Körfubolti

Sjö­tti sigur toppliðsins í röð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Rudy Gobert tók 20 fráköst fyrir Minnesota Timberwolves í nótt.
Rudy Gobert tók 20 fráköst fyrir Minnesota Timberwolves í nótt. Justin Ford/Getty Images

Minnesota Timberwolves unnu sinn sjötta sigur í röð er liðið vann öruggan 24 stiga sigur gegn Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 103-127.

Gestirnir frá Minnesota þurftu að hafa fyrir hlutunum í upphafi leiks, en alls skiptust liðin sex sinnum á að hafa forystuna og sex sinnum var jafnt. Úlfarnir höfðu þó tveggja stiga forystu þegar fyrsta leikhluta lauk og munurinn var orðinn sex stig þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja, staðan 54-60.

Gestirnir tóku þó öll völd í þriðja leikhluta og skoruðu 38 stig gegn 24 stigum heimamanna. Eftir það var sigurinn nokkuð auðveldur fyrir toppliðið sem vann að lokum 24 stiga sigur, 103-127.

Karl-Anthony Towns var stigahæstur í liði gestanna með 24 stig, en Rudy Gobert átti einnig stórleik og skilaði 16 stigum og 20 fráköstum. Jaren Jackson Jr. var atkvæðamestur í liði heimamanna með 21 stig.

Úrslit næturinnar

Atlanta Hawks 114-125 Philadelphia 76ers

Detroit Pistons 91-123 Orlando Magic

Toronto Raptors 116-119 Charlotte Hornets

New York Knicks 123-133 Boston Celtics

Washington Wizards 97-124 Brooklyn Nets

Golden State Warriors 136-138 Oklahoma City Thunder

Minnesota Timberwolves 127-103 Memphis Grizzlies

Cleveland Cavaliers 111-99 Miami Heat

Sacramento Kings 114-106 Phoenix Suns

Houston Rockets 114-106 Denver Nuggets

Dallas Mavericks 125-112 Portland Trailblazers

Los Angeles Clippers 117-103 Utah Jazz

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×