Sagður hafa eytt fúlgum fjár í vændiskonur og lúxuslíf Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2023 06:58 Hunter Biden ásamt eiginkonu sinni Melissu Cohen í nóvember síðastliðnum. AP/Stephanie Scarbrough Ákæra hefur verið gefin út á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, fyrir skattsvik. Er Biden sakaður um að hafa svikist um að greiða 1,4 milljónir dala í skatt á árunum 2016 til 2019. Tekjur sínar á þessum tíma er hann sagður hafa notað til að fjármagna lúxuslífstíl. Flest brotanna sem Biden er sakaður um áttu sér stað á meðan faðir hans var varaforseti í forsetatíð Barack Obama en hans er hvergi minnst í ákærunni. Hunter Biden, sem er lögfræðingur, á yfir höfði sér allt að sautján ára fangelsi ef hann verður fundinn sekur. Biden er sagður hafa hagnast um meira en 7 milljónir dala á umræddu tímabili, í gegnum ýmsa viðskiptasamninga og ráðgjöf til erlendra aðila. Hann er sagður hafa varið peningunum í eiturlyf, vændiskonur og kærustur, í dvöl á lúxushótelum og leiguíbúðum, dýrar bifreiðar fatnað og aðra muni. „Í stuttu máli; í allt nema skatta,“ segir í ákærunni. Þá er Biden sagður hafa skotið fjármunum undan skatti með því að telja persónulega útgjöld fram sem viðskiptakostnað. Greiðslur fyrir námsaðstoð til handa dóttur hans hafi verið færðar sem „ráðgjöf“ og greiðslur til vændiskvenna og dansara sem „skrifstofukostnaður og annað“. Biden hefur gengist við því að hafa verið háður kókaíni á þessum tíma en er sagður hafa falið þá staðreynd fyrir endurskoðendum sínum, sem hefðu yfirfarið reikninga vandlegar ef þeir hefðu vitað af stöðu mála. Ítarlega útlistun á ákærunni má finna á vef BBC. Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjá meira
Tekjur sínar á þessum tíma er hann sagður hafa notað til að fjármagna lúxuslífstíl. Flest brotanna sem Biden er sakaður um áttu sér stað á meðan faðir hans var varaforseti í forsetatíð Barack Obama en hans er hvergi minnst í ákærunni. Hunter Biden, sem er lögfræðingur, á yfir höfði sér allt að sautján ára fangelsi ef hann verður fundinn sekur. Biden er sagður hafa hagnast um meira en 7 milljónir dala á umræddu tímabili, í gegnum ýmsa viðskiptasamninga og ráðgjöf til erlendra aðila. Hann er sagður hafa varið peningunum í eiturlyf, vændiskonur og kærustur, í dvöl á lúxushótelum og leiguíbúðum, dýrar bifreiðar fatnað og aðra muni. „Í stuttu máli; í allt nema skatta,“ segir í ákærunni. Þá er Biden sagður hafa skotið fjármunum undan skatti með því að telja persónulega útgjöld fram sem viðskiptakostnað. Greiðslur fyrir námsaðstoð til handa dóttur hans hafi verið færðar sem „ráðgjöf“ og greiðslur til vændiskvenna og dansara sem „skrifstofukostnaður og annað“. Biden hefur gengist við því að hafa verið háður kókaíni á þessum tíma en er sagður hafa falið þá staðreynd fyrir endurskoðendum sínum, sem hefðu yfirfarið reikninga vandlegar ef þeir hefðu vitað af stöðu mála. Ítarlega útlistun á ákærunni má finna á vef BBC.
Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjá meira