Konur eru ekki litlir karlar Aron Guðmundsson skrifar 11. desember 2023 08:47 Sólveig Þórarinsdóttir, sjúkraþjálfari og doktorsnemi, er ein þeirra sem stendur að baki áhugaverðri rannsókn um heilsufar leikmanna í norsku úrvalsdeildinni í kvennafótboltanum. Vísir/Arnar Halldórsson Sólveig Þórarinsdóttir, sjúkraþjálfari og doktorsnemi, er ein þeirra sem stendur að baki rannsókn sem vakið hefur athygli og stuðlað að góðum breytingum í norska kvennaboltanum. Rannsóknin snýr að heilsufari leikmanna í deildinni en þekking okkar á kvennaknattspyrnunni er afar takmörkuð. Hún hefur staðið í skugganum á karlaknattspyrnunni og aðeins 7% gagna í knattspyrnuheiminum byggja á reynslu okkar og þekkingu af kvennaknattspyrnu. Rannsókn Sólveigar og kollega hennar við norska íþróttaháskólann var birt í tímaritinu virta British Journal of Sports Medicine og norska knattspyrnusambandið tekur niðurstöðum hennar alvarlega. Sambandið hefur ákveðið að verja því sem nemur 50 milljónum íslenskra króna í að styrkja umgjörðina í kringum liðin í efstu deild kvenna. Til dæmis með því að skylda lið til þess að hafa sjúkraþjálfara á æfingu að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku. Þá verður fræðsla fyrir sjúkraþjálfara í deildinni aukin til muna. Leikmönnum fylgt eftir í tvö ár Það sem rannsóknaraðilar gerðu var að fylgja eftir leikmönnum efstu deildar kvenna í Noregi í tvö ár, árið 2020 og 2021. „Þetta voru því um þrjú hundruð leikmenn sem við fylgdum eftir í þennan tíma og vildum með því skoða almennt heilsufar þeirra,“ segir Sólveig. „Við spurðum þær því í hverri einustu viku hvort þær hafi meiðst eða veikst. Leikmennirnir svöruðu því annað hvort játandi eða neitandi og gáfu okkur nánari upplýsingar ef þær svöruðu spurningunni játandi. Margþættar ástæður liggja að baki rannsókninni og er ein þeirra sú staðreynd að það vantar gríðarlega mikið af gögnum og þekkingu um knattspyrnukonur. „Það eru um það bil 7% af gögnum í knattspyrnuheiminum sem eiga við konur, 93% eru um karla. Allt sem við gerum í knattspyrnunni er svolítið gert með tilliti til karla. Við vildum því með þessari rannsókn fylla að einhverju leiti upp í þetta risastóra þekkingargat sem hefur myndast. Svo myndi ég líka segja, með tilliti til alls þess sem hefur verið að gerast í kvennaknattspyrnunni undanfarin ár, að hraðinn í kvennaboltann er orðinn svo miklu, miklu meiri. Þá eru gæðin, umgjörðin og faglegheitin einnig tekið stökk upp á við. Þessi þróun varð þess valdandi að okkur fór að gruna að hún hefði haft áhrif á það hvernig leikmenn meiða sig. Okkur grunaði til dæmis að vöðvatognanir væru orðnar algengari hjá kvenkyns leikmönnum út af þessum aukna hraða leiksins.“ Grunurinn reyndist á rökum reistur Rannsóknin leiðir í ljós ýmsar áhugaverðar niðurstöður. „Helstu niðurstöður okkar rannsóknar voru þær að á hverjum tímapunkti var ein af hverjum þremur leikmönnum með einhvers konar heilsufarsvanda. Það er að segja meidd eða veik. Það er rosalega hátt hlutfall og ein af hverjum fimm var með það alvarlegt vandamál að hún annað hvort gat ekki staðið sig eins og hún vildi eða þá að hún þurfti hreinlega að sitja hjá.“ Ingibjörg Sigurðardóttir í leik með norska úrvalsdeildar liðinu Vålerenga.Vålerenga „Ef við tökum bara venjulegt fótboltalið sem er kannski með tuttugu og þrjá leikmenn. Þá eru fimm leikmenn á hverjum tímapunkti sem geta annað hvort ekki verið með eða geta ekki beitt sér að fullu, eru undir getu á æfingu. Það getur haft gríðarleg áhrif á leikmanninn sjálfan sem knattspyrnukonu en einnig á liðið. Ef það eru fimm leikmenn í sama liði sem geta annað hvort ekki verið með eða eru að spila undir getu vegna meiðsla, þá getur það haft áhrif á gæði æfinga.“ Og þá reyndist grunur Sólveigar og kollega hennar á aukinni tíðni vöðvameiðsla eiga fót fyrir sér. „Vöðvatognanirnar voru algengasta tegund þeirra meiðsla sem voru að hrjá leikmenn. Það er eitt af því mikilvægasta sem rannsóknin leiðir í ljós. Af því þar erum við algjörlega á núllpunkti varðandi kvenkyns leikmenn og þurfum að byrja frá grunni. Svo fundum við líka út að alvarlegustu meiðslin sem hrjá þessa leikmenn eru enn krossbandaslit og heilahristingur.“ Nú þegar farið í næstu skref Getum við eitthvað sagt um orsakirnar eða er það eitthvað sem verður farið út í núna að rannsaka? „Það nefnilegast akkúrat það sem tekur við núna. Það var í rauninni hluti af planinu okkar að skoða það líka í þessari rannsókn en Covid heimsfaraldurinn setti þar strik í reikninginn.“ Nú sé hins vegar komið skrið á næstu skref. Til að mynda hefur annar rannsóknaraðili tekið við keflinu og er byrjaður að skoða hvort hægt sé að finna einhverja áhættuþætti varðandi meiðslin og tíðni þeirra sem rannsóknar Sólveigar og kollega hennar leiðir í ljós. Frá leik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnuVísir/Pawel Cieslikiewicz Þá er Sólveig sjálf að skoða annan anga í tengslum við þetta. „Við erum tvö sem deilum þessu verkefni algjörlega, ég og Roar Amundsen. Við ákváðum að skipta þeim verkefnum sem hafa nú tekið við þannig að ég skoða nára- og mjaðmameiðsli hjá stelpunum og hann skoðar aftan í læris tognanir. Við erum á algjörum núllpunkti hvað varðar þessi meiðsli hjá konum og þurfum því að vita hvernig þessi meiðsli eru. Eru þau eins og hjá körlum? Þær rannsóknargreinar hjá okkur verða vonandi birtar bara á næstu vikum.“ Sólveig hefur að auki hug á að kanna tengsl blæðinga og hormónagetnaðarvarna við heilsu knattspyrnukvenna. Brennur fyrir knattspyrnu kvenna Það er ekki síður reynsla Sólveigar af sínum eigin knattspyrnuferli sem hefur ýtt henni í þá átt að rannsaka kvennaknattspyrnuna betur. Sólveig, sem á að baki landsleik fyrir Íslands hönd, þurfti sjálf að leggja skóna snemma á hilluna vegna meiðsla. Hún brennur fyrir hagsmunum kvennaknattspyrnunnar og leggur sitt lóð á vogarskálarnar að efla þekkingu okkar á henni „Knattspyrna kvenna hefur staðið nærri hjarta mínu frá því að ég var lítið. Þegar að ég sá þessa tölu 7%. Að 7% gagna séu byggð á konum í knattspyrnuheiminum, þá fékk ég smá sting í hjartað. Ég æfði sjálf fyrst fótbolta með strákum og svo seinna meir stelpum og fann strax muninn. Þá var ég tólf ára gömul. Þetta skiptir ótrúlega miklu máli, að við finnum fyrir virðingunni. Við þurfum að skoða konur sérstaklega. Við erum ekki litlir karlar.“ Sólveig er að vinna gott starf í þágu kvennaknattspyrnunnarVísir/Arnar Halldórsson „Svo átti ég kannski helst til stuttan feril sjálf. Ég meiðist um tvítugt, þá komin á skrið á mínum knattspyrnuferli. Var búin að vinna mig upp yngri landsliðin. Það að knattspyrnukonur eigi sem lengstan og hraustastan knattspyrnuferil. Ég hreinlega brenn fyrir því.“ Verðum við vonandi komin á þann stað einhvern tímann að þekking okkar á kvenna- og karlaknattspyrnunni verði jafn mikil? „Það er bara draumur minn. Við getum orðað það þannig.“ Landslið kvenna í fótbolta Norski boltinn Noregur Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Sjá meira
Rannsókn Sólveigar og kollega hennar við norska íþróttaháskólann var birt í tímaritinu virta British Journal of Sports Medicine og norska knattspyrnusambandið tekur niðurstöðum hennar alvarlega. Sambandið hefur ákveðið að verja því sem nemur 50 milljónum íslenskra króna í að styrkja umgjörðina í kringum liðin í efstu deild kvenna. Til dæmis með því að skylda lið til þess að hafa sjúkraþjálfara á æfingu að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku. Þá verður fræðsla fyrir sjúkraþjálfara í deildinni aukin til muna. Leikmönnum fylgt eftir í tvö ár Það sem rannsóknaraðilar gerðu var að fylgja eftir leikmönnum efstu deildar kvenna í Noregi í tvö ár, árið 2020 og 2021. „Þetta voru því um þrjú hundruð leikmenn sem við fylgdum eftir í þennan tíma og vildum með því skoða almennt heilsufar þeirra,“ segir Sólveig. „Við spurðum þær því í hverri einustu viku hvort þær hafi meiðst eða veikst. Leikmennirnir svöruðu því annað hvort játandi eða neitandi og gáfu okkur nánari upplýsingar ef þær svöruðu spurningunni játandi. Margþættar ástæður liggja að baki rannsókninni og er ein þeirra sú staðreynd að það vantar gríðarlega mikið af gögnum og þekkingu um knattspyrnukonur. „Það eru um það bil 7% af gögnum í knattspyrnuheiminum sem eiga við konur, 93% eru um karla. Allt sem við gerum í knattspyrnunni er svolítið gert með tilliti til karla. Við vildum því með þessari rannsókn fylla að einhverju leiti upp í þetta risastóra þekkingargat sem hefur myndast. Svo myndi ég líka segja, með tilliti til alls þess sem hefur verið að gerast í kvennaknattspyrnunni undanfarin ár, að hraðinn í kvennaboltann er orðinn svo miklu, miklu meiri. Þá eru gæðin, umgjörðin og faglegheitin einnig tekið stökk upp á við. Þessi þróun varð þess valdandi að okkur fór að gruna að hún hefði haft áhrif á það hvernig leikmenn meiða sig. Okkur grunaði til dæmis að vöðvatognanir væru orðnar algengari hjá kvenkyns leikmönnum út af þessum aukna hraða leiksins.“ Grunurinn reyndist á rökum reistur Rannsóknin leiðir í ljós ýmsar áhugaverðar niðurstöður. „Helstu niðurstöður okkar rannsóknar voru þær að á hverjum tímapunkti var ein af hverjum þremur leikmönnum með einhvers konar heilsufarsvanda. Það er að segja meidd eða veik. Það er rosalega hátt hlutfall og ein af hverjum fimm var með það alvarlegt vandamál að hún annað hvort gat ekki staðið sig eins og hún vildi eða þá að hún þurfti hreinlega að sitja hjá.“ Ingibjörg Sigurðardóttir í leik með norska úrvalsdeildar liðinu Vålerenga.Vålerenga „Ef við tökum bara venjulegt fótboltalið sem er kannski með tuttugu og þrjá leikmenn. Þá eru fimm leikmenn á hverjum tímapunkti sem geta annað hvort ekki verið með eða geta ekki beitt sér að fullu, eru undir getu á æfingu. Það getur haft gríðarleg áhrif á leikmanninn sjálfan sem knattspyrnukonu en einnig á liðið. Ef það eru fimm leikmenn í sama liði sem geta annað hvort ekki verið með eða eru að spila undir getu vegna meiðsla, þá getur það haft áhrif á gæði æfinga.“ Og þá reyndist grunur Sólveigar og kollega hennar á aukinni tíðni vöðvameiðsla eiga fót fyrir sér. „Vöðvatognanirnar voru algengasta tegund þeirra meiðsla sem voru að hrjá leikmenn. Það er eitt af því mikilvægasta sem rannsóknin leiðir í ljós. Af því þar erum við algjörlega á núllpunkti varðandi kvenkyns leikmenn og þurfum að byrja frá grunni. Svo fundum við líka út að alvarlegustu meiðslin sem hrjá þessa leikmenn eru enn krossbandaslit og heilahristingur.“ Nú þegar farið í næstu skref Getum við eitthvað sagt um orsakirnar eða er það eitthvað sem verður farið út í núna að rannsaka? „Það nefnilegast akkúrat það sem tekur við núna. Það var í rauninni hluti af planinu okkar að skoða það líka í þessari rannsókn en Covid heimsfaraldurinn setti þar strik í reikninginn.“ Nú sé hins vegar komið skrið á næstu skref. Til að mynda hefur annar rannsóknaraðili tekið við keflinu og er byrjaður að skoða hvort hægt sé að finna einhverja áhættuþætti varðandi meiðslin og tíðni þeirra sem rannsóknar Sólveigar og kollega hennar leiðir í ljós. Frá leik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnuVísir/Pawel Cieslikiewicz Þá er Sólveig sjálf að skoða annan anga í tengslum við þetta. „Við erum tvö sem deilum þessu verkefni algjörlega, ég og Roar Amundsen. Við ákváðum að skipta þeim verkefnum sem hafa nú tekið við þannig að ég skoða nára- og mjaðmameiðsli hjá stelpunum og hann skoðar aftan í læris tognanir. Við erum á algjörum núllpunkti hvað varðar þessi meiðsli hjá konum og þurfum því að vita hvernig þessi meiðsli eru. Eru þau eins og hjá körlum? Þær rannsóknargreinar hjá okkur verða vonandi birtar bara á næstu vikum.“ Sólveig hefur að auki hug á að kanna tengsl blæðinga og hormónagetnaðarvarna við heilsu knattspyrnukvenna. Brennur fyrir knattspyrnu kvenna Það er ekki síður reynsla Sólveigar af sínum eigin knattspyrnuferli sem hefur ýtt henni í þá átt að rannsaka kvennaknattspyrnuna betur. Sólveig, sem á að baki landsleik fyrir Íslands hönd, þurfti sjálf að leggja skóna snemma á hilluna vegna meiðsla. Hún brennur fyrir hagsmunum kvennaknattspyrnunnar og leggur sitt lóð á vogarskálarnar að efla þekkingu okkar á henni „Knattspyrna kvenna hefur staðið nærri hjarta mínu frá því að ég var lítið. Þegar að ég sá þessa tölu 7%. Að 7% gagna séu byggð á konum í knattspyrnuheiminum, þá fékk ég smá sting í hjartað. Ég æfði sjálf fyrst fótbolta með strákum og svo seinna meir stelpum og fann strax muninn. Þá var ég tólf ára gömul. Þetta skiptir ótrúlega miklu máli, að við finnum fyrir virðingunni. Við þurfum að skoða konur sérstaklega. Við erum ekki litlir karlar.“ Sólveig er að vinna gott starf í þágu kvennaknattspyrnunnarVísir/Arnar Halldórsson „Svo átti ég kannski helst til stuttan feril sjálf. Ég meiðist um tvítugt, þá komin á skrið á mínum knattspyrnuferli. Var búin að vinna mig upp yngri landsliðin. Það að knattspyrnukonur eigi sem lengstan og hraustastan knattspyrnuferil. Ég hreinlega brenn fyrir því.“ Verðum við vonandi komin á þann stað einhvern tímann að þekking okkar á kvenna- og karlaknattspyrnunni verði jafn mikil? „Það er bara draumur minn. Við getum orðað það þannig.“
Landslið kvenna í fótbolta Norski boltinn Noregur Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Sjá meira