Hverja tekur Snorri Steinn með á EM? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2023 10:01 Íslensku strákarnir spiluðu sína fyrstu leiki undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar í nóvember. Vísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, mun velja sinn fyrsta stórmótshóp á næstu dögum en hverjir fá þann heiður að keppa fyrir hönd Íslands á Evrópumótinu í Þýskalandi? Það er mikið undir hjá íslenska liðinu í þessu móti í janúar næstkomandi því auk þess að reyna að ná árangri á þessu Evrópumóti þá mun liðið líka reyna að halda Ólympíudraumnum á lífi. Íslenska liðið er spáð góðu gengi á mótinu og það mun fá mikinn stuðning frá fjölmörgum Íslendingum sem mæta til München. Snorri færi það krefjandi verkefni að velja átján manna EM-hóp en sextán leikmenn eru í liðinu í hverjum leik. Hefja æfingar á þriðja degi jóla Íslenska landsliðið kemur saman til æfinga á Íslandi 27. desember næstkomandi og liðið heldur svo til Austurríkis 5. janúar. Liðið leikur þar tvo vináttulandsleiki gegn Austurríki áður en haldið verður til München í Þýskalandi. Snorri stýrði íslenska liðinu í fyrsta sinn á móti Færeyjum í nóvember og það eru ekki miklar líkur á því að hann breyti hópnum mikið frá þeim leikjum. 21 leikmaður var samt valinn í það verkefni. Snorri mun væntanlega velja átján manna EM-hóp og það þýðir niðurskurð um þrjá leikmenn frá hópnum í síðasta mánuði. Snorri gæti vissulega valið stærri æfingahóp til að byrja með en það á allt eftir að koma í ljós. Snorri Steinn Guðjónsson tilkynnir EM-hópinn sinn á næstunni.Vísir/Hulda Margrét Hverjir komast í átján manna hópinn? Vangaveltur okkar á Vísi í dag snúa að því hvaða leikmenn komast í átján manna lokahópinn. Stærsta spurningin snýr að leikstjórnandanum Gísla Þorgeiri Kristjánssyni sem hefur ekki spilað með landsliðinu síðan að hann meiddist á öxl á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar. Heill Gísli er alltaf öruggur í hópinn og líkurnar á því að hann verði með jukust í gærkvöldi eftir að hann spilaði með Magdeburg í fyrsta sinn á tímabilinu. Magdeburg vildi örugglega óska sér þess að fá að spara Gísla fyrir seinni hluta tímabilsins í stað þess að missa hann í krefjandi stórmót með íslenska landsliðinu. Gísli vill hins vegar ólmur vera með og það er ljóst að hann getur breytt miklu fyrir íslenska liðið. Annar lykilleikmaður sem er að glíma við meiðsli er Elvar Örn Jónsson sem eins og Gísli er öruggur í hópnum sé hann klár. Elvar er bjartsýnn á að ná mótinu og verður því vonandi með. Það eru góðar fréttir enda Elvar kominn í mjög stórt hlutverk í íslenska landsliðinu. Líklegt og ekki eins líklegt Viktor Gísli Hallgrímsson er öruggur með markvarðarstöðuna og það er langlíklegast að Björgvin Páll Gústavsson verði varamarkvörður. Ágúst Elí Björgvinsson gæti verið valinn í stærri hóp en er ekki líklegur í lokahópinn. Bjarki Már Elísson er með vinstri hornastöðuna í hendi sem fyrr en líklegt er að Stiven Tobar Valencia fari með enda býður hann líka upp á fleiri möguleika í vörninni. Aron Pálmarsson og Elvar Örn Jónsson verða væntanlega vinstri skyttur liðsins en nú er það ljóst að Elvar Ásgeirsson fer ekki með. Hann gefur ekki kost á sér þar sem konan hans á von á barni á meðan mótinu stendur. Búast má við því að auk Gísla verði leikstjórnendurnir Janus Daði Smárason og Haukur Þrastarson báðir í hópnum og þá verða hægri skytturnar Ómar Ingi Magnússon og Viggó Kristjánsson örugglega báðir með. Spurning er hvort að Kristján Örn Kristjánsson fari með sem þriðja hægri skyttan eða hvort að Snorri ákveði að vera með tvo hægri hornamenn. Hann gæti líka farið með fimm örvhenta leikmenn með út. Sigvaldi Björn Guðjónsson verður alltaf í hópnum og líklegast er að markavélin Óðinn Þór Ríkharðsson verði þar líka. Ungir menn að banka á dyrnar Línumennirnir Arnar Freyr Arnarsson, Elliði Snær Viðarsson og Ýmir Örn Gíslason verða væntanlega líka í hópnum. Það er aftur á móti spurning hvort að Einar Þorsteinn Ólafsson verði með í hópnum sem aukagír í varnarleiknum en það sem ýtir undir það er að hér er líklegur framtíðarmaður sem gæti hjálpað landsliðinu mikið í framtíðinni. Annar ungur leikmaður sem er að banka á dyrnar er stórskyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson sem hefur spilað mjög vel með Aftureldingu í Olís deild karla í vetur. Þorsteinn er líklegri í lokahópinn vegna forfalla Elvars en Þorsteinn býður vissulega upp á eitthvað sem vantar kannski í liðið sem eru skot fyrir utan. Snorri getur farið vissulega nokkrar ólíkar leiðir í vali sínu og það verður því spennandi að sjá lokahópinn þegar hann verður opinberaður á morgun. Hvernig mun EM-hópur Snorra Steins líta út? Öruggir í hópinn Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (49/1) Bjarki Már Elísson, Veszprém (105/365) Aron Pálmarsson, FH (168/644) Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (72/114) Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (74/254) Viggó Kristjánsson, Leipzig (44/114) Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (63/172) Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (85/94) Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (37/68) Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (78/35) - Öruggir í hópinn en glíma við meiðsli Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (66/157) Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (51/113) - Líklegir Björgvin Páll Gústavsson, Valur (258/21) Haukur Þrastarson, Vive Kielce (23/28) Óðinn Þór Ríkharðsson, Katten Schaffhausen (30/89) Stiven Tobar Valencia, Benfica (6/6) - Í baráttusætunum Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe-Esbjerg (48/2) Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (2/0) Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix (29/60) Þorsteinn Leó Gunnarsson, Afturelding (3/1) - Ólíklegt að þeir fari með Daníel Þór Ingason, Bailingen Weilstetten (39/11) Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (10/9) Magnús Óli Magnússon, Valur (16/7) Teitur Örn Einarsson, Flensburg-Handewitt (35/36) - Aðrir leikmenn í 35 manna hópnum Alexander Peterson, Valur (186/726) Andri Már Rúnarsson, Leipzig (0/0) Arnór Snær Óskarsson, Rhein-Neckar Löwen (0/0) Aron Rafn Eðvarðsson, Haukar (84/6) Benedikt Óskarsson, Valur (0/0) Daníel Freyr Andrésson, FH (2/0) Einar Bragi Aðalsteinsson, FH (0/0) Elvar Ásgeirsson, Ribe-Esbjerg (19/21) Hákon Daði Styrmisson, Eintracht Hagen (16/26) Sveinn Jóhannsson, GWD Minden (12/24) Tjörvi Týr Gíslason, Valur (0/0) Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Það er mikið undir hjá íslenska liðinu í þessu móti í janúar næstkomandi því auk þess að reyna að ná árangri á þessu Evrópumóti þá mun liðið líka reyna að halda Ólympíudraumnum á lífi. Íslenska liðið er spáð góðu gengi á mótinu og það mun fá mikinn stuðning frá fjölmörgum Íslendingum sem mæta til München. Snorri færi það krefjandi verkefni að velja átján manna EM-hóp en sextán leikmenn eru í liðinu í hverjum leik. Hefja æfingar á þriðja degi jóla Íslenska landsliðið kemur saman til æfinga á Íslandi 27. desember næstkomandi og liðið heldur svo til Austurríkis 5. janúar. Liðið leikur þar tvo vináttulandsleiki gegn Austurríki áður en haldið verður til München í Þýskalandi. Snorri stýrði íslenska liðinu í fyrsta sinn á móti Færeyjum í nóvember og það eru ekki miklar líkur á því að hann breyti hópnum mikið frá þeim leikjum. 