„Guðni var búinn að panta bikarinn á Bessastaði“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. desember 2023 08:31 Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur verið öflug milli stanganna. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur verið á meðal betri leikmanna Íslands á HM kvenna í handbolta en Ísland lýkur keppni í kvöld. Sigri liðið Kongó verður bikar með í farteskinu heim til Íslands, svokallaður Forsetabikar. Ísland féll á svekkjandi hátt úr leik í riðlakeppninni eftir jafntefli við Angóla þar sem þær angólsku voru með betri markatölu. Sigur hefði dugað Íslandi í milliriðil og segir Elín að það hafi reynst liðinu erfitt að kyngja jafnteflinu, sem í raun hafi virkað sem tap. „Þetta var smá brekka til að byrja með. Við vorum rosa sárar og svekktar að komast ekki í milliriðilinn, sérstaklega af því það var bara eitt mark á milli. Þetta var alveg erfitt og það hefur verið smá erfitt að gíra sig inn í þessa leiki sem maður er að fara í en samt hafa þeir gefið okkur mjög mikið. Við erum mjög þakklátar. Við erum búnar að læra rosa mikið inn á hvora aðra og þetta hefur gefið mikið,“ segir Elín Jóna. Angólska liðið stóð sig vel í milliriðli og vann tvo leiki, við Austurríki og Suður-Kóreu. En er þá sárt fyrir stelpurnar að sjá þær vinna leiki þar sem Ísland hefði hæglega getað verið? „Já og nei, það er alveg flott að sjá að þær séu að vinna þessi lið vegna þess að þá hefur maður mikla trú á því að við myndum líka gera það ef við værum þarna. Þetta gefur manni ákveðið sjálfstraust að sjá, við getum unnið Angóla, og það að þær vinni Austurríki og Suður-Kóreu sýnir að við getum líka gert það.“ Markmiðið í Forsetabikarnum, sem Ísland fór í sem neðsta lið síns riðils, hafi þá alltaf verið skýrt. Liðið er nú aðeins einum sigri frá því markmiði. „Þetta var leikurinn sem við vildum fá eftir að við fréttum að við værum að fara í Forsetabikarinn. Við erum gríðarlega vel stemmdar. Kongó er með sterkt lið og þetta verður hörkuleikur,“ segir Elín Jóna. Þá eigi að koma bikarnum til forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, sem var í stúkunni á leiknum við Angóla í Stafangri. „Guðni var búinn að panta bikarinn á Bessastaði þannig að við verðum að sækja hann.“ HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Elín Jóna með flest varin víti á HM Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur varið flest víti allra markvarða á heimsmeistaramótinu í handbolta til þessa. 5. desember 2023 15:00 „Verðum bara Forsetabikarsmeistarar í staðinn“ Þórey Rósa Stefánsdóttir var eðlilega, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt eftir jafntefli kvöldsins við Angóla. Angóla fer í milliriðil á kostnað Íslands. 4. desember 2023 20:04 Skýrsla Vals: Franska 103 – staðið Ísland tók þungan grunnkúrs í frönsku á HM kvenna í handbolta í Stafangri í dag. Námsáætlunin var þétt og kennarinn strangur. 2. desember 2023 22:31 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Ísland féll á svekkjandi hátt úr leik í riðlakeppninni eftir jafntefli við Angóla þar sem þær angólsku voru með betri markatölu. Sigur hefði dugað Íslandi í milliriðil og segir Elín að það hafi reynst liðinu erfitt að kyngja jafnteflinu, sem í raun hafi virkað sem tap. „Þetta var smá brekka til að byrja með. Við vorum rosa sárar og svekktar að komast ekki í milliriðilinn, sérstaklega af því það var bara eitt mark á milli. Þetta var alveg erfitt og það hefur verið smá erfitt að gíra sig inn í þessa leiki sem maður er að fara í en samt hafa þeir gefið okkur mjög mikið. Við erum mjög þakklátar. Við erum búnar að læra rosa mikið inn á hvora aðra og þetta hefur gefið mikið,“ segir Elín Jóna. Angólska liðið stóð sig vel í milliriðli og vann tvo leiki, við Austurríki og Suður-Kóreu. En er þá sárt fyrir stelpurnar að sjá þær vinna leiki þar sem Ísland hefði hæglega getað verið? „Já og nei, það er alveg flott að sjá að þær séu að vinna þessi lið vegna þess að þá hefur maður mikla trú á því að við myndum líka gera það ef við værum þarna. Þetta gefur manni ákveðið sjálfstraust að sjá, við getum unnið Angóla, og það að þær vinni Austurríki og Suður-Kóreu sýnir að við getum líka gert það.“ Markmiðið í Forsetabikarnum, sem Ísland fór í sem neðsta lið síns riðils, hafi þá alltaf verið skýrt. Liðið er nú aðeins einum sigri frá því markmiði. „Þetta var leikurinn sem við vildum fá eftir að við fréttum að við værum að fara í Forsetabikarinn. Við erum gríðarlega vel stemmdar. Kongó er með sterkt lið og þetta verður hörkuleikur,“ segir Elín Jóna. Þá eigi að koma bikarnum til forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, sem var í stúkunni á leiknum við Angóla í Stafangri. „Guðni var búinn að panta bikarinn á Bessastaði þannig að við verðum að sækja hann.“
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Elín Jóna með flest varin víti á HM Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur varið flest víti allra markvarða á heimsmeistaramótinu í handbolta til þessa. 5. desember 2023 15:00 „Verðum bara Forsetabikarsmeistarar í staðinn“ Þórey Rósa Stefánsdóttir var eðlilega, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt eftir jafntefli kvöldsins við Angóla. Angóla fer í milliriðil á kostnað Íslands. 4. desember 2023 20:04 Skýrsla Vals: Franska 103 – staðið Ísland tók þungan grunnkúrs í frönsku á HM kvenna í handbolta í Stafangri í dag. Námsáætlunin var þétt og kennarinn strangur. 2. desember 2023 22:31 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Elín Jóna með flest varin víti á HM Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur varið flest víti allra markvarða á heimsmeistaramótinu í handbolta til þessa. 5. desember 2023 15:00
„Verðum bara Forsetabikarsmeistarar í staðinn“ Þórey Rósa Stefánsdóttir var eðlilega, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt eftir jafntefli kvöldsins við Angóla. Angóla fer í milliriðil á kostnað Íslands. 4. desember 2023 20:04
Skýrsla Vals: Franska 103 – staðið Ísland tók þungan grunnkúrs í frönsku á HM kvenna í handbolta í Stafangri í dag. Námsáætlunin var þétt og kennarinn strangur. 2. desember 2023 22:31