Fær 97 prósent launanna ekki borguð fyrr en eftir árið 2034 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2023 12:00 Sögulegur samningur Shohei Ohtani við Los Angeles Dodgers er nú orðinn enn sögulegri. Getty/ Jim McIsaac Japanski hafnaboltamaðurinn Shohei Ohtani skrifaði undir risasamning við Los Angeles Dodgers á dögunum og færir sig því á milli liða í Los Angeles borg. Ohtani er frábær leikmaður og hefur verið kosinn mikilvægasti leikmaður MLB-deildarinnar tvisvar sinnum á síðustu þremur árum. Hann þykir einn sá besti í sögunni og hefur verið líkt við Babe Ruth vegna fjölhæfni sinnar. WOW! Shohei Ohtani will be deferring $68M per year during his 10-year contract with the Dodgers, allowing the team to keep spending, per @FabianArdaya He will get paid $68M per year from 2034-2043 pic.twitter.com/m7oi57qmqc— FOX Sports: MLB (@MLBONFOX) December 11, 2023 Ohtani mun fá sjö hundruð milljónir dollara borgaða fyrir tíu tímabil með Dodgers en það eru 98 milljarðar króna. Þetta er algjör metsamningur í bandarískum atvinnumannaíþróttum en það er ekki það eina sem er sérstakt við hann. Það er þekkt að sumir leikmenn hafa fórnað peningum í samningum sínum til að auðvelda liði sínu að semja við betri leikmenn. Tom Brady, sigursælasti leikmaður NFL-deildarinnar, skildi þannig stórar upphæðir eftir á borðinu, en vann í staðinn marga titla með New England Patriots liðinu. Ohtani og Dodgers bjóða upp á nýja útgáfu af slíkum samningi en þó með þeirri undantekningu að Ohtani fær allar sínar milljónir á endanum. Laun Ohtani verða tvær milljónir dollara á ári næstu tíu árin, 282 milljónir króna, sem er svo sem alls ekki slæmt. Þá verður hann þó aðeins búinn að fá borgaða 20 af 700 milljónum samningsins. Hann fær 97 prósent launanna ekki borguð fyrr en eftir árið 2034. Hann mun í staðinn fá 68 milljónir dollara á ári frá 2034 til 2043 eða meira en 9,5 milljarða króna á hverju ári. Árið 2034 verður Ohtani fertugur og hann verður 49 ára gamall þegar síðasti launagreiðslan fer inn á reikning hans. Los Angeles Dodgers mun því hafa meira pláss undir launaþakinu til að semja við öfluga leikmenn til að spila með Ohtani á næstu árum. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Hafnabolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sjá meira
Ohtani er frábær leikmaður og hefur verið kosinn mikilvægasti leikmaður MLB-deildarinnar tvisvar sinnum á síðustu þremur árum. Hann þykir einn sá besti í sögunni og hefur verið líkt við Babe Ruth vegna fjölhæfni sinnar. WOW! Shohei Ohtani will be deferring $68M per year during his 10-year contract with the Dodgers, allowing the team to keep spending, per @FabianArdaya He will get paid $68M per year from 2034-2043 pic.twitter.com/m7oi57qmqc— FOX Sports: MLB (@MLBONFOX) December 11, 2023 Ohtani mun fá sjö hundruð milljónir dollara borgaða fyrir tíu tímabil með Dodgers en það eru 98 milljarðar króna. Þetta er algjör metsamningur í bandarískum atvinnumannaíþróttum en það er ekki það eina sem er sérstakt við hann. Það er þekkt að sumir leikmenn hafa fórnað peningum í samningum sínum til að auðvelda liði sínu að semja við betri leikmenn. Tom Brady, sigursælasti leikmaður NFL-deildarinnar, skildi þannig stórar upphæðir eftir á borðinu, en vann í staðinn marga titla með New England Patriots liðinu. Ohtani og Dodgers bjóða upp á nýja útgáfu af slíkum samningi en þó með þeirri undantekningu að Ohtani fær allar sínar milljónir á endanum. Laun Ohtani verða tvær milljónir dollara á ári næstu tíu árin, 282 milljónir króna, sem er svo sem alls ekki slæmt. Þá verður hann þó aðeins búinn að fá borgaða 20 af 700 milljónum samningsins. Hann fær 97 prósent launanna ekki borguð fyrr en eftir árið 2034. Hann mun í staðinn fá 68 milljónir dollara á ári frá 2034 til 2043 eða meira en 9,5 milljarða króna á hverju ári. Árið 2034 verður Ohtani fertugur og hann verður 49 ára gamall þegar síðasti launagreiðslan fer inn á reikning hans. Los Angeles Dodgers mun því hafa meira pláss undir launaþakinu til að semja við öfluga leikmenn til að spila með Ohtani á næstu árum. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport)
Hafnabolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum