MacGowan lést undir lok síðasta mánaðar en hann var 65 ára. Hann var söngvari hljómsveitarinnar The Pogues og er þekktastur fyrir lög á borð við Fairytale of New York, Dirty Old Town, The Irish Rover, A Pair Of Brown Eyes og A Rainy Night In Soho.
Áður en jarðarförðin hófst gengu íbúar Dyflinnar meðfram hestvagni þar sem líkkista MacGowan var í glerboxi í eftirdragi. Ofan á kistunni var írski þjóðfáninn.
Á götum úti mátti sjá og heyra í fjölda tónlistarmanna sem spiluðu lög eftir MacGowan og The Pogues til þess að votta honum virðingu þeirra.
Meðal þeirra sem taka þátt í jarðarförinni í dag eru leikarinn Johnny Depp og söngvarinn Bono en báðir voru góðir vinir MacGowan.
