Fótbolti

Capello skilur ekkert í ráðningu Zlatans: Hvað á hann að gera?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic með Gerry Cardinale, eiganda AC Milan, á góðri stundu.
Zlatan Ibrahimovic með Gerry Cardinale, eiganda AC Milan, á góðri stundu. Getty/Claudio Villa

Zlatan Ibrahimovic er kominn aftur í vinnu hjá AC Milan en ekki sem leikmaður heldur sem sérstakur ráðgjafi eiganda félagsins.

Það eru aðeins sex mánuðir síðan að Zlatan kvaddi sem leikmaður AC Milan. Nú er hann mættur á ný.

Fabio Capello er fyrrum þjálfari Zlatans hjá Juventus og þessi fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga skilur ekkert í þessari ráðningu.

„Hvað á hann að gera?,“ sagði Fabio Capello við Sky Sport Italia.

„Á hann að vera á Milanello æfingasvæðinu? Á hann að taka við leikmennina? Hvað getur hann gert?,“ spurði Capello.

„‚Ibra' er klár maður sem getur haft góð áhrif í ákveðnum kringumstæðum en þegar hann kom aftur til AC Milan þá kom hann þangað sem leikmaður. Hann var í búningsklefanum og gat haft mikil áhrif þar,“ sagði Capello.

„Ef við skoðum þessa tilkynningu þá áttar maður sig ekki á því hvort hann eigi að vera í klefanum, hvort hann eigi að hjálpa Piolo eða hvort koma hans séu slæmar fréttir fyrir Piolo og um leið myndi að gera leiðtogastarf hans því erfiðara,“ sagði Capello.

AC Milan mætir Newcastle í Meistaradeildinni á morgun. AC Milan verður að vinna leikinn til að komast áfram í sextán liða úrslitin. Í ítölsku deildinni er liðið í þriðja sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×