LIV „stal“ Mastersmeistaranum af PGA: „Vona að þeir verði áfram vinir mínir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2023 09:00 Jon Rahm fékk að klæðast hinum eftirsótta græna jakka eftir sigur hans á Augusta í apríl síðastliðnum. Getty/Ross Kinnaird Jon Rahm staðfesti í gær að hann er búinn að gera samning við LIV mótaröðina og Sádarnir eru því enn að „stela“ frábærum kylfingum af bandarísku mótaröðinni. „Þetta var gott tilboð,“ sagði Jon Rahm í viðtalinu við FOX þar sem hann staðfesti samninginn. Það er óhætt að segja það ef farið er eftir heimildir bandarísku fjölmiðlanna. Masters champion Jon Rahm commits to joining LIV Golf League from 2024 season — Sky Sports News (@SkySportsNews) December 8, 2023 Samkvæmt þeim þá er Rahm að fá um 560 milljónir dollara fyrir þennan langtíma samning eða 78 milljarða íslenskra króna. Hinn 29 ára gamli Rahm vann Mastersmótið á þessi ári en vann líka opna bandaríska meistaramótið árið 2021. Hann er einn af stærstu stjörnum bandarísku mótaraðarinnar og þriðji á heimslistanum. Þetta er stór sigur fyrir LIV mótaröðina því Rahm er einn af þeim sem hefur gagnrýnt hana hvað mest. Hann gagnrýndi fyrirkomulagið, fjölda móta og að það væri enginn niðurskurður svo eitthvað sé nefnt. „Ég vil spila á móti þeim bestu í heimi og undir fyrirkomulagi sem hefur verið til staðar í meira en hundrað ár,“ sagði Rahm árið 2022. Hann talaði líka um það að hann vildi halda áfram hjá PGA þar sem goðsagnir eins og Jack Nicklaus, Arnold Palmer og Tiger Woods höfðu spila á undan honum. „Ég vona að þeir verði áfram vinir mínir af því að ég mun ekkert breytast,“ sagði Rahm. Hann vildi ekki staðfesta hvað hann fengi fyrir samninginn. „Ég mun ekki tjá mig um það og vil það heldur ekki. Það er mitt einkamál og verður það áfram,“ sagði Rahm. "I have officially joined LIV"Number 3 ranked golfer in the world Jon Rahm gives a thoughtful and poised 8+ minute interview on the Special Report with Bret Baier to announce his decision to join LIV.Here is the full clip, enjoy. pic.twitter.com/DB79Jw3TSj— LIV Golf Nation (@LIVGolfNation) December 7, 2023 Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Þetta var gott tilboð,“ sagði Jon Rahm í viðtalinu við FOX þar sem hann staðfesti samninginn. Það er óhætt að segja það ef farið er eftir heimildir bandarísku fjölmiðlanna. Masters champion Jon Rahm commits to joining LIV Golf League from 2024 season — Sky Sports News (@SkySportsNews) December 8, 2023 Samkvæmt þeim þá er Rahm að fá um 560 milljónir dollara fyrir þennan langtíma samning eða 78 milljarða íslenskra króna. Hinn 29 ára gamli Rahm vann Mastersmótið á þessi ári en vann líka opna bandaríska meistaramótið árið 2021. Hann er einn af stærstu stjörnum bandarísku mótaraðarinnar og þriðji á heimslistanum. Þetta er stór sigur fyrir LIV mótaröðina því Rahm er einn af þeim sem hefur gagnrýnt hana hvað mest. Hann gagnrýndi fyrirkomulagið, fjölda móta og að það væri enginn niðurskurður svo eitthvað sé nefnt. „Ég vil spila á móti þeim bestu í heimi og undir fyrirkomulagi sem hefur verið til staðar í meira en hundrað ár,“ sagði Rahm árið 2022. Hann talaði líka um það að hann vildi halda áfram hjá PGA þar sem goðsagnir eins og Jack Nicklaus, Arnold Palmer og Tiger Woods höfðu spila á undan honum. „Ég vona að þeir verði áfram vinir mínir af því að ég mun ekkert breytast,“ sagði Rahm. Hann vildi ekki staðfesta hvað hann fengi fyrir samninginn. „Ég mun ekki tjá mig um það og vil það heldur ekki. Það er mitt einkamál og verður það áfram,“ sagði Rahm. "I have officially joined LIV"Number 3 ranked golfer in the world Jon Rahm gives a thoughtful and poised 8+ minute interview on the Special Report with Bret Baier to announce his decision to join LIV.Here is the full clip, enjoy. pic.twitter.com/DB79Jw3TSj— LIV Golf Nation (@LIVGolfNation) December 7, 2023
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira