Engin loftslagskrísa ef aðrir hefðu farið íslensku leiðina Bjarki Sigurðsson skrifar 10. desember 2023 14:10 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Vilhelm Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir Ísland vera fyrirmynd fyrir önnur ríki þegar kemur að mörgum hliðum grænnar orku. Ef aðrar þjóðir hefðu farið fyrr eftir fordæmi Íslands hvað varðar orkumál væri líklegast ekki loftslagskrísa. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, er kominn heim af COP28 loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem farið hefur fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum síðustu daga. Ráðstefnunni lýkur formlega á þriðjudag en margir þeirra ráðamanna sem mættu eru farnir heim. Guðlaugur segir Íslendinga vera fyrirmynd fyrir mörg ríki sem sendu fulltrúa á ráðstefnuna. „Aðrir líta til okkar út af því sem áður var gert í grænni orku á Íslandi. Því ef allar þjóðir færu leiðina sem við fórum þá værum við ekki að horfa á þessi vandamál. Menn eru sérstaklega að horfa til jarðvarmans. Við Íslendingar erum ekki bara stórir hér, þó við verðum að gera betur því við höfum sofið á verðinum, heldur um allan heim og fyrirtæki sem er í stærstum hluta í eigu Íslendinga á fjörutíu prósent af öllum jarðboruholum um allan heim,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur bendir á að ekki sé komin niðurstaða COP28 og að hún komi alla jafna á síðustu stundu. Þó sé gríðarleg lest farin af stað, sérstaklega vegna aðgerða Bandaríkjamanna. „Umfangið á grænum lausnum þar er svo gríðarlegt að maður getur ekki útskýrt það. En aðalatriðið er þetta, heimurinn er að fara grænu leiðina. Í því felast gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga en það er okkar að nýta þau ef við viljum. Það er gott að sjá hvað það eru mörg íslensk fyrirtæki sem eru nú þegar framarlega, ekki bara í jarðvarmanum,“ segir Guðlaugur. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Belgar varaðir við því að borða jólatrén Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, er kominn heim af COP28 loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem farið hefur fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum síðustu daga. Ráðstefnunni lýkur formlega á þriðjudag en margir þeirra ráðamanna sem mættu eru farnir heim. Guðlaugur segir Íslendinga vera fyrirmynd fyrir mörg ríki sem sendu fulltrúa á ráðstefnuna. „Aðrir líta til okkar út af því sem áður var gert í grænni orku á Íslandi. Því ef allar þjóðir færu leiðina sem við fórum þá værum við ekki að horfa á þessi vandamál. Menn eru sérstaklega að horfa til jarðvarmans. Við Íslendingar erum ekki bara stórir hér, þó við verðum að gera betur því við höfum sofið á verðinum, heldur um allan heim og fyrirtæki sem er í stærstum hluta í eigu Íslendinga á fjörutíu prósent af öllum jarðboruholum um allan heim,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur bendir á að ekki sé komin niðurstaða COP28 og að hún komi alla jafna á síðustu stundu. Þó sé gríðarleg lest farin af stað, sérstaklega vegna aðgerða Bandaríkjamanna. „Umfangið á grænum lausnum þar er svo gríðarlegt að maður getur ekki útskýrt það. En aðalatriðið er þetta, heimurinn er að fara grænu leiðina. Í því felast gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga en það er okkar að nýta þau ef við viljum. Það er gott að sjá hvað það eru mörg íslensk fyrirtæki sem eru nú þegar framarlega, ekki bara í jarðvarmanum,“ segir Guðlaugur.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Belgar varaðir við því að borða jólatrén Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Sjá meira