21 leikmaður var samt valinn í það verkefni. Snorri mun væntanlega velja átján manna EM-hóp og það þýðir niðurskurð um þrjá leikmenn frá hópnum í síðasta mánuði. Snorri gæti vissulega valið stærri æfingahóp til að byrja með en það á allt eftir að koma í ljós. Snorri Steinn Guðjónsson tilkynnir EM-hópinn sinn á næstunni.Vísir/Hulda Margrét Hverjir komast í átján manna hópinn? Vangaveltur okkar á Vísi í dag snúa að því hvaða leikmenn komast í átján manna lokahópinn. Stærsta spurningin snýr að leikstjórnandanum Gísla Þorgeiri Kristjánssyni sem hefur ekki spilað með landsliðinu síðan að hann meiddist á öxl á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar. Heill Gísli er alltaf öruggur í hópinn og líkurnar á því að hann verði með jukust í gærkvöldi eftir að hann spilaði með Magdeburg í fyrsta sinn á tímabilinu. Magdeburg vildi örugglega óska sér þess að fá að spara Gísla fyrir seinni hluta tímabilsins í stað þess að missa hann í krefjandi stórmót með íslenska landsliðinu. Gísli vill hins vegar ólmur vera með og það er ljóst að hann getur breytt miklu fyrir íslenska liðið. Annar lykilleikmaður sem er að glíma við meiðsli er Elvar Örn Jónsson sem eins og Gísli er öruggur í hópnum sé hann klár. Elvar er bjartsýnn á að ná mótinu og verður því vonandi með. Það eru góðar fréttir enda Elvar kominn í mjög stórt hlutverk í íslenska landsliðinu. Líklegt og ekki eins líklegt Viktor Gísli Hallgrímsson er öruggur með markvarðarstöðuna og það er langlíklegast að Björgvin Páll Gústavsson verði varamarkvörður. Ágúst Elí Björgvinsson gæti verið valinn í stærri hóp en er ekki líklegur í lokahópinn. Bjarki Már Elísson er með vinstri hornastöðuna í hendi sem fyrr en líklegt er að Stiven Tobar Valencia fari með enda býður hann líka upp á fleiri möguleika í vörninni. Aron Pálmarsson og Elvar Örn Jónsson verða væntanlega vinstri skyttur liðsins en nú er það ljóst að Elvar Ásgeirsson fer ekki með. Hann gefur ekki kost á sér þar sem konan hans á von á barni á meðan mótinu stendur. Búast má við því að auk Gísla verði leikstjórnendurnir Janus Daði Smárason og Haukur Þrastarson báðir í hópnum og þá verða hægri skytturnar Ómar Ingi Magnússon og Viggó Kristjánsson örugglega báðir með. Spurning er hvort að Kristján Örn Kristjánsson fari með sem þriðja hægri skyttan eða hvort að Snorri ákveði að vera með tvo hægri hornamenn. Hann gæti líka farið með fimm örvhenta leikmenn með út. Sigvaldi Björn Guðjónsson verður alltaf í hópnum og líklegast er að markavélin Óðinn Þór Ríkharðsson verði þar líka. Ungir menn að banka á dyrnar Línumennirnir Arnar Freyr Arnarsson, Elliði Snær Viðarsson og Ýmir Örn Gíslason verða væntanlega líka í hópnum. Það er aftur á móti spurning hvort að Einar Þorsteinn Ólafsson verði með í hópnum sem aukagír í varnarleiknum en það sem ýtir undir það er að hér er líklegur framtíðarmaður sem gæti hjálpað landsliðinu mikið í framtíðinni. Annar ungur leikmaður sem er að banka á dyrnar er stórskyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson sem hefur spilað mjög vel með Aftureldingu í Olís deild karla í vetur. Þorsteinn er líklegri í lokahópinn vegna forfalla Elvars en Þorsteinn býður vissulega upp á eitthvað sem vantar kannski í liðið sem eru skot fyrir utan. Snorri getur farið vissulega nokkrar ólíkar leiðir í vali sínu og það verður því spennandi að sjá lokahópinn þegar hann verður opinberaður á morgun. Hvernig mun EM-hópur Snorra Steins líta út? Öruggir í hópinn Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (49/1) Bjarki Már Elísson, Veszprém (105/365) Aron Pálmarsson, FH (168/644) Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (72/114) Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (74/254) Viggó Kristjánsson, Leipzig (44/114) Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (63/172) Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (85/94) Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (37/68) Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (78/35) - Öruggir í hópinn en glíma við meiðsli Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (66/157) Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (51/113) - Líklegir Björgvin Páll Gústavsson, Valur (258/21) Haukur Þrastarson, Vive Kielce (23/28) Óðinn Þór Ríkharðsson, Katten Schaffhausen (30/89) Stiven Tobar Valencia, Benfica (6/6) - Í baráttusætunum Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe-Esbjerg (48/2) Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (2/0) Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix (29/60) Þorsteinn Leó Gunnarsson, Afturelding (3/1) - Ólíklegt að þeir fari með Daníel Þór Ingason, Bailingen Weilstetten (39/11) Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (10/9) Magnús Óli Magnússon, Valur (16/7) Teitur Örn Einarsson, Flensburg-Handewitt (35/36) - Aðrir leikmenn í 35 manna hópnum Alexander Peterson, Valur (186/726) Andri Már Rúnarsson, Leipzig (0/0) Arnór Snær Óskarsson, Rhein-Neckar Löwen (0/0) Aron Rafn Eðvarðsson, Haukar (84/6) Benedikt Óskarsson, Valur (0/0) Daníel Freyr Andrésson, FH (2/0) Einar Bragi Aðalsteinsson, FH (0/0) Elvar Ásgeirsson, Ribe-Esbjerg (19/21) Hákon Daði Styrmisson, Eintracht Hagen (16/26) Sveinn Jóhannsson, GWD Minden (12/24) Tjörvi Týr Gíslason, Valur (0/0)
Hvernig mun EM-hópur Snorra Steins líta út? Öruggir í hópinn Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (49/1) Bjarki Már Elísson, Veszprém (105/365) Aron Pálmarsson, FH (168/644) Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (72/114) Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (74/254) Viggó Kristjánsson, Leipzig (44/114) Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (63/172) Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (85/94) Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (37/68) Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (78/35) - Öruggir í hópinn en glíma við meiðsli Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (66/157) Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (51/113) - Líklegir Björgvin Páll Gústavsson, Valur (258/21) Haukur Þrastarson, Vive Kielce (23/28) Óðinn Þór Ríkharðsson, Katten Schaffhausen (30/89) Stiven Tobar Valencia, Benfica (6/6) - Í baráttusætunum Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe-Esbjerg (48/2) Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (2/0) Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix (29/60) Þorsteinn Leó Gunnarsson, Afturelding (3/1) - Ólíklegt að þeir fari með Daníel Þór Ingason, Bailingen Weilstetten (39/11) Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (10/9) Magnús Óli Magnússon, Valur (16/7) Teitur Örn Einarsson, Flensburg-Handewitt (35/36) - Aðrir leikmenn í 35 manna hópnum Alexander Peterson, Valur (186/726) Andri Már Rúnarsson, Leipzig (0/0) Arnór Snær Óskarsson, Rhein-Neckar Löwen (0/0) Aron Rafn Eðvarðsson, Haukar (84/6) Benedikt Óskarsson, Valur (0/0) Daníel Freyr Andrésson, FH (2/0) Einar Bragi Aðalsteinsson, FH (0/0) Elvar Ásgeirsson, Ribe-Esbjerg (19/21) Hákon Daði Styrmisson, Eintracht Hagen (16/26) Sveinn Jóhannsson, GWD Minden (12/24) Tjörvi Týr Gíslason, Valur (0/0)
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira