Verkfallsaðgerðir raski plönum mörg þúsund farþega Magnús Jochum Pálsson og Heimir Már Pétursson skrifa 11. desember 2023 20:10 Verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra munu hafa áhrif á tugi flugferða og raska plönum mörg þúsund farþega. Vísir/Vilhelm Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Enn er fundað í Karphúsinu og bendir því allt til að það verði af fyrirhugaðri vinnustöðvun í nótt sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega. Deiluaðilar komu til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag og sitja enn á fundi. Samningar losnuðu mánaðamótin september-október og er verið að semja um tímabil sem aðrir sömdu um á almennum vinnumarkaði í desember í fyrra. Flugumferðarstjórar og fulltrúar flugfélaga funda í Karphúsinu.Vísir/Sigurjón Náist ekki saman skella fyrstu aðgerðirnar á klukkan fjögur í nótt og standa til klukkan tíu í fyrramálið. Á þeim tíma verða engar lendingar eða flugtök frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli. Þess ber að geta að flugumferðarstjórar eru með rúm 900 þúsund í grunnlaun og rúmlega 1.400 þúsund í meðalheildarlaun en það vakti þó nokkra athygli nýlega þegar Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, sagðist ekki vita hver meðallaun flugumferðarstjóra væru. Aðgerðirnar hafa áhrif á tugi flugferða íslensku flugfélaganna Íslensku flugfélögin eru tilbúin með áætlanir um breytingu á flugferðum á morgun vegna aðgerðanna. Play hefur þegar ákveðið að breyta nítján brottförum og komum hjá sér. Venjulega koma Norður-Ameríkuflugvélarnar þeirra inn á fimmta tímanum og brottfarir til Evrópu um klukkan sex en þessu verður öllu frestað til um klukkan ellefu. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Guðna Sigurðsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, um áhrif verkfallsins á flugferðir flugfélagsins. „Það eru þarna 28 ferðir til og frá Íslandi á dagskrá þarna á milli fjögur og tíu. Svo hefur þetta ruðningsáhrif þarna seinni partinn líka á tólf ferðir til Íslands frá Evrópu. Þannig þetta eru um 4.700 farþegar sem þetta hefur áhrif á,“ sagði Guðni um áhrif aðgerðanna á Icelandair. Seinkanir og raskanir á plönum Munu ykkar farþegar missa af tengiflugi eins og gerist hjá Play? „Við höfum verið að bóka farþega með öðrum flugfélögum, þá sem eiga tengiflug með okkur. Þannig við stefnum að því að allir farþegar komist leiða sinnar innan dagsins en það verða auðvitað seinkanir og raskanir á plönum,“ sagði Guðni. „Þetta er mjög erfitt á þessum tíma svona fyrir jól. Íslendingar að komast til ástvina erlendis, fólk sem býr erlendis að koma hingað til landsins og sömuleiðis fólk sem er á leið yfir hafið. Það eru allir að reyna að komast eitthvert fyrir jólin. Þetta er háannatími og erfiður tími fyrir fólk,“ sagði hann. Áhrif á næstu daga dempuð Jafnvel þó þetta yrðu einu aðgerðirnar, tekur ekki langan tíma að vinda ofan af svona dómínó-áhrifum? „Með því að færa tengifarþegana yfir á önnur flugfélög þá gerum við ráð fyrir að við náum að jafna þetta út seinni partinn þannig það verði ekki áhrif á áætlanir okkar síðdegis á morgun,“ sagði Guðni um næstu daga. Ameríkuflugið verður á réttum tíma seinni partinn á morgun og svo ætti miðvikudagurinn að vera í lagi eða hvað? „Já, það er stefnan og við vonum að það gangi eftir,“ sagði Guðni að lokum. Fréttir af flugi Stéttarfélög Play Icelandair Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Fleiri fréttir Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Sjá meira
Deiluaðilar komu til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag og sitja enn á fundi. Samningar losnuðu mánaðamótin september-október og er verið að semja um tímabil sem aðrir sömdu um á almennum vinnumarkaði í desember í fyrra. Flugumferðarstjórar og fulltrúar flugfélaga funda í Karphúsinu.Vísir/Sigurjón Náist ekki saman skella fyrstu aðgerðirnar á klukkan fjögur í nótt og standa til klukkan tíu í fyrramálið. Á þeim tíma verða engar lendingar eða flugtök frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli. Þess ber að geta að flugumferðarstjórar eru með rúm 900 þúsund í grunnlaun og rúmlega 1.400 þúsund í meðalheildarlaun en það vakti þó nokkra athygli nýlega þegar Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, sagðist ekki vita hver meðallaun flugumferðarstjóra væru. Aðgerðirnar hafa áhrif á tugi flugferða íslensku flugfélaganna Íslensku flugfélögin eru tilbúin með áætlanir um breytingu á flugferðum á morgun vegna aðgerðanna. Play hefur þegar ákveðið að breyta nítján brottförum og komum hjá sér. Venjulega koma Norður-Ameríkuflugvélarnar þeirra inn á fimmta tímanum og brottfarir til Evrópu um klukkan sex en þessu verður öllu frestað til um klukkan ellefu. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Guðna Sigurðsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, um áhrif verkfallsins á flugferðir flugfélagsins. „Það eru þarna 28 ferðir til og frá Íslandi á dagskrá þarna á milli fjögur og tíu. Svo hefur þetta ruðningsáhrif þarna seinni partinn líka á tólf ferðir til Íslands frá Evrópu. Þannig þetta eru um 4.700 farþegar sem þetta hefur áhrif á,“ sagði Guðni um áhrif aðgerðanna á Icelandair. Seinkanir og raskanir á plönum Munu ykkar farþegar missa af tengiflugi eins og gerist hjá Play? „Við höfum verið að bóka farþega með öðrum flugfélögum, þá sem eiga tengiflug með okkur. Þannig við stefnum að því að allir farþegar komist leiða sinnar innan dagsins en það verða auðvitað seinkanir og raskanir á plönum,“ sagði Guðni. „Þetta er mjög erfitt á þessum tíma svona fyrir jól. Íslendingar að komast til ástvina erlendis, fólk sem býr erlendis að koma hingað til landsins og sömuleiðis fólk sem er á leið yfir hafið. Það eru allir að reyna að komast eitthvert fyrir jólin. Þetta er háannatími og erfiður tími fyrir fólk,“ sagði hann. Áhrif á næstu daga dempuð Jafnvel þó þetta yrðu einu aðgerðirnar, tekur ekki langan tíma að vinda ofan af svona dómínó-áhrifum? „Með því að færa tengifarþegana yfir á önnur flugfélög þá gerum við ráð fyrir að við náum að jafna þetta út seinni partinn þannig það verði ekki áhrif á áætlanir okkar síðdegis á morgun,“ sagði Guðni um næstu daga. Ameríkuflugið verður á réttum tíma seinni partinn á morgun og svo ætti miðvikudagurinn að vera í lagi eða hvað? „Já, það er stefnan og við vonum að það gangi eftir,“ sagði Guðni að lokum.
Fréttir af flugi Stéttarfélög Play Icelandair Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Fleiri fréttir Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Sjá meira