Kaup starfsfólks lögreglu á fatafellum „botnlaust dómgreindarleysi“ Lovísa Arnardóttir skrifar 9. desember 2023 13:52 Helga, Sigurður og Stefán voru gestir í Vikulokunum og sögðu málið slæmt. Samsett Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu lítur atvik sem átti sér stað í vinnuferð starfsmanna embættisins alvarlegum augum. Þrír starfsmenn embættisins fóru út á lífið eftir vinnuferð og pöntuðu sér fatafellu. Fyrrverandi þingmaður segir málið vont. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki tjá sig um það í hádegisfréttum RÚV hvort starfsmennirnir væru farnir í leyfi. Hún sagðist þó líta málið alvarlegum augum. Starfsmennirnir njóti persónuverndar á meðan málið sé til rannsóknar. Verulega vont mál Málið var rætt í Vikulokum á Rás 1 í morgun. Þar voru gestir Sunnu Valgerðardóttur þau Helga Vala Helgadóttir, lögmaður, Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi og Sigurður Örn Hilmarsson formaður Lögmannafélags Íslands Stefán Pálsson sagði það gleðilegt að væri verið að fara með fólk í fræðsluferðir til Auschwitz en að um væri að ræða „botnlaust dómgreindarleysi og vitleysisgang“ af hálfu starfskvenna lögreglunnar. Hann sagði sér fallast hendur. Halla Bergþóra er lögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, sagði þetta kjánaskap og þarna hefðu verið teknar heimskulegar ákvarðanir. Málið væri óheppilegt og það væri betra ef þetta hefði ekki gerst. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingar, sagði málið ferlega ömurlegt. „Þær eru í vinnuferð. Þetta er lögreglan og þær eru ákveðnar reglur.“ Hún sagði mikilvægt að vita hvaða einstaklingur það var sem var keyptur, hver bakgrunnur hans er og sagði mjög líklegt væri að einstaklingurinn væri þolandi mansals. „Mér finnst þetta bara vont. Maður flissar við morgunverðarborðið þegar maður sér þessa frétt af því þetta er svo vandræðalegt. En svo er þetta bara alveg ömurlegt og hrikalega vont,“ sagði Helga Vala í Vikulokunum. Keyptu sér limmósínu og fatafellu Fram kom í frétt Vísis um málið í gær að vinnuferðin var farin í síðasta mánuði. Þegar henni lauk varð hópur starfsmanna eftir. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það yfir helgina sem fylgdi sem kvenkyns starfsmenn ákærusviðs skelltu sér út á lífið, leigðu limmósínu og keyptu þjónustu karlkyns fatafellu. Í frétt Heimildarinnar í gær kom svo fram að myndum af því var svo deilt í lokaðan hóp á Snapchat. Lögreglan Pólland Mansal Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Starfskonur lögreglunnar leigðu strippara í Auschwitz Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru til skoðunar vegna máls sem upp kom í kjölfar vinnuferðar til Auschwitz í Póllandi í nóvember. Kynningarfulltrúi embættisins segir málið litið alvarlegum augum. 8. desember 2023 20:16 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki tjá sig um það í hádegisfréttum RÚV hvort starfsmennirnir væru farnir í leyfi. Hún sagðist þó líta málið alvarlegum augum. Starfsmennirnir njóti persónuverndar á meðan málið sé til rannsóknar. Verulega vont mál Málið var rætt í Vikulokum á Rás 1 í morgun. Þar voru gestir Sunnu Valgerðardóttur þau Helga Vala Helgadóttir, lögmaður, Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi og Sigurður Örn Hilmarsson formaður Lögmannafélags Íslands Stefán Pálsson sagði það gleðilegt að væri verið að fara með fólk í fræðsluferðir til Auschwitz en að um væri að ræða „botnlaust dómgreindarleysi og vitleysisgang“ af hálfu starfskvenna lögreglunnar. Hann sagði sér fallast hendur. Halla Bergþóra er lögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, sagði þetta kjánaskap og þarna hefðu verið teknar heimskulegar ákvarðanir. Málið væri óheppilegt og það væri betra ef þetta hefði ekki gerst. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingar, sagði málið ferlega ömurlegt. „Þær eru í vinnuferð. Þetta er lögreglan og þær eru ákveðnar reglur.“ Hún sagði mikilvægt að vita hvaða einstaklingur það var sem var keyptur, hver bakgrunnur hans er og sagði mjög líklegt væri að einstaklingurinn væri þolandi mansals. „Mér finnst þetta bara vont. Maður flissar við morgunverðarborðið þegar maður sér þessa frétt af því þetta er svo vandræðalegt. En svo er þetta bara alveg ömurlegt og hrikalega vont,“ sagði Helga Vala í Vikulokunum. Keyptu sér limmósínu og fatafellu Fram kom í frétt Vísis um málið í gær að vinnuferðin var farin í síðasta mánuði. Þegar henni lauk varð hópur starfsmanna eftir. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það yfir helgina sem fylgdi sem kvenkyns starfsmenn ákærusviðs skelltu sér út á lífið, leigðu limmósínu og keyptu þjónustu karlkyns fatafellu. Í frétt Heimildarinnar í gær kom svo fram að myndum af því var svo deilt í lokaðan hóp á Snapchat.
Lögreglan Pólland Mansal Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Starfskonur lögreglunnar leigðu strippara í Auschwitz Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru til skoðunar vegna máls sem upp kom í kjölfar vinnuferðar til Auschwitz í Póllandi í nóvember. Kynningarfulltrúi embættisins segir málið litið alvarlegum augum. 8. desember 2023 20:16 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Starfskonur lögreglunnar leigðu strippara í Auschwitz Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru til skoðunar vegna máls sem upp kom í kjölfar vinnuferðar til Auschwitz í Póllandi í nóvember. Kynningarfulltrúi embættisins segir málið litið alvarlegum augum. 8. desember 2023 20:16