Evrópuferðalagið í leka húsbílnum endar við Reykjavíkurtjörn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. desember 2023 12:00 Félagarnir pössuðu sig á því að njóta á milli tónleika. Strákarnir í rokkhljómsveitinni Vintage Caravan leggja í kvöld lokahnykkinn á Evrópuferðalag sitt, á tónleikum í Iðnó. Óskar Logi Ágústsson segir að líklega muni hann leggjast í dá að kvöldinu loknu en segist spenntur fyrir því að fara loksins á svið fyrir íslenska áhorfendur. „Okkur fannst ekki alveg nógu mikið að spila á 23 tónleikum á einum mánuði, þannig að við urðum hreinlega að lengja þetta og enda þetta með stæl hérna heima,“ segir Óskar Logi léttur í bragði í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hafa strákarnir í Vintage Caravan varla verið heima við á Íslandi þetta árið. Sveitin spilaði meðal annars á tónleiakferðalagi í Suður Ameríku fyrr á árinu. Óskar segir sveitina því eðli málsins samkvæmt spennta að ljúka Monuments tónleikaferðalaginu en íslenska rokksveitin Volcanova mun hita upp í kvöld líkt og undanfarinn mánuð. Ferðuðust á milli í lekum húsbíl Óskar segir Evrópuferðalagið hafa gengið vel. Sveitin hafi byrjað í Frankfurt í Þýskalandi og farið á milli mismunandi borga með húsbíl sem sofið var í ásamt hljómsveitarmeðlimum Volcanova. „Maður sofnaði bara í einni borg og svo vaknaði maður í annarri. Það voru níu kojur í þessu, þetta var ágætt og leit svolítið að utan frá eins og við værum bara í einhverri útileigu. Þetta var ekki lúxus líf en húsbíllinn gerði sitt gagn, þó hann hafi vissulega lekið.“ Lak bíllinn? „Já glugginn hjá Stefáni ákvað eitthvað kvöldið að gefa sig bara og hann vaknaði upp í rigningarblautu rúmi,“ segir Óskar hlæjandi og á þar við Stefán Ara Stefánsson, trommuleikara sveitarinnar. „Svo fannst mygla í einhverju rúminu. Þannig að þetta var ekki fullkominn ferðamáti en þessu var öllu saman kippt í lag.“ Vintage Caravan nýtur gríðarlegra vinsælda erlendis og hefur sveitin meðal annars sagt frá því í Bítinu á Bylgjunni þegar þeir krotuðu á aðdáanda í Suður-Ameríku sem lét svo húðflúra ofan í það. Þá hefur Óskar sagt frá því í Einkalífinu á Vísi hvernig aðdáendur hafa setið um sveitina erlendis. Voru engar uppákomu í þetta sinn? „Heyrðu, nei, tónleikarnir gengu bara allir mjög vel og það voru allir mjög almennilegir,“ segir Óskar léttur í bragði. Hann segist þó hlakka til að binda enda á tónleikaferðalagið í Iðnó í kvöld. Óskar segist stefna á að fara beint upp í sumarbústað til að hlaða rafhlöðurnar. „Ég ætla að reyna að taka það rólega. Ef ég þekki mig rétt þá fer hausinn samt bara beint í næsta verkefni og það eru Led Zeppelin tónleikarnir í Eldborg í febrúar,“ segir Óskar sem segist gríðarlega spenntur fyrir því verkefni. Óskar segir aðdáendur sveitarinnar hafa hegðað sér með prýði. Sjálfur var hann nýverið í viðtali í frægasta gítarblaði veraldar, Guitar World. Hann segir skemmtilegt að hafa fengið að ræða gítarleikinn sinn loksins á opinberum vettvangi. „Þetta er blað sem ég las alltaf sem krakki, þannig það var gríðarlegur heiður að fá að birtast þar. Ég var spurður út í allar gæjurnar mínar, hvernig ég hugsa gítarleik og svona. Þetta var skemmtilega öðruvísi og mikill nördaskapur. Maður hefur lært það fyrir löngu síðan að maður er ekkert að henda þessum atriðum í fólk. Maður er ekkert: „Á ég að segja þér hvernig lampar eru í magnaranum mínum?“ Óskar og félagar í Vintage Caravan ræddu tónleikaferðalagið í Suður-Ameríku í Bítinu á Bylgjunni þegar þeir komu heim í september síðastliðnum. Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
„Okkur fannst ekki alveg nógu mikið að spila á 23 tónleikum á einum mánuði, þannig að við urðum hreinlega að lengja þetta og enda þetta með stæl hérna heima,“ segir Óskar Logi léttur í bragði í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hafa strákarnir í Vintage Caravan varla verið heima við á Íslandi þetta árið. Sveitin spilaði meðal annars á tónleiakferðalagi í Suður Ameríku fyrr á árinu. Óskar segir sveitina því eðli málsins samkvæmt spennta að ljúka Monuments tónleikaferðalaginu en íslenska rokksveitin Volcanova mun hita upp í kvöld líkt og undanfarinn mánuð. Ferðuðust á milli í lekum húsbíl Óskar segir Evrópuferðalagið hafa gengið vel. Sveitin hafi byrjað í Frankfurt í Þýskalandi og farið á milli mismunandi borga með húsbíl sem sofið var í ásamt hljómsveitarmeðlimum Volcanova. „Maður sofnaði bara í einni borg og svo vaknaði maður í annarri. Það voru níu kojur í þessu, þetta var ágætt og leit svolítið að utan frá eins og við værum bara í einhverri útileigu. Þetta var ekki lúxus líf en húsbíllinn gerði sitt gagn, þó hann hafi vissulega lekið.“ Lak bíllinn? „Já glugginn hjá Stefáni ákvað eitthvað kvöldið að gefa sig bara og hann vaknaði upp í rigningarblautu rúmi,“ segir Óskar hlæjandi og á þar við Stefán Ara Stefánsson, trommuleikara sveitarinnar. „Svo fannst mygla í einhverju rúminu. Þannig að þetta var ekki fullkominn ferðamáti en þessu var öllu saman kippt í lag.“ Vintage Caravan nýtur gríðarlegra vinsælda erlendis og hefur sveitin meðal annars sagt frá því í Bítinu á Bylgjunni þegar þeir krotuðu á aðdáanda í Suður-Ameríku sem lét svo húðflúra ofan í það. Þá hefur Óskar sagt frá því í Einkalífinu á Vísi hvernig aðdáendur hafa setið um sveitina erlendis. Voru engar uppákomu í þetta sinn? „Heyrðu, nei, tónleikarnir gengu bara allir mjög vel og það voru allir mjög almennilegir,“ segir Óskar léttur í bragði. Hann segist þó hlakka til að binda enda á tónleikaferðalagið í Iðnó í kvöld. Óskar segist stefna á að fara beint upp í sumarbústað til að hlaða rafhlöðurnar. „Ég ætla að reyna að taka það rólega. Ef ég þekki mig rétt þá fer hausinn samt bara beint í næsta verkefni og það eru Led Zeppelin tónleikarnir í Eldborg í febrúar,“ segir Óskar sem segist gríðarlega spenntur fyrir því verkefni. Óskar segir aðdáendur sveitarinnar hafa hegðað sér með prýði. Sjálfur var hann nýverið í viðtali í frægasta gítarblaði veraldar, Guitar World. Hann segir skemmtilegt að hafa fengið að ræða gítarleikinn sinn loksins á opinberum vettvangi. „Þetta er blað sem ég las alltaf sem krakki, þannig það var gríðarlegur heiður að fá að birtast þar. Ég var spurður út í allar gæjurnar mínar, hvernig ég hugsa gítarleik og svona. Þetta var skemmtilega öðruvísi og mikill nördaskapur. Maður hefur lært það fyrir löngu síðan að maður er ekkert að henda þessum atriðum í fólk. Maður er ekkert: „Á ég að segja þér hvernig lampar eru í magnaranum mínum?“ Óskar og félagar í Vintage Caravan ræddu tónleikaferðalagið í Suður-Ameríku í Bítinu á Bylgjunni þegar þeir komu heim í september síðastliðnum.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira