Við hefjum leik í Njarðvík þar sem heimakonur taka á móti Haukum í Subway-deild kvenna í körfubolta klukkan 19:05 á Stöð 2 Sport. Að leik loknum verður Subway Körfuboltakvöld svo á sínum stað þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leikjum umferðarinnar.
Körfuboltanum er þó ekki lokið því klukkan 19:25 eigast Virtus Bologna og Barcelona við í EuroLeague á Vodafone Sport áður en Lightning og Penguins etja kappi í NHL-deildinni í íshokkí á sömu rás klukkan 00:05 eftir miðnætti.
Á Stöð 2 eSport verður Föruneyti Pingsins svo á sínum stað með seinn vikulega þátt klukkan 20:00.