er gríðarlega sterkt fyrir ungan þjálfara eins og Neestrup, í erfiðu starfi, að koma liðinu áfram í sextán liða úrslit.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um FCK Jóhannes Karl Guðjónsson tók undir með Ólafi og hrósaði Neestrup og strákunum hans í hástert. „Þetta er virkilega vel skipulagt lið á allan hátt, í sókn, vörn og skyndisóknum. Þetta er rosalega skemmtilegt lið að fylgjast með. Auðvitað var Galatasaray fullt með boltann og fullt inni á síðasta þriðjungnum. En menn voru vel staðsettir inn í vítateignum þegar boltarnir komu fyrir. Þetta er engin tilviljun. Þeir eru með fullt af góðum leikmönnum en skipulagið hjá Neestrup er virkilega flott,“ sagði Jóhannes Karl. „Ég vil líka hrósa Viktori Claesson fyrir þessa frammistöðu. Hann birtist einu sinni á nærsvæðinu og hreinsar boltann í burtu og svo allt í einu er hann orðinn fremsti maður. Hann spilar sem svona fölsk nía í þessu liði og átti líka virkilega góðan dag.“ Umræðuna um Jacob Neestrup og FCK má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Sjá meira