Innlent

Fundi lauk án árangurs og verk­fall á fimmtu­dag

Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa
Flugumferðastjórar og fulltrúar flugfélaga funda í Karphúsinu.
Flugumferðastjórar og fulltrúar flugfélaga funda í Karphúsinu. Vísir/Sigurjón

Samningafundi Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, lauk um fimmleytið án árangurs. Næsti fundur í kjaradeilunni verður á fimmtudag klukkan tvö. Það er því ljóst að sú vinnustöðvun sem boðuð hefur verið næsta fimmtudag kemur til framkvæmda.

Fundurinn í dag hófst klukkan þrjú og fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara.

Ferðaplön þúsunda farþega röskuðust þegar fyrsta lota verkfallsaðgerða skall á í morgun. Sambærilegar aðgerðir hafa verið boðaðar næstkomandi fimmtudag en einnig á mánudag og miðvikudag í næstu viku.

Icelandair og Play skoða nú réttarstöðu sína vegna málsins og segja aðgerðir flugumferðarstjóra hafa valdið félögunum miklu tjóni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×