Umfjöllun: Danmörk - Ísland 0-1 | Enda árið með fræknum sigri í Viborg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2023 20:25 Glódís Perla og Alexandra Jóhannsdóttir í baráttunni í kvöld. EPA-EFE/Johnny Pedersen Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði sér lítið fyrir og sigraði Danmörk 1-0 ytra í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA. Íslendingar enda í 3. sæti en hefði heimaliðið sigrað hefðu þær unnið riðilinn. Fyrir leik var vitað að Ísland væri á leið í umspil um að halda sæti sínu í A-deild Þjóðadeildar en Danmörk gat með sigri farið yfir Þýskaland ef þeim þýsku myndi mistakast að vinna Wales. Það gæti skiptir máli þar sem efsta sæti Þjóðadeildar gefur þátttökurétt á Ólympíuleikum. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslands, gerði fimm breytingar á byrjunarliði Íslands frá 2-1 sigrinum gegn Wales á dögunum. Fanney Inga Birkisdóttir, hinn ungi markvörður Vals, stóð vaktina í markinu í sínum fyrsta A-landsleik. Sömuleiðis komu Guðný Árnadóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Diljá Ýr Zomers inn í byrjunarliðið. Þær sem duttu út voru Telma Ívarsdóttir – sem var í leikbanni vegna tveggja gulra spjalda, Sandra María Jessen, Ingibjörg Sigurðardóttir, Hildur Antonsdóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir. Staðan er jöfn í hálfleik. Goalless at the half.#dottir pic.twitter.com/f436udK2Kv— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 5, 2023 Það væri vanvirðing við vetur konungur að segja að það hafi verið napurt í Viborg í kvöld, það var hreinlega skítkalt. Mælirinn sýndi að hitastig var við frostmark en það var eflaust nær því að vera alkul heldur en núll gráður. Það var hins vegar vel mætt á leikinn og boðið upp á flugeldasýningu fyrir leik. Það er þó ekki hægt að segja að fyrri hálfleikur hafi verið nein flugeldasýning. Þrátt fyrir að vera talsvert minna með boltann eða aðeins 31 prósent þá tókst íslenska liðinu þó að skapa sér nokkur ákjósanleg færi. Besta færi fyrri hálfleiksins fékk hins vegar heimaliðið strax í upphafi þegar boltanum var spilað bakvið Sædísi Rún Heiðarsdóttur og fór þaðan fyrir markið en sem betur fer rataði skotið ekki á markið. Í raun skapaði Danmörk sér ekki afgerandi færi eftir þetta á meðan Ísland hefði vel getað komist yfir. Eftir tæpan hálftíma átti markvörður Dana slæma sendingu fram völlinn sem endaði við fætur Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Hún lét vaða í fyrsta af eflaust 35-40 metrum en boltinn hitti ekki markið. Skömmu síðar fékk Agla María Albertsdóttir fínt skotfæri þegar Selma Sól Magnúsdóttir lyfti boltanum á Alexöndru Jóhannsdóttur sem hafði tekið hlaupið inn á teig. Alexandra skallaði boltann niður og Agla María kom á ferðinni en skot hennar með vinstri hitti ekki markið. Selma Sól var mjög áberandi í öllu uppspili Íslands í fyrri hálfleik en danska liðið átti mjög erfitt með að ná boltanum af henni og Karólínu Leu. Staðan hins vegar markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja. Staðan er jöfn í hálfleik. Goalless at the half.#dottir pic.twitter.com/f436udK2Kv— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 5, 2023 Danir byrjuðu síðari hálfleik af krafti og þurfti Fanney Inga að taka á honum stóra sínum. Fyrsti varði hún gott skot sem stefndi í hornið fjær og svo varði hún - og hélt boltanum - þegar skotið var að marki eftir hornspyrnu heimaliðsins. Eftir það má segja að leikurinn hafi fjarað svolítið út. Danmörk var mikið mun meira með boltann án þess þó að skapa sér nein alvöru færi. Það var svo þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir sem hið óvænta gerðist, Sædís Rún gerði vel og kom boltanum inn á teig eftir að hafa snúið af sér eina danska. Inn á teig var Karólína Lea, hún lagði boltann fyrir sig og þrumaði að marki. Markvörður Danmerkur varði en boltinn hrökk aftur fyrir fætur Karólínu sem smellti honum í fyrsta í netið og staðan orðin 1-0 Íslandi í vil. Við það lagðist íslenska liðið ef til vill full aftarlega á völlinn á meðan Danir gerður hvað þeir gátu til að jafna metin. Þær dönsku áttu hins vegar engin svör við öguðum varnarleik Íslands. Fór það svo að Ísland vann frækinn 1-0 útisigur í Viborg og endar árið svo sannarlega með stæl. LEIK LOKIÐ!SIGUR!#dottir pic.twitter.com/zgULpAfbUz— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 5, 2023 Næst á dagskrá er umspil um að halda sæti sínu í A-deild Þjóðadeildar. Þar getur Ísland mætt Ungverjalandi, Króatíu, Serbíu eða Bosníu. Dregið verður á mánudaginn. Með sigri hefði Danmörk unnið riðilinn og þar með átt sæti á Ólympíuleikunum næsta víst. Það gerir sigurinn enn sætari. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði sér lítið fyrir og sigraði Danmörk 1-0 ytra í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA. Íslendingar enda í 3. sæti en hefði heimaliðið sigrað hefðu þær unnið riðilinn. Fyrir leik var vitað að Ísland væri á leið í umspil um að halda sæti sínu í A-deild Þjóðadeildar en Danmörk gat með sigri farið yfir Þýskaland ef þeim þýsku myndi mistakast að vinna Wales. Það gæti skiptir máli þar sem efsta sæti Þjóðadeildar gefur þátttökurétt á Ólympíuleikum. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslands, gerði fimm breytingar á byrjunarliði Íslands frá 2-1 sigrinum gegn Wales á dögunum. Fanney Inga Birkisdóttir, hinn ungi markvörður Vals, stóð vaktina í markinu í sínum fyrsta A-landsleik. Sömuleiðis komu Guðný Árnadóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Diljá Ýr Zomers inn í byrjunarliðið. Þær sem duttu út voru Telma Ívarsdóttir – sem var í leikbanni vegna tveggja gulra spjalda, Sandra María Jessen, Ingibjörg Sigurðardóttir, Hildur Antonsdóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir. Staðan er jöfn í hálfleik. Goalless at the half.#dottir pic.twitter.com/f436udK2Kv— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 5, 2023 Það væri vanvirðing við vetur konungur að segja að það hafi verið napurt í Viborg í kvöld, það var hreinlega skítkalt. Mælirinn sýndi að hitastig var við frostmark en það var eflaust nær því að vera alkul heldur en núll gráður. Það var hins vegar vel mætt á leikinn og boðið upp á flugeldasýningu fyrir leik. Það er þó ekki hægt að segja að fyrri hálfleikur hafi verið nein flugeldasýning. Þrátt fyrir að vera talsvert minna með boltann eða aðeins 31 prósent þá tókst íslenska liðinu þó að skapa sér nokkur ákjósanleg færi. Besta færi fyrri hálfleiksins fékk hins vegar heimaliðið strax í upphafi þegar boltanum var spilað bakvið Sædísi Rún Heiðarsdóttur og fór þaðan fyrir markið en sem betur fer rataði skotið ekki á markið. Í raun skapaði Danmörk sér ekki afgerandi færi eftir þetta á meðan Ísland hefði vel getað komist yfir. Eftir tæpan hálftíma átti markvörður Dana slæma sendingu fram völlinn sem endaði við fætur Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Hún lét vaða í fyrsta af eflaust 35-40 metrum en boltinn hitti ekki markið. Skömmu síðar fékk Agla María Albertsdóttir fínt skotfæri þegar Selma Sól Magnúsdóttir lyfti boltanum á Alexöndru Jóhannsdóttur sem hafði tekið hlaupið inn á teig. Alexandra skallaði boltann niður og Agla María kom á ferðinni en skot hennar með vinstri hitti ekki markið. Selma Sól var mjög áberandi í öllu uppspili Íslands í fyrri hálfleik en danska liðið átti mjög erfitt með að ná boltanum af henni og Karólínu Leu. Staðan hins vegar markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja. Staðan er jöfn í hálfleik. Goalless at the half.#dottir pic.twitter.com/f436udK2Kv— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 5, 2023 Danir byrjuðu síðari hálfleik af krafti og þurfti Fanney Inga að taka á honum stóra sínum. Fyrsti varði hún gott skot sem stefndi í hornið fjær og svo varði hún - og hélt boltanum - þegar skotið var að marki eftir hornspyrnu heimaliðsins. Eftir það má segja að leikurinn hafi fjarað svolítið út. Danmörk var mikið mun meira með boltann án þess þó að skapa sér nein alvöru færi. Það var svo þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir sem hið óvænta gerðist, Sædís Rún gerði vel og kom boltanum inn á teig eftir að hafa snúið af sér eina danska. Inn á teig var Karólína Lea, hún lagði boltann fyrir sig og þrumaði að marki. Markvörður Danmerkur varði en boltinn hrökk aftur fyrir fætur Karólínu sem smellti honum í fyrsta í netið og staðan orðin 1-0 Íslandi í vil. Við það lagðist íslenska liðið ef til vill full aftarlega á völlinn á meðan Danir gerður hvað þeir gátu til að jafna metin. Þær dönsku áttu hins vegar engin svör við öguðum varnarleik Íslands. Fór það svo að Ísland vann frækinn 1-0 útisigur í Viborg og endar árið svo sannarlega með stæl. LEIK LOKIÐ!SIGUR!#dottir pic.twitter.com/zgULpAfbUz— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 5, 2023 Næst á dagskrá er umspil um að halda sæti sínu í A-deild Þjóðadeildar. Þar getur Ísland mætt Ungverjalandi, Króatíu, Serbíu eða Bosníu. Dregið verður á mánudaginn. Með sigri hefði Danmörk unnið riðilinn og þar með átt sæti á Ólympíuleikunum næsta víst. Það gerir sigurinn enn sætari.