Ísland mætir Serbíu í umspilinu en óvíst hvar Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2023 12:00 Íslenska landsliðið tryggði sér sæti í umspilinu, og forðaðist beint fall í B-deild, með sigri gegn Wales á dögunum sem liðið fylgdi svo eftir með sætum sigri á Danmörku. EPA-EFE/Johnny Pedersen Í dag kom í ljós hvaða lið verður andstæðingur stelpnanna okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í lok febrúar, í umspilinu í Þjóðadeild UEFA. Dregið var í dag í umspil um sæti í A- og B-deildum Þjóðadeildarinnar, sem og í fjögurra liða úrslit keppninnar. Það fyrsta sem kom í ljós var að Ísland mætir Serbíu. Serbar eru í 23. sæti Evrópuþjóða á styrkleikalista FIFA en Ísland er í 9. sætinu. Ísland hefur mætt Serbíu sex sinnum og alltaf fagnað sigri. Liðin hafa hins vegar ekki mæst síðan árið 2014 en þá vann Ísland 9-1 sigur. Ísland er ein af fjórum þjóðum sem enduðu í 3. sæti síns riðils í A-deild Þjóðadeildarinnar. Hinar eru Belgía, Noregur og Svíþjóð. Þessar þjóðir drógust svo gegn liðunum sem enduðu í 2. sæti riðlanna í B-deild, sem eru Bosnía, Króatía, Ungverjaland og Serbía, og spila þessar þjóðir um sæti í A-deild á næsta ári. Umspilið um sæti í A-deild 2024: Serbía – Ísland Ungverjaland - Belgía Bosnía – Svíþjóð Króatía - Noregur Ísland mun leika fyrri leik sinn í umspilinu á útivelli 21. febrúar, og á heimaleik 28. febrúar en óljóst er hvar sá leikur fer fram. Stjórn KSÍ ákvað á dögunum að biðja um leyfi hjá UEFA til að leikurinn færi fram erlendis, vegna vallarmála á Íslandi. Eini völlurinn með lögleg flóðljós hér á landi er Laugardalsvöllur sem ekki er leikfær í febrúar, en mögulegt væri að spila á gervigrasvelli ef hægt væri að spila snemma dags og veðurskilyrði yrðu í lagi. Frakkar og Spánverjar á heimavelli í undanúrslitum Frakkland, Holland, Þýskaland og Spánn unnu sína riðla í A-deild Þjóðadeildarinnar og spila því í úrslitum keppninnar, um nýjan verðlaunagrip í þessari nýju keppni. Þrjú þessara liða fara svo á Ólympíuleikana í París næsta sumar en þar af eru Frakkar sem eru með öruggt sæti á ÓL sem gestgjafar. Spánn og Frakkland fengu heimaleik í undanúrslitum keppninnar, og Spánn eða Holland verður svo á heimavelli í úrslitaleiknum. Úrslit Þjóðadeildarinnar: Spánn - Holland Frakkland - Þýskaland Í dag var einnig dregið um það hvaða lið mætast í umspili á milli liða úr B- og C-deild, þar sem leikið verður um sæti í B-deild á næsta ári. Umspilið um sæti í B-deild 2024: Lettland – Slóvakía Svartfjallaland – Norður-Írland Búlgaría - Úkraína Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjá meira
Dregið var í dag í umspil um sæti í A- og B-deildum Þjóðadeildarinnar, sem og í fjögurra liða úrslit keppninnar. Það fyrsta sem kom í ljós var að Ísland mætir Serbíu. Serbar eru í 23. sæti Evrópuþjóða á styrkleikalista FIFA en Ísland er í 9. sætinu. Ísland hefur mætt Serbíu sex sinnum og alltaf fagnað sigri. Liðin hafa hins vegar ekki mæst síðan árið 2014 en þá vann Ísland 9-1 sigur. Ísland er ein af fjórum þjóðum sem enduðu í 3. sæti síns riðils í A-deild Þjóðadeildarinnar. Hinar eru Belgía, Noregur og Svíþjóð. Þessar þjóðir drógust svo gegn liðunum sem enduðu í 2. sæti riðlanna í B-deild, sem eru Bosnía, Króatía, Ungverjaland og Serbía, og spila þessar þjóðir um sæti í A-deild á næsta ári. Umspilið um sæti í A-deild 2024: Serbía – Ísland Ungverjaland - Belgía Bosnía – Svíþjóð Króatía - Noregur Ísland mun leika fyrri leik sinn í umspilinu á útivelli 21. febrúar, og á heimaleik 28. febrúar en óljóst er hvar sá leikur fer fram. Stjórn KSÍ ákvað á dögunum að biðja um leyfi hjá UEFA til að leikurinn færi fram erlendis, vegna vallarmála á Íslandi. Eini völlurinn með lögleg flóðljós hér á landi er Laugardalsvöllur sem ekki er leikfær í febrúar, en mögulegt væri að spila á gervigrasvelli ef hægt væri að spila snemma dags og veðurskilyrði yrðu í lagi. Frakkar og Spánverjar á heimavelli í undanúrslitum Frakkland, Holland, Þýskaland og Spánn unnu sína riðla í A-deild Þjóðadeildarinnar og spila því í úrslitum keppninnar, um nýjan verðlaunagrip í þessari nýju keppni. Þrjú þessara liða fara svo á Ólympíuleikana í París næsta sumar en þar af eru Frakkar sem eru með öruggt sæti á ÓL sem gestgjafar. Spánn og Frakkland fengu heimaleik í undanúrslitum keppninnar, og Spánn eða Holland verður svo á heimavelli í úrslitaleiknum. Úrslit Þjóðadeildarinnar: Spánn - Holland Frakkland - Þýskaland Í dag var einnig dregið um það hvaða lið mætast í umspili á milli liða úr B- og C-deild, þar sem leikið verður um sæti í B-deild á næsta ári. Umspilið um sæti í B-deild 2024: Lettland – Slóvakía Svartfjallaland – Norður-Írland Búlgaría - Úkraína
Umspilið um sæti í A-deild 2024: Serbía – Ísland Ungverjaland - Belgía Bosnía – Svíþjóð Króatía - Noregur
Umspilið um sæti í B-deild 2024: Lettland – Slóvakía Svartfjallaland – Norður-Írland Búlgaría - Úkraína
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjá meira