Ellefu ára stelpa fer daglega út að hlaupa með hrútinn Ástaraldin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. desember 2023 20:30 Einstakt samband hefur myndast á milli hrútsins Ástaraldins og Gabríelu Máneyjar á bænum Mjósyndi í Flóahreppi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Einstakt samband hefur skapast á milli hrútsins Ástaraldins og 11 ára stelpu á sveitabæ í Flóahreppi en þau fara á hverjum degi saman út að hlaupa. Eftir hlaupið kembir stelpan hrútnum og dekrar við hann enda er hann gæfur með eindæmum. Hér erum við að tala um Gabríelu Máney á bænum Mjósyndi, sem er 11 ára en frábært samband er á milli hennar og hrútsins Ástaraldins því þau fara út að ganga á hverjum degi og hlaupa oft líka saman. Gabríela er með múl á hrútnum og langt band í göngu- og hlaupaferðunum. „Hann er rosalega gæfur og honum finnst rosalega gott að láta kemba sér og klappa sér,” segir Gabríela en hvað er skemmtilegast við hrútinn. „Að honum finnst gaman að hlaupa og labba með mér og svo er hann rosalega góður og leyfir manni láta kemba sér og hann er bara rosalega blíður og góður.” Ástaraldin er mjög gæfur og skemmtilegur hrútur, sem vekur alltaf athygli þeirra sem sjá hann og fá að kynnast honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Gabríela gengur í öll störf á bænum, hún er til dæmis mjög dugleg að gefa kindunum heyið sitt. Og amma hennar er að sjálfsögðu mjög stolt af stelpunni. „Hún hefur virkilega gaman af því að stússast hérna með okkur, sem er bara mjög gaman að hafa hana með. Hrúturinn verður tveggja vetra í vor og heitir Ástaraldin. Hann fæddist svona spakur og fór síðan á fjall og þegar hann kom heim þá var hann enn þá jafn spakur þannig að við ákváðum að leyfa honum að lifa þó að hann hefði ekki ræktunarlegan tilgang, bara út af því hvað hann er geðgóður og skemmtilegur,” segir Anna Linda Gunnarsdóttir bóndi í Mjósyndi. Gabríela Máney með ömmu sinni, Önnu Lindu í Mjósyndi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara sauðféð á bænum, sem Gabríela elskar því hún er líka mikil hestakona og ríður mikið út á merinni sinni og þá helst berbakt. „Þetta er Brella, ég á hana, hún er meri og og er frá Þorlákshöfn,” segir Gabríela þegar hún var beðin um að segja aðeins frá hestinum sínum. Gabríela er mjög hrifin af hestum og fer mikið á bak á hryssunni sinni Brellu og þá helst berbakt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Landbúnaður Hestar Dýr Krakkar Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Staðfesta sambandsslitin Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Fleiri fréttir „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Sjá meira
Hér erum við að tala um Gabríelu Máney á bænum Mjósyndi, sem er 11 ára en frábært samband er á milli hennar og hrútsins Ástaraldins því þau fara út að ganga á hverjum degi og hlaupa oft líka saman. Gabríela er með múl á hrútnum og langt band í göngu- og hlaupaferðunum. „Hann er rosalega gæfur og honum finnst rosalega gott að láta kemba sér og klappa sér,” segir Gabríela en hvað er skemmtilegast við hrútinn. „Að honum finnst gaman að hlaupa og labba með mér og svo er hann rosalega góður og leyfir manni láta kemba sér og hann er bara rosalega blíður og góður.” Ástaraldin er mjög gæfur og skemmtilegur hrútur, sem vekur alltaf athygli þeirra sem sjá hann og fá að kynnast honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Gabríela gengur í öll störf á bænum, hún er til dæmis mjög dugleg að gefa kindunum heyið sitt. Og amma hennar er að sjálfsögðu mjög stolt af stelpunni. „Hún hefur virkilega gaman af því að stússast hérna með okkur, sem er bara mjög gaman að hafa hana með. Hrúturinn verður tveggja vetra í vor og heitir Ástaraldin. Hann fæddist svona spakur og fór síðan á fjall og þegar hann kom heim þá var hann enn þá jafn spakur þannig að við ákváðum að leyfa honum að lifa þó að hann hefði ekki ræktunarlegan tilgang, bara út af því hvað hann er geðgóður og skemmtilegur,” segir Anna Linda Gunnarsdóttir bóndi í Mjósyndi. Gabríela Máney með ömmu sinni, Önnu Lindu í Mjósyndi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara sauðféð á bænum, sem Gabríela elskar því hún er líka mikil hestakona og ríður mikið út á merinni sinni og þá helst berbakt. „Þetta er Brella, ég á hana, hún er meri og og er frá Þorlákshöfn,” segir Gabríela þegar hún var beðin um að segja aðeins frá hestinum sínum. Gabríela er mjög hrifin af hestum og fer mikið á bak á hryssunni sinni Brellu og þá helst berbakt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Landbúnaður Hestar Dýr Krakkar Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Staðfesta sambandsslitin Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Fleiri fréttir „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Sjá meira