Luiz hefur verið orðaður við lið á borð við Arsenal og Liverpool en hann segist vera ánægður að spila undir stjórn Unai Emery.
„Það er alltaf gaman að heyra að maður sé orðaður við stóru liðin, ég viðurkenni það alveg,“ byrjaði Douglas Luiz að segja.
„En ég er ánægður hér hjá Villa. Ég elska að spila undir Emery og öll mín einbeiting er að gera mitt besta fyrir liðið.“
„Auðvitað sé ég allar þessar sögur en ég eyði ekki miklum tíma í að skoða þær, hugur minn er hér hjá Villa,“ endaði Douglas Luiz að segja.