Ellefu ára stelpa fer daglega út að hlaupa með hrútinn Ástaraldin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. desember 2023 20:30 Einstakt samband hefur myndast á milli hrútsins Ástaraldins og Gabríelu Máneyjar á bænum Mjósyndi í Flóahreppi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Einstakt samband hefur skapast á milli hrútsins Ástaraldins og 11 ára stelpu á sveitabæ í Flóahreppi en þau fara á hverjum degi saman út að hlaupa. Eftir hlaupið kembir stelpan hrútnum og dekrar við hann enda er hann gæfur með eindæmum. Hér erum við að tala um Gabríelu Máney á bænum Mjósyndi, sem er 11 ára en frábært samband er á milli hennar og hrútsins Ástaraldins því þau fara út að ganga á hverjum degi og hlaupa oft líka saman. Gabríela er með múl á hrútnum og langt band í göngu- og hlaupaferðunum. „Hann er rosalega gæfur og honum finnst rosalega gott að láta kemba sér og klappa sér,” segir Gabríela en hvað er skemmtilegast við hrútinn. „Að honum finnst gaman að hlaupa og labba með mér og svo er hann rosalega góður og leyfir manni láta kemba sér og hann er bara rosalega blíður og góður.” Ástaraldin er mjög gæfur og skemmtilegur hrútur, sem vekur alltaf athygli þeirra sem sjá hann og fá að kynnast honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Gabríela gengur í öll störf á bænum, hún er til dæmis mjög dugleg að gefa kindunum heyið sitt. Og amma hennar er að sjálfsögðu mjög stolt af stelpunni. „Hún hefur virkilega gaman af því að stússast hérna með okkur, sem er bara mjög gaman að hafa hana með. Hrúturinn verður tveggja vetra í vor og heitir Ástaraldin. Hann fæddist svona spakur og fór síðan á fjall og þegar hann kom heim þá var hann enn þá jafn spakur þannig að við ákváðum að leyfa honum að lifa þó að hann hefði ekki ræktunarlegan tilgang, bara út af því hvað hann er geðgóður og skemmtilegur,” segir Anna Linda Gunnarsdóttir bóndi í Mjósyndi. Gabríela Máney með ömmu sinni, Önnu Lindu í Mjósyndi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara sauðféð á bænum, sem Gabríela elskar því hún er líka mikil hestakona og ríður mikið út á merinni sinni og þá helst berbakt. „Þetta er Brella, ég á hana, hún er meri og og er frá Þorlákshöfn,” segir Gabríela þegar hún var beðin um að segja aðeins frá hestinum sínum. Gabríela er mjög hrifin af hestum og fer mikið á bak á hryssunni sinni Brellu og þá helst berbakt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Landbúnaður Hestar Dýr Krakkar Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Hér erum við að tala um Gabríelu Máney á bænum Mjósyndi, sem er 11 ára en frábært samband er á milli hennar og hrútsins Ástaraldins því þau fara út að ganga á hverjum degi og hlaupa oft líka saman. Gabríela er með múl á hrútnum og langt band í göngu- og hlaupaferðunum. „Hann er rosalega gæfur og honum finnst rosalega gott að láta kemba sér og klappa sér,” segir Gabríela en hvað er skemmtilegast við hrútinn. „Að honum finnst gaman að hlaupa og labba með mér og svo er hann rosalega góður og leyfir manni láta kemba sér og hann er bara rosalega blíður og góður.” Ástaraldin er mjög gæfur og skemmtilegur hrútur, sem vekur alltaf athygli þeirra sem sjá hann og fá að kynnast honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Gabríela gengur í öll störf á bænum, hún er til dæmis mjög dugleg að gefa kindunum heyið sitt. Og amma hennar er að sjálfsögðu mjög stolt af stelpunni. „Hún hefur virkilega gaman af því að stússast hérna með okkur, sem er bara mjög gaman að hafa hana með. Hrúturinn verður tveggja vetra í vor og heitir Ástaraldin. Hann fæddist svona spakur og fór síðan á fjall og þegar hann kom heim þá var hann enn þá jafn spakur þannig að við ákváðum að leyfa honum að lifa þó að hann hefði ekki ræktunarlegan tilgang, bara út af því hvað hann er geðgóður og skemmtilegur,” segir Anna Linda Gunnarsdóttir bóndi í Mjósyndi. Gabríela Máney með ömmu sinni, Önnu Lindu í Mjósyndi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara sauðféð á bænum, sem Gabríela elskar því hún er líka mikil hestakona og ríður mikið út á merinni sinni og þá helst berbakt. „Þetta er Brella, ég á hana, hún er meri og og er frá Þorlákshöfn,” segir Gabríela þegar hún var beðin um að segja aðeins frá hestinum sínum. Gabríela er mjög hrifin af hestum og fer mikið á bak á hryssunni sinni Brellu og þá helst berbakt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Landbúnaður Hestar Dýr Krakkar Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira