Innlent

Enn reynt að ná utan um lausa þræði

Lovísa Arnardóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa
Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra.
Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra. Stöð 2

Flugumferðarstjórar munu enn að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudag og fimmtudag í næstu viku. Samninganefndir Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins funduðu í tvo klukkutíma hjá ríkissáttasemjara í gær en samtökin fara með samningsumboð Isavia í deilunni.

Að sögn Arnars Hjálmssonar formanns Félags flugumferðarstjóra er enn verið að reyna ná utan um lausa þræði en boðað hefur verið til næsta fundar á mánudag.

Boðað var til verkfallsins fyrr í vikunni. Samningar milli flugumferðarstjóra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði.

Fráleit tímasetning

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í vikunni fráleitt að flugumferðarstjórar boði nú til þriðja verkfallsins á fimm árum á meðan unnið sé að gerð nýrrar þjóðarsáttar á meðal allra aðila vinnumarkaðarins. Hún sagðist gefa þeim kartöflu í skóinn ef hún væri jólasveinninn.

Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, gaf lítið fyrir þessi ummæli Sigríðar Margrétar Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA.

„Þessi kartöfluummæli, hún getur átt þau við sjálfa sig,“ sagði Arnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég held að þetta hjálpi ekki fulltrúa Samtaka atvinnulífsins sem situr við þetta borð. Ég get ekki ímyndað mér það. Og þetta hjálpar ekki okkur.“


Tengdar fréttir

Gæfi flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fráleitt að flugumferðarstjórar boði nú til þriðja verkfallsins á fimm árum á meðan unnið sé að gerð nýrrar þjóðarsáttar á meðal allra aðila vinnumarkaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×