Njarðvík búið að ná í Kana: „Hana langar að spila vörn og kann að vinna“ Andri Már Eggertsson skrifar 12. desember 2023 22:52 Rúnar Ingi Erlingsson var ánægður með sigur kvöldsins Vísir/Snædís Bára Njarðvík vann þriggja stiga sigur gegn Grindavík í Smáranum 63-66. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigurinn og staðfesti að liðið væri búið að klófesta Kana. „Ég ætla ekkert að ljúga að þér. Þetta var geggjuð tilfinning. Þetta eru skrítnari leikir heldur en á móti öðrum liðum. Það er mikil harka í öllu sem smitast í mig á hliðarlínunni og djöfull er ég ánægður með að hafa náð í tvö stig, “ sagði Rúnar Ingi sem var hátt uppi eftir sætan sigur. Njarðvík var sex stigum yfir þegar að mínúta var eftir og allt benti til þess að sigurinn væri í höfn en Grindavík kom til baka og gerði fimm stig á 12 sekúndum. „Það var góður misskilningur þar sem við vorum að kalla kerfi og fórum að of hugsa hlutina. Í svekkelsinu fór einbeitingin í nokkrar sekúndur og við gáfum boltann frá okkur. Við náðum síðan að setja stór tvö stig á töfluna og koma þessu í þriggja stiga leik og ég er rosalega ánægður með það.“ Rúnar talaði um að pásan væri ansi kærkomin fyrir leikmenn sem hafa verið undir miklu álagi. „Þetta var erfitt líkamlega fyrir okkur. Jana Falsdóttir var dauðþreytt frá því í fyrri hálfleik, Emilie Hesseldal á erfitt með að hreyfa sig upp og niður og er hálf meidd. Ég var búinn að lofa henni góðu fríi til Kaupmannahafnar. Stelpurnar gáfu allt í þetta og ég er ekkert smá ánægður með mínar dömur.“ Rúnar Ingi staðfesti að það væri Bandaríkjamaður á leiðinni til Njarðvíkur og myndi skrifa undir á næstu dögum. „Ég ætlaði að vera búinn að þessu fyrir jólafrí. Það er jólafrí í kvöld og ég vona að Bandaríkjamaðurinn skrifi undir á eftir. Ég vona að nýi leikmaðurinn verði kominn milli jóla og nýárs og hefji leik með okkur gegn Þór Akureyri þann 3. janúar á næsta ári. Aðspurður hver væri að fara skrifa undir vildi Rúnar ekki gefa það upp. „Það kemur í ljós. Við erum að sækjast eftir karakter, orku, einhverri sem nennir að spila vörn og langar að vinna,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson og bætti við að þessi leikmaður sem er að fara að skrifa undir kunni að vinna. UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
„Ég ætla ekkert að ljúga að þér. Þetta var geggjuð tilfinning. Þetta eru skrítnari leikir heldur en á móti öðrum liðum. Það er mikil harka í öllu sem smitast í mig á hliðarlínunni og djöfull er ég ánægður með að hafa náð í tvö stig, “ sagði Rúnar Ingi sem var hátt uppi eftir sætan sigur. Njarðvík var sex stigum yfir þegar að mínúta var eftir og allt benti til þess að sigurinn væri í höfn en Grindavík kom til baka og gerði fimm stig á 12 sekúndum. „Það var góður misskilningur þar sem við vorum að kalla kerfi og fórum að of hugsa hlutina. Í svekkelsinu fór einbeitingin í nokkrar sekúndur og við gáfum boltann frá okkur. Við náðum síðan að setja stór tvö stig á töfluna og koma þessu í þriggja stiga leik og ég er rosalega ánægður með það.“ Rúnar talaði um að pásan væri ansi kærkomin fyrir leikmenn sem hafa verið undir miklu álagi. „Þetta var erfitt líkamlega fyrir okkur. Jana Falsdóttir var dauðþreytt frá því í fyrri hálfleik, Emilie Hesseldal á erfitt með að hreyfa sig upp og niður og er hálf meidd. Ég var búinn að lofa henni góðu fríi til Kaupmannahafnar. Stelpurnar gáfu allt í þetta og ég er ekkert smá ánægður með mínar dömur.“ Rúnar Ingi staðfesti að það væri Bandaríkjamaður á leiðinni til Njarðvíkur og myndi skrifa undir á næstu dögum. „Ég ætlaði að vera búinn að þessu fyrir jólafrí. Það er jólafrí í kvöld og ég vona að Bandaríkjamaðurinn skrifi undir á eftir. Ég vona að nýi leikmaðurinn verði kominn milli jóla og nýárs og hefji leik með okkur gegn Þór Akureyri þann 3. janúar á næsta ári. Aðspurður hver væri að fara skrifa undir vildi Rúnar ekki gefa það upp. „Það kemur í ljós. Við erum að sækjast eftir karakter, orku, einhverri sem nennir að spila vörn og langar að vinna,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson og bætti við að þessi leikmaður sem er að fara að skrifa undir kunni að vinna.
UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum