Fótbolti

Stuðnings­menn úti­liðsins bannaðir til ársins 2025

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það eru alltaf mikil læti á innbyrðis leikjum RSC Anderlecht og Standard de Liege.
Það eru alltaf mikil læti á innbyrðis leikjum RSC Anderlecht og Standard de Liege. Getty/Peter De Voecht

Belgar ætla að taka hart á ólátum áhorfenda í stærsta leik belgíska boltans en það eru leikir á milli erkifjendanna Standard Liege og Anderlecht.

Útiliðið mun ekki fá neinn stuðning í innbyrðis leikjum liðanna næstu árin. Þetta var ákvörðun sem félögin tóku í sameiningu. Stuðningsmenn gestaliðsins mega því ekki mæta á leiki Standard Liege og Anderlecht, hvort sem það er í deild eða bikar.

Þetta eru viðbrögð við miklum ólátum á leikjum liðanna frá árinu 2017. Fjórum sinnum hefur þurft að stoppa innbyrðis leiki liðanna á þessum tíma vegna áhorfendavandræða.

Síðastliðinn fimmtudag gerðist það einu sinni enn en núna í bikarleik liðanna en þau mættust þá í sextán liða úrslitum belgísku bikarkeppninnar.

Félögin hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að síðasti Clasico leikur i belgíska boltanum hafi endað með ofbeldi og eyðileggingu þrátt fyrir strangar öryggisráðstafanir

Þannig að þegar liðin mætast frá þessum degi og út 2024-25 tímabilið þá þurfa stuðningsmenn gestaliðsins að sitja heima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×