Haraldur hlaut Kærleikskúluna Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. desember 2023 12:00 Haraldur Þorleifsson hlaut Kærleikskúluna árið 2023. Kúlan er hönnuð af Guðjóni Ketilssyni. Vísir/Vilhelm Tuttugasta og fyrsta Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur í dag, miðvikudaginn 6. desember. Rampaði upp Reykjadal Ár hvert velur Styrktarfélagið handhafa Kærleikskúlunnar, einhvern sem hefur með verkum sínum breytt viðhorfum og bætt líf samborgara sinna og samfélag, vakið athygli á mikilvægum gildum og sjálfsögðum réttindum. „Gestaráð Reykjadals afhenti Haraldi Þorleifssyni Kærleikskúlu ársins 2023. Haraldur hefur látið til sín taka á mörgum sviðum samfélagsins, sem frumkvöðull, athafnamaður, hönnuður, tónlistarmaður og mannvinur. Hann er baráttumaður fyrir mannréttindum og betra samfélagi og hefur vakið þjóðarathygli fyrir framgöngu sína í verkefninu Römpum upp Ísland sem hefur það að markmiði að bæta aðgengi fatlaðs fólks í samfélaginu en Haraldur rampaði upp Reykjadal árið 2022. Verkefnið sem snerist í fyrstu um að byggja 100 rampa í Reykjavík, hefur vaxið hratt og nýlega var þeim stóráfanga fagnað að eitt þúsund rampar hafa verið byggðir víðsvegar um landið. Í samstarfi við Reykjavíkurborg er nú stefnt á að rampa upp opinberar byggingar, gera nýja rampa aðgengilegri fyrir blinda og sjónskerta og setja í forgang að bæta aðgengismál í leik- og grunnskólum. Árangurinn sem Haraldur hefur náð við að sameina krafta þjónustuaðila, einkaaðila og yfirvalda til að leita lausna og láta verkin tala fljótt og vel er, eftirtektarverður og víst að verkefnið hefur breytt viðhorfum og vakið samfélagið til vitundar um aðgengismál í víðu samhengi,“ segir í fréttatilkynningu. HEIMUR er Kærleikskúlan 2023 HEIMUR eftir Guðjón Ketilsson er Kærleikskúla ársins 2023 en hann hlaut Íslensku myndlistarverðlaunin árið 2020. Í fréttatilkynningu kemur eftirfarandi fram: „Guðjón er einn fremsti og afkastamesti listamaður landsins. Hann vinnur að jöfnu að gerð teikninga og skúlptúra þar sem handverkið er í forgrunni. Verk hans rýna í mannlegt eðli, líkamann og hversdagslegt umhverfi þar sem kunnuglegir hlutir, form, orð eða ritaður texti eru dregin fram í nýju og gjarnan óvæntu samhengi. Það er Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna sem hjúpar Kærleikskúluna árið 2023. Kúlan verður hér til sem listgripur á Íslandi þegar 75 ár eru liðin frá því að sáttmálinn var staðfestur til þess að vinna að friðsamlegum samskiptum þjóða. Yfirlýsingin kveður á um mannréttindi sem allir eiga tilkall til óháð kynþætti, litarhætti, kynferði, tungu, trú, skoðunum, þjóðerni, uppruna, eignum, ætterni eða öðrum aðstæðum. Sköpun Kærleikskúlunnar á sér því uppsprettu í sammannlegri samhygð, náungakærleika og von um friðsamlegri samskipti þjóða.“ Allur ágóði af sölu Kærleikskúlunnar rennur til sumarbúðanna í Reykjadal. Sölutímabil er 7. - 21. desember. Í tilkynningunni segir að það sem geri kúluna dýrmætasta sé innihaldið, sem er kærleikurinn. „Nafn kúlunnar er táknrænt en markmið með sölu hennar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og allur ágóði rennur til starfsemi sumarbúðanna Reykjadal þar sem gleði, jákvæðni og ævintýri eru í fyrirrúmi. Þetta er í tuttugasta og fyrsta sinn sem félagið gefur út Kærleikskúluna en margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar hafa lagt félaginu lið með því að skapa listaverk á glerkúluna.“ FYRRI KÆRLEIKSKÚLUR 2003 – 2 MÁLARAR – Erró 2004 – AUGAÐ – Ólafur Elíasson 2005 – ÁN UPPHAFS – ÁN ENDIS – Rúrí 2006 – SALT JARÐAR – Gabríela Friðriksdóttir 2007 – HRINGUR – Eggert Pétursson 2008 – ALLT SEM ANDANN DREGUR – Gjörningaklúbburinn 2009 – SNERTING – Hreinn Friðfinnsson 2010 – FJARLÆGÐ – Katrín Sigurðardóttir 2011 – SKAPAÐU ÞINN EIGIN HEIM – Yoko Ono 2012 – LOKKANDI – Hrafnhildur Arnardóttir 2013 – HUGVEKJA - Ragnar Kjartansson 2014 – MANDARÍNA - Davíð Örn Halldórsson 2015 – LANDSLAG - Ragna Róbertsdóttir 2016 - SÝN - Sigurður Árni Sigurðsson 2017 - ŪGH & BõÖGâr – Egill Sæbjörnsson 2018 – TERELLA – Elín Hansdóttir 2019 – SÓL ÉG SÁ – Ólöf Nordal 2020 – ÞÖGN – Finnbogi Pétursson 2021 – EITT ÁR – Sirra Sigrún Sigurðardóttir 2022 – KÚLA MEÐ STROKU – Karin Sander 2023 – HEIMUR – Guðjón Ketilsson Menning Félagasamtök Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Rampaði upp Reykjadal Ár hvert velur Styrktarfélagið handhafa Kærleikskúlunnar, einhvern sem hefur með verkum sínum breytt viðhorfum og bætt líf samborgara sinna og samfélag, vakið athygli á mikilvægum gildum og sjálfsögðum réttindum. „Gestaráð Reykjadals afhenti Haraldi Þorleifssyni Kærleikskúlu ársins 2023. Haraldur hefur látið til sín taka á mörgum sviðum samfélagsins, sem frumkvöðull, athafnamaður, hönnuður, tónlistarmaður og mannvinur. Hann er baráttumaður fyrir mannréttindum og betra samfélagi og hefur vakið þjóðarathygli fyrir framgöngu sína í verkefninu Römpum upp Ísland sem hefur það að markmiði að bæta aðgengi fatlaðs fólks í samfélaginu en Haraldur rampaði upp Reykjadal árið 2022. Verkefnið sem snerist í fyrstu um að byggja 100 rampa í Reykjavík, hefur vaxið hratt og nýlega var þeim stóráfanga fagnað að eitt þúsund rampar hafa verið byggðir víðsvegar um landið. Í samstarfi við Reykjavíkurborg er nú stefnt á að rampa upp opinberar byggingar, gera nýja rampa aðgengilegri fyrir blinda og sjónskerta og setja í forgang að bæta aðgengismál í leik- og grunnskólum. Árangurinn sem Haraldur hefur náð við að sameina krafta þjónustuaðila, einkaaðila og yfirvalda til að leita lausna og láta verkin tala fljótt og vel er, eftirtektarverður og víst að verkefnið hefur breytt viðhorfum og vakið samfélagið til vitundar um aðgengismál í víðu samhengi,“ segir í fréttatilkynningu. HEIMUR er Kærleikskúlan 2023 HEIMUR eftir Guðjón Ketilsson er Kærleikskúla ársins 2023 en hann hlaut Íslensku myndlistarverðlaunin árið 2020. Í fréttatilkynningu kemur eftirfarandi fram: „Guðjón er einn fremsti og afkastamesti listamaður landsins. Hann vinnur að jöfnu að gerð teikninga og skúlptúra þar sem handverkið er í forgrunni. Verk hans rýna í mannlegt eðli, líkamann og hversdagslegt umhverfi þar sem kunnuglegir hlutir, form, orð eða ritaður texti eru dregin fram í nýju og gjarnan óvæntu samhengi. Það er Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna sem hjúpar Kærleikskúluna árið 2023. Kúlan verður hér til sem listgripur á Íslandi þegar 75 ár eru liðin frá því að sáttmálinn var staðfestur til þess að vinna að friðsamlegum samskiptum þjóða. Yfirlýsingin kveður á um mannréttindi sem allir eiga tilkall til óháð kynþætti, litarhætti, kynferði, tungu, trú, skoðunum, þjóðerni, uppruna, eignum, ætterni eða öðrum aðstæðum. Sköpun Kærleikskúlunnar á sér því uppsprettu í sammannlegri samhygð, náungakærleika og von um friðsamlegri samskipti þjóða.“ Allur ágóði af sölu Kærleikskúlunnar rennur til sumarbúðanna í Reykjadal. Sölutímabil er 7. - 21. desember. Í tilkynningunni segir að það sem geri kúluna dýrmætasta sé innihaldið, sem er kærleikurinn. „Nafn kúlunnar er táknrænt en markmið með sölu hennar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og allur ágóði rennur til starfsemi sumarbúðanna Reykjadal þar sem gleði, jákvæðni og ævintýri eru í fyrirrúmi. Þetta er í tuttugasta og fyrsta sinn sem félagið gefur út Kærleikskúluna en margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar hafa lagt félaginu lið með því að skapa listaverk á glerkúluna.“ FYRRI KÆRLEIKSKÚLUR 2003 – 2 MÁLARAR – Erró 2004 – AUGAÐ – Ólafur Elíasson 2005 – ÁN UPPHAFS – ÁN ENDIS – Rúrí 2006 – SALT JARÐAR – Gabríela Friðriksdóttir 2007 – HRINGUR – Eggert Pétursson 2008 – ALLT SEM ANDANN DREGUR – Gjörningaklúbburinn 2009 – SNERTING – Hreinn Friðfinnsson 2010 – FJARLÆGÐ – Katrín Sigurðardóttir 2011 – SKAPAÐU ÞINN EIGIN HEIM – Yoko Ono 2012 – LOKKANDI – Hrafnhildur Arnardóttir 2013 – HUGVEKJA - Ragnar Kjartansson 2014 – MANDARÍNA - Davíð Örn Halldórsson 2015 – LANDSLAG - Ragna Róbertsdóttir 2016 - SÝN - Sigurður Árni Sigurðsson 2017 - ŪGH & BõÖGâr – Egill Sæbjörnsson 2018 – TERELLA – Elín Hansdóttir 2019 – SÓL ÉG SÁ – Ólöf Nordal 2020 – ÞÖGN – Finnbogi Pétursson 2021 – EITT ÁR – Sirra Sigrún Sigurðardóttir 2022 – KÚLA MEÐ STROKU – Karin Sander 2023 – HEIMUR – Guðjón Ketilsson
Menning Félagasamtök Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira