Fimm nýir tóku sæti í Hæstarétti Árni Sæberg skrifar 6. desember 2023 14:33 Ekkert þeirra sem dæmir í málinu er Hæstaréttardómari. Hæstiréttur Íslands Málflutningur í máli sem varðar laun dómara fór fram í Hæstarétti í dag. Eðli málsins samkvæmt eru allir embættisdómarar landsins vanhæfir til þess að dæma í málinu og því var dómarabekkurinn skipaður settum dómurum. Mál Ástríðar Grímsdóttur, héraðsdómara sem stefndi ríkinu eftir að henni var tilkynnt um að hún hefði fengið ofgreidd laun og fór með sigur af hólmi í héraði, var flutt í Hæstarétti í dag. Málinu var skotið beint til Hæstaréttar án viðkomu í Landsrétti. Fjársýsla ríkisins greindi frá því í júlí í fyrra að tvö hundruð og sextíu af æðstu embættismönnum landsins hefðu fengið ofgreidd laun um það sem nam um 105 milljónum króna. Launin voru ofgreidd vegna þess að fjársýslan notaðist ekki við lögbundið viðmið um laun þjóðkjörinna manna, ráðherra og tiltekinna embættismanna frá því að lög um þau tóku gildi árið 2019. Ástríður Grímsdóttir, sem er dómari við Héraðsdóm Reykjaness, vildi ekki una því að þurfa að endurgreiða hluta greiddra launa, 550 þúsund krónur og að laun hennar yrðu lækkuð um 34 þúsund krónur á mánuði. Því höfðaði hún mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til ógildingar ákvarðana Fjársýslu ríkisins um breytta útreikningsaðferð, lækkun launa hennar og endurkröfuna. Í maí síðastliðnum kvað héraðsdómur Reykjavíkur, sem var skipaður settum dómurum, upp dóm þess efnis að launalækkunin hafi verið ólögmæt. Enginn dómari hæfur til að dæma í máli sem varðar hagsmuni þeirra Þar sem málið varðar laun allra embættisdómara landsins lá fyrir að enginn þeirra væri hæfur til þess að dæma í málinu. Eftir úrskurð dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur um vanhæfi allra dómara dómstólsins var Gunnar Þór Pétursson settur dómari í málinu í héraði. Hann var settur dómari við Landsrétt síðasta vor og við EFTA-dómstólinn frá 1. júlí í fyrra. Þá var hann framkvæmdastjóri hjá eftirlitsstofnun EFTA frá 2017 til 2020. Þá voru þau Berglind Svavarsdóttir lögmaður og Sindri M. Stephensen dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík einnig settir dómarar í málinu. Í tilkynningu Hæstaréttar um málflutninginn segir að í stað skipaðra Hæstaréttardómara hafi tekið sæti Lára V. Júlíusdóttir lögmaður, sem er forseti dómsins, Guðmundur Sigurðsson prófessor, Hrefna Friðriksdóttir prófessor, Kristinn Bjarnason lögmaður og Róbert R. Spanó prófessor. Dómstólar Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Ætla að áfrýja launamáli dómara beint til Hæstaréttar Fjármála- og efnahagsráðuneytið hyggst óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem deilt var um endurgreiðslu launa dómara, beint til Hæstaréttar. Héraðsdómur taldi að ríkið hefði ekki mátt endurskoða laun dómara, lækka þau og krefjast endurgreiðslu á því sem ráðuneytið taldi ofgreidd laun. 31. maí 2023 14:36 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Mál Ástríðar Grímsdóttur, héraðsdómara sem stefndi ríkinu eftir að henni var tilkynnt um að hún hefði fengið ofgreidd laun og fór með sigur af hólmi í héraði, var flutt í Hæstarétti í dag. Málinu var skotið beint til Hæstaréttar án viðkomu í Landsrétti. Fjársýsla ríkisins greindi frá því í júlí í fyrra að tvö hundruð og sextíu af æðstu embættismönnum landsins hefðu fengið ofgreidd laun um það sem nam um 105 milljónum króna. Launin voru ofgreidd vegna þess að fjársýslan notaðist ekki við lögbundið viðmið um laun þjóðkjörinna manna, ráðherra og tiltekinna embættismanna frá því að lög um þau tóku gildi árið 2019. Ástríður Grímsdóttir, sem er dómari við Héraðsdóm Reykjaness, vildi ekki una því að þurfa að endurgreiða hluta greiddra launa, 550 þúsund krónur og að laun hennar yrðu lækkuð um 34 þúsund krónur á mánuði. Því höfðaði hún mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til ógildingar ákvarðana Fjársýslu ríkisins um breytta útreikningsaðferð, lækkun launa hennar og endurkröfuna. Í maí síðastliðnum kvað héraðsdómur Reykjavíkur, sem var skipaður settum dómurum, upp dóm þess efnis að launalækkunin hafi verið ólögmæt. Enginn dómari hæfur til að dæma í máli sem varðar hagsmuni þeirra Þar sem málið varðar laun allra embættisdómara landsins lá fyrir að enginn þeirra væri hæfur til þess að dæma í málinu. Eftir úrskurð dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur um vanhæfi allra dómara dómstólsins var Gunnar Þór Pétursson settur dómari í málinu í héraði. Hann var settur dómari við Landsrétt síðasta vor og við EFTA-dómstólinn frá 1. júlí í fyrra. Þá var hann framkvæmdastjóri hjá eftirlitsstofnun EFTA frá 2017 til 2020. Þá voru þau Berglind Svavarsdóttir lögmaður og Sindri M. Stephensen dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík einnig settir dómarar í málinu. Í tilkynningu Hæstaréttar um málflutninginn segir að í stað skipaðra Hæstaréttardómara hafi tekið sæti Lára V. Júlíusdóttir lögmaður, sem er forseti dómsins, Guðmundur Sigurðsson prófessor, Hrefna Friðriksdóttir prófessor, Kristinn Bjarnason lögmaður og Róbert R. Spanó prófessor.
Dómstólar Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Ætla að áfrýja launamáli dómara beint til Hæstaréttar Fjármála- og efnahagsráðuneytið hyggst óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem deilt var um endurgreiðslu launa dómara, beint til Hæstaréttar. Héraðsdómur taldi að ríkið hefði ekki mátt endurskoða laun dómara, lækka þau og krefjast endurgreiðslu á því sem ráðuneytið taldi ofgreidd laun. 31. maí 2023 14:36 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Ætla að áfrýja launamáli dómara beint til Hæstaréttar Fjármála- og efnahagsráðuneytið hyggst óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem deilt var um endurgreiðslu launa dómara, beint til Hæstaréttar. Héraðsdómur taldi að ríkið hefði ekki mátt endurskoða laun dómara, lækka þau og krefjast endurgreiðslu á því sem ráðuneytið taldi ofgreidd laun. 31. maí 2023 14:36