Myndaveisla: Andri Snær og Kristín Péturs heiðruðu íslenska jökla Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. desember 2023 20:01 Rithöfundurinn Andri Snær mætti í teiti í Fischersundi þar sem nýi ilmurinn Jöklalykt var frumsýndur. Með honum hér er Rachel sem starfar hjá Fischersundi. Það var margt um manninn síðastliðinn fimmtudag þegar Fischersund frumsýndi aðra samstarfslínu sína með 66°Norður en um er að ræða ilminn Jöklalykt. Fischersund er þekkt fyrir að skapa sérstaka upplifun og skynjun með ilmum sínum. Gestir voru hvattir til þess að loka augunum, þefa af ilminum og hlusta á Lilju Birgisdóttur, stofnanda Fischersunds, lesa upp ljóð sem samið var sérstaklega fyrir ilminn. Ljóðið hljóðar sem svo: Ísskúlptúrar fljóta í söltu vatni. Fjarlægar drunur rjúfa þunga þögnina. Aldagamall jarðvegur grafinn undir ís, bíður. Blautir sokkar, nefrennsli, kaldur andardráttur. Auðmýkt frammi fyrir hvítum sjóndeildarhring. Útskorið landslag, steinefni afhjúpuð. Þungar gler plötur, hrynja. Rachel og Lilja Birgisdóttir kynntu ilminn og buðu gestum í lyktarupplifun. Hjördís Jónsdóttir „Ilmurinn er innblásinn af íslenskum jöklum sem eru rótgrónir í íslenskri náttúru en eiga nú undir högg að sækja vegna loftslagsbreytinga. Ilmurinn er tileinkaður þeirri einstöku lykt sem má einungis finna þegar undirliggjandi jarðvegur og berg sem hefur verið falið undir ísnum kemst í tæri við súrefni. Þessi ilmur sem kemur í takmörkuðu upplagi er innblásinn af djúpstæðum breytingum náttúrunnar, loftslaginu og því viðkvæma jafnvægi sem við stöndum frammi fyrir þegar við lítum til framtíðar fyrir náttúruna okkar,“ segir í fréttatilkynningu. „Við Íslendingar deilum sérstökum tengslum við náttúruna. Íslenskt veðurfar hefur sinn eigin persónuleika sem einkennist af ófyrirsjáanleika og stjórnleysi. Við lítum á náttúruna sem hluta af fjölskyldunni okkar, jafnvel sem part af okkur sjálfum. Það er ekki bara skylda okkar heldur er það okkur hjartans mál að vernda og varðveita jöklana, vatnsauðlindirnar og vistkerfið okkar í heild sinni,“ segir Lilja Birgisdóttir. Bjarney Harðardóttir eigandi 66°Norður segir málefnið mikilvægt. „Sem íslensk fyrirtæki eigum við það sameiginlegt að jöklarnir eru okkur hjartans mál. Það lá því beinast við að næsta skref í okkar samstarfi væri að vekja athygli á þeim og heiðra þetta náttúruundur í nýja Jöklalykt ilminum okkar.“ Hér má sjá myndir frá viðburðinum: Erna Bergman og Eva Dögg. Hjördís Jónsdóttir Arnar Úlfur mætti með soninn. Vísir/Vilhelm Ljósmyndarinn Chris Bukard og Rachel hjá Fischersundi. Hjördís Jónsdóttir Rósa María og Erla Franklín. Hjördís Jónsdóttir Erna Bergman og Kristín Péturs.Hjördís Jónsdóttir María, Ingileif, Salka Sól, Rósa María og Elísabet Gunnars. Hjördís Jónsdóttir Hjónin Ingileif og María fóru í lyktarskynsferðalag í Fischersundi. Hjördís Jónsdóttir Boðið var upp á snaps til að hreinsa lyktarskynið. Hjördís Jónsdóttir Fischersund teymið. Hjördís Jónsdóttir Eva Dögg, Erna Bergman og Kristín Pétursdóttir.Hjördís Jónsdóttir Sigurrós og Ólöf. Hjördís Jónsdóttir Stefán og Elma Klara mættu með hundinn.Hjördís Jónsdóttir Rósa María, Alex Bergman og Elísabet Gunnars.Hjördís Jónsdóttir Skilningarvitin voru vel virkjuð í teitinu. Hjördís Jónsdóttir Samkvæmislífið Tíska og hönnun Menning Umhverfismál Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Fischersund er þekkt fyrir að skapa sérstaka upplifun og skynjun með ilmum sínum. Gestir voru hvattir til þess að loka augunum, þefa af ilminum og hlusta á Lilju Birgisdóttur, stofnanda Fischersunds, lesa upp ljóð sem samið var sérstaklega fyrir ilminn. Ljóðið hljóðar sem svo: Ísskúlptúrar fljóta í söltu vatni. Fjarlægar drunur rjúfa þunga þögnina. Aldagamall jarðvegur grafinn undir ís, bíður. Blautir sokkar, nefrennsli, kaldur andardráttur. Auðmýkt frammi fyrir hvítum sjóndeildarhring. Útskorið landslag, steinefni afhjúpuð. Þungar gler plötur, hrynja. Rachel og Lilja Birgisdóttir kynntu ilminn og buðu gestum í lyktarupplifun. Hjördís Jónsdóttir „Ilmurinn er innblásinn af íslenskum jöklum sem eru rótgrónir í íslenskri náttúru en eiga nú undir högg að sækja vegna loftslagsbreytinga. Ilmurinn er tileinkaður þeirri einstöku lykt sem má einungis finna þegar undirliggjandi jarðvegur og berg sem hefur verið falið undir ísnum kemst í tæri við súrefni. Þessi ilmur sem kemur í takmörkuðu upplagi er innblásinn af djúpstæðum breytingum náttúrunnar, loftslaginu og því viðkvæma jafnvægi sem við stöndum frammi fyrir þegar við lítum til framtíðar fyrir náttúruna okkar,“ segir í fréttatilkynningu. „Við Íslendingar deilum sérstökum tengslum við náttúruna. Íslenskt veðurfar hefur sinn eigin persónuleika sem einkennist af ófyrirsjáanleika og stjórnleysi. Við lítum á náttúruna sem hluta af fjölskyldunni okkar, jafnvel sem part af okkur sjálfum. Það er ekki bara skylda okkar heldur er það okkur hjartans mál að vernda og varðveita jöklana, vatnsauðlindirnar og vistkerfið okkar í heild sinni,“ segir Lilja Birgisdóttir. Bjarney Harðardóttir eigandi 66°Norður segir málefnið mikilvægt. „Sem íslensk fyrirtæki eigum við það sameiginlegt að jöklarnir eru okkur hjartans mál. Það lá því beinast við að næsta skref í okkar samstarfi væri að vekja athygli á þeim og heiðra þetta náttúruundur í nýja Jöklalykt ilminum okkar.“ Hér má sjá myndir frá viðburðinum: Erna Bergman og Eva Dögg. Hjördís Jónsdóttir Arnar Úlfur mætti með soninn. Vísir/Vilhelm Ljósmyndarinn Chris Bukard og Rachel hjá Fischersundi. Hjördís Jónsdóttir Rósa María og Erla Franklín. Hjördís Jónsdóttir Erna Bergman og Kristín Péturs.Hjördís Jónsdóttir María, Ingileif, Salka Sól, Rósa María og Elísabet Gunnars. Hjördís Jónsdóttir Hjónin Ingileif og María fóru í lyktarskynsferðalag í Fischersundi. Hjördís Jónsdóttir Boðið var upp á snaps til að hreinsa lyktarskynið. Hjördís Jónsdóttir Fischersund teymið. Hjördís Jónsdóttir Eva Dögg, Erna Bergman og Kristín Pétursdóttir.Hjördís Jónsdóttir Sigurrós og Ólöf. Hjördís Jónsdóttir Stefán og Elma Klara mættu með hundinn.Hjördís Jónsdóttir Rósa María, Alex Bergman og Elísabet Gunnars.Hjördís Jónsdóttir Skilningarvitin voru vel virkjuð í teitinu. Hjördís Jónsdóttir
Samkvæmislífið Tíska og hönnun Menning Umhverfismál Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira