Vignir Vatnar Íslandsmeistari í hraðskák Bjarki Sigurðsson skrifar 9. desember 2023 17:48 Vignir Vatnar Stefánsson er nú Íslandsmeistari í skák og hraðskák. skák.is Vignir Vatnar Stefánsson er nýr Íslandsmeistari í hraðskák en mótið fór fram í höfuðstöðvum Landsbankans í dag. Um það bil níutíu skákmenn kepptu um titilinn. Íslandsmótið í hraðskák fór fram í nýjum höfuðstöðvum Landsbankans í dag. Mótið fór fram í tuttugasta skiptið og voru margir af bestu skákmönnum Íslands mættir til að tefla. Leiknar voru þrettán umferðir þar sem hver keppandi hafði þrjár mínútur á klukkunni. Fyrir hvern leik bættust svo tvær sekúndur við og hver skák allt að tíu mínútna löng. Keppendur voru á öllum aldri og stóðu sig með prýði. „Hérna eru eiginlega allir sterkustu skákmenn landsins sem eiga heimangengt,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Klippa: Nýr Íslandsmeistari í hraðskák Og hvernig hefur þetta gengið? „Þetta hefur gengið gríðarlega vel fyrir sig, gaman að tefla á nýjum og glæsilegum stað,“ segir Gunnar. Gunnar Björnsson er forseti Skáksambands Íslands.Vísir/Steingrímur Dúi Hann segir skákhreyfinguna finna fyrir auknum áhuga. „Við finnum aukinn áhuga á skákinni, og eins og þetta mót, það er metþátttaka á þessu móti. Og það er metþátttaka á flestum mótum og við reynum að halda straumnum hjá okkur,“ segir Gunnar. Og það hefur gengið ágætlega? „Það hefur gengið ágætlega, auðvitað vill maður alltaf meira en það hefur gengið almennt ágætlega,“ segir Gunnar. Leikar enduðu svo að Vignir Vatnar Stefánsson vann mótið með 12 og hálfan vinning af þrettán. Vignir, sem er yngsti stórmeistari Íslands, er einnig Íslandsmeistari í venjulegri skák. Hjörvar Steinn Grétarsson, ríkjandi meistari í atskák og slembiskák gat ekki teflt í dag en hann varð íslandsmeistari í hraðskák í fyrra. Eina skákin sem Vignir vann ekki var gegn Birni Þorfinnssyni í áttundu umferð. Í öðru sæti varð Jón Viktor Gunnarsson með tíu vinninga og téður Björn í því þriðja með níu og hálfan vinning. Björn Þorfinnsson. Skák Tengdar fréttir Vignir Vatnar vinnur Vignir Vatnar Stefánsson sigraði kólumbískan andstæðing sinn í fyrstu skák sinni á heimsmeistaramóti áhugamanna í Rúmeníu í gær. 23. apríl 2013 07:25 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Íslandsmótið í hraðskák fór fram í nýjum höfuðstöðvum Landsbankans í dag. Mótið fór fram í tuttugasta skiptið og voru margir af bestu skákmönnum Íslands mættir til að tefla. Leiknar voru þrettán umferðir þar sem hver keppandi hafði þrjár mínútur á klukkunni. Fyrir hvern leik bættust svo tvær sekúndur við og hver skák allt að tíu mínútna löng. Keppendur voru á öllum aldri og stóðu sig með prýði. „Hérna eru eiginlega allir sterkustu skákmenn landsins sem eiga heimangengt,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Klippa: Nýr Íslandsmeistari í hraðskák Og hvernig hefur þetta gengið? „Þetta hefur gengið gríðarlega vel fyrir sig, gaman að tefla á nýjum og glæsilegum stað,“ segir Gunnar. Gunnar Björnsson er forseti Skáksambands Íslands.Vísir/Steingrímur Dúi Hann segir skákhreyfinguna finna fyrir auknum áhuga. „Við finnum aukinn áhuga á skákinni, og eins og þetta mót, það er metþátttaka á þessu móti. Og það er metþátttaka á flestum mótum og við reynum að halda straumnum hjá okkur,“ segir Gunnar. Og það hefur gengið ágætlega? „Það hefur gengið ágætlega, auðvitað vill maður alltaf meira en það hefur gengið almennt ágætlega,“ segir Gunnar. Leikar enduðu svo að Vignir Vatnar Stefánsson vann mótið með 12 og hálfan vinning af þrettán. Vignir, sem er yngsti stórmeistari Íslands, er einnig Íslandsmeistari í venjulegri skák. Hjörvar Steinn Grétarsson, ríkjandi meistari í atskák og slembiskák gat ekki teflt í dag en hann varð íslandsmeistari í hraðskák í fyrra. Eina skákin sem Vignir vann ekki var gegn Birni Þorfinnssyni í áttundu umferð. Í öðru sæti varð Jón Viktor Gunnarsson með tíu vinninga og téður Björn í því þriðja með níu og hálfan vinning. Björn Þorfinnsson.
Skák Tengdar fréttir Vignir Vatnar vinnur Vignir Vatnar Stefánsson sigraði kólumbískan andstæðing sinn í fyrstu skák sinni á heimsmeistaramóti áhugamanna í Rúmeníu í gær. 23. apríl 2013 07:25 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Vignir Vatnar vinnur Vignir Vatnar Stefánsson sigraði kólumbískan andstæðing sinn í fyrstu skák sinni á heimsmeistaramóti áhugamanna í Rúmeníu í gær. 23. apríl 2013 07:25