Segir bók Þorvaldar rugl frá upphafi til enda Jakob Bjarnar skrifar 13. desember 2023 13:35 Jón Steinar segir ekkert hæft í því sem um sig er ritað í bók Þorvaldar Logasonar Eimreiðarklíkan - spillingarsaga. Þetta var bara hópur sem hittist og fékk sér kaffi saman. Þar voru ekki lögð drög að neinum undirróðri. vísir/vilhelm Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, mætti í Bítið í morgun til að ræða bók Þorvaldar Logasonar Eimreiðarelítuna – spillingarsögu. Jón Steinar sagði ekki eitt einasta atriði sem þar er um sig skrifað, í bók ef bók skyldi kalla, halda vatni. Þorvaldur var nú í morgun að boða fjórðu prentun bókar sinnar: „Salan á Eimreiðarelítunni hefur gengið eins og í ævintýri. Þriðja prentun er að seljast upp og erfitt hefur verið að fá bókina í mörgum verslunum í langan tíma en við fengum góðar fréttir í gær: Óvænt „slott“ hjá Prentmet Oddi því afbragðs fyrirtæki hefur skilað gullfallegu prentverki. 300 bækur komnar úr prenti 21. des. Það yrði fjórða prentun. 1178 bækur nú prentaðar,“ segir Þorvaldur í nýlegri færslu á Facebook. Vísir ræddi við Þorvald um bókina fyrir tæpum mánuði og þar var farið í saumana á efni bókarinnar sem fjallar ítarlega um Eimreiðarelítuna sem svo var kölluð. „Líklega hefur jafn fámennur hópur aldrei ráðið jafn miklu í jafn langan tíma í vestrænu lýðræðisríki,“ sagði Þorvaldur. Þetta kemur Jóni Steinari, sem var meðlimur í þessum fræga hópi, spánskt fyrir sjónir, svo ekki sé fastar að orði kveðið. „Ég er þeim eiginleika gæddur að geta skipt um skoðun. Ástæðan fyrir því að ég hafði samband og óskaði eftir að fá að koma til ykkar stuttlega var sú að ég hlustaði á viðtal ykkar við höfund þessarar bókar, ef bók skyldi kalla. Þar er auðvitað vikið að mér, heilmiklu og með slíkum endemum að ég ákvað það fyrir rest að það væri ástæða til að fá að segja nokkur orð um þetta,“ sagði Jón Steinar. Jón Steinar segir erindi bókarinnar vera það að lýsa einhverju samsæri gamalla skólabræðra með svipaðar stjórnmálaskoðanir sem hafa hist í kaffi í gegnum árin, og spjallað saman. Ekkert samráð haft á fundum Eimreiðarhópsins „En þar hefur aldrei verið þar um að ræða samráð um einhverjar ákvarðanir í þjóðfélaginu. Það hefur hins vegar þróast þannig að margir úr þessum hópi hafa verið kallaðir til ábyrgðarstarfa. Bara eftir þeim leikreglum sem gilda hér. Þar á meðal urðu þrír forsætisráðherrar, tveir af þeim hættu nú að mæta í hópinn af því að þeir voru óánægðir með eitthvað,“ segir Jón Steinar. En hlusta má á viðtalið hér neðar í heild sinni. Þá sneri Jón Steinar sér að því þar sem fjallað er um hann. „Um mig er fjallað í þessari bók og sagt að dómaraverk mín í Hæstarétti hafi verið viðhöfð í einhvers konar samráði við aðra menn í þessum hópi – Eimreiðarhópnum,“ sagði Jón Steinar og spurði: „Ég veit ekki, ætli þjóðin trúi því að svona eintrjáningur eins og ég hafi verið að taka við einhverjum fyrirmælum utan úr bæ við störf mín í Hæstarétti?“ Jón Steinar segir bók Þorvaldar pólitískt gaspur sem styðjist ekki við hvorki eitt né neitt.vísir/vilhelm En það er sem sagt ekkert sannleikskorn í þessu, spurði þáttastjórnandi og Jón hélt nú ekki. „Ekki eitt einasta sannleikskorn í því sem sagt er um mig þarna. Ég held að aldrei hafi neinn annar sem var í þessum kaffihópi sagt orð við mig um dómarastörf mín í Hæstarétti. Það er nú svo sem vel kunnugt að meðan ég var þarna skilaði ég sératkvæðum. Af því að ég fór eftir minni lögfræðilegu samvisku við dómarastörfin.“ Jón Steinar sagði hina dómara Hæstaréttar í að semja sín á milli um dómana sem honum fannst alveg út í hött. „Ég skilaði sératkvæðum því ég taldi að efni væru til þess og fylgdi minni sannfæringu. Það er hægt að telja upp marga dóma þar sem augljóst er að ég er ekki að þjóna vinum mínum. Guð minn almáttugur.“ Skoðanabræður úr HÍ sem hittust í kaffi Víst er að þeir voru engir aukvisar sem voru í Eimreiðarhópnum. En Jón Steinar segir það rugl að þar hafi menn verið að skipuleggja heimsyfirráð. „Hvílíkt rugl. Þetta eru bara menn sem að eigin kröftum hafa tekið að sér ýmislegt fyrir hendur í gegnum tíðina. Og hafa sinnt sínum störfum. Þetta er bara tilbúningur.“ Meðlimir Eimreiðarhópsins voru allt menn sem öðluðust mikil völd, en Jón Steinar segir að það hafi þeir gert vegna eigin verðleika samkvæmt reglum. Jón Steinar sagði bókina að stofni til byggða á ritgerð, sem væri með ólíkindum því þarna væri engra heimilda getið. „Þegar skrifaðar eru fræðilegar ritgerðir eru þær byggðar á einhverjum heimildum. En segi ekki bara af pólitískum skoðunum. Og svo hafa menn tekið eftir því hverjir hafa mælt með bókinni sem eru þekktir vinstri menn.“ Jón Steinar telur bókina ritaða sem pólitískt innlegg fremur en nokkuð annað. Bara eins og gengur. Svo var þetta með Eimreiðarhópinn. „Þetta voru hægri menn, sem studdu frelsi og ábyrgð, ég hef lagt áherslu á það allt mitt líf. Þó einhverjir þeirra séu hættir því núna. Þess vegna byrjuðu þeir að hittast, þetta voru skoðanabræður í Háskóla!“ Styrmir varla að tala um Eimreiðarhópinn í fleygum ummælum Þáttastjórnandi vitnaði þá til einhverra þekktustu ummæla sem finna má í Rannsóknarskýrslu Alþingis sem rituð var eftir hrun, Styrmis Gunnarssonar fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins sem sagði: „Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ Ekki væri vitað hvort hann hafi verið að tala um Eimreiðarhópinn beint, en gæti það verið? „Það getur vel verið að hann hafi talið einhverja spillingu fylgja Eimreiðarhópnum. Það var þá bara vanþekking. Hann vissi ekkert út á hvað þetta gekk, hann var aldrei á neinum fundum. Þetta gekk bara út á að gamlir vinir hittust, fengu sér kaffi saman og spjölluðu meðal annars um þjóðmálin.“ Jón Steinar segir að oft hafi menn verið ósammála um einhver atriði. „Ég meðal annars greiddi atkvæði í Hæstarétti um hluti sem voru bersýnilega í andstöðu við afstöðu hinna. Ég til dæmis skilað sératkvæði í Neyðarlagamálinu sjálfu. Sem sumir hinna áttu nú þátt í að setja og sömdu. Ég taldi að það væri ekki heimilt að taka eignir af útlendum mönnum og færa þær til innlendra innlánseigenda. Það bryti í bága við stjórnarskrá og þeir ættu að njóta hennar eins og aðra.“ Ætlar ekki að leita réttar síns Jón Steinar segist ekki ætla að leita réttar síns vegna bókarinnar, þetta er bara gaspur í einstaka manni og það myndi aldrei svara kostnaði. „Ég hef ekkert á móti því að fólk kaupi sér bækur að vild. Hvers vegna skyldi hún hafa selst upp, það er vegna þess að veist er að þjóðþekktum mönnum. Enda er það ástæðan fyrir því að maðurinn skrifa heimildarlaust um þekkta menn, að droppa þessum nöfnum.“ Þá er það nefnt til sögunnar að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra með meiru, hafi ritað grein þar sem hann vill styðja við þau sjónarmið sem reifuð eru í bókinni. Jón Steinar gefur ekki mikið fyrir það: „Þetta er pólitískur aktívisti sem er að skrifa um menn sem hann lítur á pólitíska andstæðinga sína. Auðvitað má hann gera það,“ segir Jón Steinar og nefnir til sögunnar bókina Uppreisn frjálshyggjunnar. „Ég held að ég hafi skrifað kafla í þá bók, um frelsi og ábyrgð, en ekkert sem við koma valdabaráttu í þjóðfélaginu. Hvað þýðir samráð? Fer illa í þig að vera spyrtur við spillingu? „Svo sannarlega. Ég hef varið lífi mínu til að framfylgja hugsjónum mínum. Það geta allir vitað. Ég hef meira að segja skrifað átta bækur þar sem fjallað er um þetta. Ég veit ekki hvort þær hafa selst upp. Kannski að þær eru of sannar og hátíðlegar.“ Þannig að þú ert með hreina samvisku? „Algerlega. Það vita það nú flestir Íslendingar að ég hef alltaf lagt áherslu á þetta. Ég skrifaði til dæmis bókina Í krafti sannfæringar og ég skora á menn að lesa hana.“ Bítið Bókaútgáfa Fjármálamarkaðir Dómstólar Stjórnsýsla Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Þorvaldur var nú í morgun að boða fjórðu prentun bókar sinnar: „Salan á Eimreiðarelítunni hefur gengið eins og í ævintýri. Þriðja prentun er að seljast upp og erfitt hefur verið að fá bókina í mörgum verslunum í langan tíma en við fengum góðar fréttir í gær: Óvænt „slott“ hjá Prentmet Oddi því afbragðs fyrirtæki hefur skilað gullfallegu prentverki. 300 bækur komnar úr prenti 21. des. Það yrði fjórða prentun. 1178 bækur nú prentaðar,“ segir Þorvaldur í nýlegri færslu á Facebook. Vísir ræddi við Þorvald um bókina fyrir tæpum mánuði og þar var farið í saumana á efni bókarinnar sem fjallar ítarlega um Eimreiðarelítuna sem svo var kölluð. „Líklega hefur jafn fámennur hópur aldrei ráðið jafn miklu í jafn langan tíma í vestrænu lýðræðisríki,“ sagði Þorvaldur. Þetta kemur Jóni Steinari, sem var meðlimur í þessum fræga hópi, spánskt fyrir sjónir, svo ekki sé fastar að orði kveðið. „Ég er þeim eiginleika gæddur að geta skipt um skoðun. Ástæðan fyrir því að ég hafði samband og óskaði eftir að fá að koma til ykkar stuttlega var sú að ég hlustaði á viðtal ykkar við höfund þessarar bókar, ef bók skyldi kalla. Þar er auðvitað vikið að mér, heilmiklu og með slíkum endemum að ég ákvað það fyrir rest að það væri ástæða til að fá að segja nokkur orð um þetta,“ sagði Jón Steinar. Jón Steinar segir erindi bókarinnar vera það að lýsa einhverju samsæri gamalla skólabræðra með svipaðar stjórnmálaskoðanir sem hafa hist í kaffi í gegnum árin, og spjallað saman. Ekkert samráð haft á fundum Eimreiðarhópsins „En þar hefur aldrei verið þar um að ræða samráð um einhverjar ákvarðanir í þjóðfélaginu. Það hefur hins vegar þróast þannig að margir úr þessum hópi hafa verið kallaðir til ábyrgðarstarfa. Bara eftir þeim leikreglum sem gilda hér. Þar á meðal urðu þrír forsætisráðherrar, tveir af þeim hættu nú að mæta í hópinn af því að þeir voru óánægðir með eitthvað,“ segir Jón Steinar. En hlusta má á viðtalið hér neðar í heild sinni. Þá sneri Jón Steinar sér að því þar sem fjallað er um hann. „Um mig er fjallað í þessari bók og sagt að dómaraverk mín í Hæstarétti hafi verið viðhöfð í einhvers konar samráði við aðra menn í þessum hópi – Eimreiðarhópnum,“ sagði Jón Steinar og spurði: „Ég veit ekki, ætli þjóðin trúi því að svona eintrjáningur eins og ég hafi verið að taka við einhverjum fyrirmælum utan úr bæ við störf mín í Hæstarétti?“ Jón Steinar segir bók Þorvaldar pólitískt gaspur sem styðjist ekki við hvorki eitt né neitt.vísir/vilhelm En það er sem sagt ekkert sannleikskorn í þessu, spurði þáttastjórnandi og Jón hélt nú ekki. „Ekki eitt einasta sannleikskorn í því sem sagt er um mig þarna. Ég held að aldrei hafi neinn annar sem var í þessum kaffihópi sagt orð við mig um dómarastörf mín í Hæstarétti. Það er nú svo sem vel kunnugt að meðan ég var þarna skilaði ég sératkvæðum. Af því að ég fór eftir minni lögfræðilegu samvisku við dómarastörfin.“ Jón Steinar sagði hina dómara Hæstaréttar í að semja sín á milli um dómana sem honum fannst alveg út í hött. „Ég skilaði sératkvæðum því ég taldi að efni væru til þess og fylgdi minni sannfæringu. Það er hægt að telja upp marga dóma þar sem augljóst er að ég er ekki að þjóna vinum mínum. Guð minn almáttugur.“ Skoðanabræður úr HÍ sem hittust í kaffi Víst er að þeir voru engir aukvisar sem voru í Eimreiðarhópnum. En Jón Steinar segir það rugl að þar hafi menn verið að skipuleggja heimsyfirráð. „Hvílíkt rugl. Þetta eru bara menn sem að eigin kröftum hafa tekið að sér ýmislegt fyrir hendur í gegnum tíðina. Og hafa sinnt sínum störfum. Þetta er bara tilbúningur.“ Meðlimir Eimreiðarhópsins voru allt menn sem öðluðust mikil völd, en Jón Steinar segir að það hafi þeir gert vegna eigin verðleika samkvæmt reglum. Jón Steinar sagði bókina að stofni til byggða á ritgerð, sem væri með ólíkindum því þarna væri engra heimilda getið. „Þegar skrifaðar eru fræðilegar ritgerðir eru þær byggðar á einhverjum heimildum. En segi ekki bara af pólitískum skoðunum. Og svo hafa menn tekið eftir því hverjir hafa mælt með bókinni sem eru þekktir vinstri menn.“ Jón Steinar telur bókina ritaða sem pólitískt innlegg fremur en nokkuð annað. Bara eins og gengur. Svo var þetta með Eimreiðarhópinn. „Þetta voru hægri menn, sem studdu frelsi og ábyrgð, ég hef lagt áherslu á það allt mitt líf. Þó einhverjir þeirra séu hættir því núna. Þess vegna byrjuðu þeir að hittast, þetta voru skoðanabræður í Háskóla!“ Styrmir varla að tala um Eimreiðarhópinn í fleygum ummælum Þáttastjórnandi vitnaði þá til einhverra þekktustu ummæla sem finna má í Rannsóknarskýrslu Alþingis sem rituð var eftir hrun, Styrmis Gunnarssonar fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins sem sagði: „Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ Ekki væri vitað hvort hann hafi verið að tala um Eimreiðarhópinn beint, en gæti það verið? „Það getur vel verið að hann hafi talið einhverja spillingu fylgja Eimreiðarhópnum. Það var þá bara vanþekking. Hann vissi ekkert út á hvað þetta gekk, hann var aldrei á neinum fundum. Þetta gekk bara út á að gamlir vinir hittust, fengu sér kaffi saman og spjölluðu meðal annars um þjóðmálin.“ Jón Steinar segir að oft hafi menn verið ósammála um einhver atriði. „Ég meðal annars greiddi atkvæði í Hæstarétti um hluti sem voru bersýnilega í andstöðu við afstöðu hinna. Ég til dæmis skilað sératkvæði í Neyðarlagamálinu sjálfu. Sem sumir hinna áttu nú þátt í að setja og sömdu. Ég taldi að það væri ekki heimilt að taka eignir af útlendum mönnum og færa þær til innlendra innlánseigenda. Það bryti í bága við stjórnarskrá og þeir ættu að njóta hennar eins og aðra.“ Ætlar ekki að leita réttar síns Jón Steinar segist ekki ætla að leita réttar síns vegna bókarinnar, þetta er bara gaspur í einstaka manni og það myndi aldrei svara kostnaði. „Ég hef ekkert á móti því að fólk kaupi sér bækur að vild. Hvers vegna skyldi hún hafa selst upp, það er vegna þess að veist er að þjóðþekktum mönnum. Enda er það ástæðan fyrir því að maðurinn skrifa heimildarlaust um þekkta menn, að droppa þessum nöfnum.“ Þá er það nefnt til sögunnar að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra með meiru, hafi ritað grein þar sem hann vill styðja við þau sjónarmið sem reifuð eru í bókinni. Jón Steinar gefur ekki mikið fyrir það: „Þetta er pólitískur aktívisti sem er að skrifa um menn sem hann lítur á pólitíska andstæðinga sína. Auðvitað má hann gera það,“ segir Jón Steinar og nefnir til sögunnar bókina Uppreisn frjálshyggjunnar. „Ég held að ég hafi skrifað kafla í þá bók, um frelsi og ábyrgð, en ekkert sem við koma valdabaráttu í þjóðfélaginu. Hvað þýðir samráð? Fer illa í þig að vera spyrtur við spillingu? „Svo sannarlega. Ég hef varið lífi mínu til að framfylgja hugsjónum mínum. Það geta allir vitað. Ég hef meira að segja skrifað átta bækur þar sem fjallað er um þetta. Ég veit ekki hvort þær hafa selst upp. Kannski að þær eru of sannar og hátíðlegar.“ Þannig að þú ert með hreina samvisku? „Algerlega. Það vita það nú flestir Íslendingar að ég hef alltaf lagt áherslu á þetta. Ég skrifaði til dæmis bókina Í krafti sannfæringar og ég skora á menn að lesa hana.“
Bítið Bókaútgáfa Fjármálamarkaðir Dómstólar Stjórnsýsla Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira