„Ég ætla að verða atvinnulaus“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 5. desember 2023 16:53 Halldóra Geirharðs leikur Bubba Morthens á Egótímabilinu. Borgarleikhúsið Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, eða Dóra Wonder eins og margir þekkja hana, segist mikil áhugamanneskja um stjörnuspeki þar sem hún hefur gagnast henni í daglegu lífi. Hún sagði nýverið samningi sínum upp hjá Borgarleikhúsinu eftir tæplega þrjá áratugi. Halldóra er nýjasti gestur hlaðvarpsins Stjörnuspeki undir stjórn Ásgeirs Kolbeinssonar, Heru Gísladóttur og Gunnlaugs Guðmundssonar stjörnuspekings. Í þættinum ræða þau um leiklistarferilinn, mikilvægi stjörnukorta og orkuna sem býr innra með henni. Segir skilið við leikhúsið Halldóra fer með hlutverk Bubba í söngleiknum Níu líf í Borgarleikhúsinu. Hún segir frá því hversu erfitt henni þótti að kveikja eldinn innra með sér að stíga á svið eftir að hafa leikið í 217 sýningum. „Það er rosalegt átak að kveikja í mér aftur og aftur. Fyrstu 50 til 80 sýningarnar var það frekar auðvelt, þar sem sýningin var ennþá svo lifandi í manni,“ segir Halldóra sem kveðst ekki getað leikið af skyldu. „Núna finn ég að ég er farin að slasa mig meira á sýningum. Til þess að kveikja eldinn verður hann næstum því of mikill þar sem ég fer inn í svo mikla reiði og það kemur svo mikil orka. Ég braut framtönn á sýningu um daginn,“ segir Halldóra. Hera, Gunnlaugur, Halldóra og Ásgeir Kolbeins ræddu allt á milli himins og jarðar í þættinum.Stjörnuspeki Að sögn Halldóru hefur hún sagt upp samningi sínum í Borgarleikhúsinu eftir 27 ár, og einnig sem kennari og prófessor í Listaháskóla Íslands. Hún segir vinnufyrirkomulagið sem hún hefur verið í síðastliðna áratugi ekki henta henni í dag. „Líkaminn minn og aðstæðurnar eru að ýta mér út í það,“ segir Halldóra. „Ég ætla að verða atvinnulaus,“ bætir hún við kímin. Lætur eiginmanninn lesa gagnrýnina Halldóra er ein þekktasta leikkona landsins og hefur til að mynda verið tilnefnd sem besta leikkona Evrópu. Þrátt fyrir mikla reynslu í faginu og velgengni fæst hún ekki til að lesa gagnrýni um sjálfa sig, nema hún sé jákvæð. „Ég er viðkvæm fyrir gagnrýni og les ekki gagnrýni í blöðum þar sem hún hefur meitt mig of mikið og fer djúpt inn í mig. Ég læt manninn minn lesa það og spyr hann hvort ég megi lesa það. Ef það er gott um mig þá les ég það, af því ég er ljón. En vil alls ekki lesa það ef það hallar á mig,“ segir hún og hlær. Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að neðan. Þar ræðir Halldóra um lífið, leiklistina og stjörnumerkin. Leikhús Ástin og lífið Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Halldóra er nýjasti gestur hlaðvarpsins Stjörnuspeki undir stjórn Ásgeirs Kolbeinssonar, Heru Gísladóttur og Gunnlaugs Guðmundssonar stjörnuspekings. Í þættinum ræða þau um leiklistarferilinn, mikilvægi stjörnukorta og orkuna sem býr innra með henni. Segir skilið við leikhúsið Halldóra fer með hlutverk Bubba í söngleiknum Níu líf í Borgarleikhúsinu. Hún segir frá því hversu erfitt henni þótti að kveikja eldinn innra með sér að stíga á svið eftir að hafa leikið í 217 sýningum. „Það er rosalegt átak að kveikja í mér aftur og aftur. Fyrstu 50 til 80 sýningarnar var það frekar auðvelt, þar sem sýningin var ennþá svo lifandi í manni,“ segir Halldóra sem kveðst ekki getað leikið af skyldu. „Núna finn ég að ég er farin að slasa mig meira á sýningum. Til þess að kveikja eldinn verður hann næstum því of mikill þar sem ég fer inn í svo mikla reiði og það kemur svo mikil orka. Ég braut framtönn á sýningu um daginn,“ segir Halldóra. Hera, Gunnlaugur, Halldóra og Ásgeir Kolbeins ræddu allt á milli himins og jarðar í þættinum.Stjörnuspeki Að sögn Halldóru hefur hún sagt upp samningi sínum í Borgarleikhúsinu eftir 27 ár, og einnig sem kennari og prófessor í Listaháskóla Íslands. Hún segir vinnufyrirkomulagið sem hún hefur verið í síðastliðna áratugi ekki henta henni í dag. „Líkaminn minn og aðstæðurnar eru að ýta mér út í það,“ segir Halldóra. „Ég ætla að verða atvinnulaus,“ bætir hún við kímin. Lætur eiginmanninn lesa gagnrýnina Halldóra er ein þekktasta leikkona landsins og hefur til að mynda verið tilnefnd sem besta leikkona Evrópu. Þrátt fyrir mikla reynslu í faginu og velgengni fæst hún ekki til að lesa gagnrýni um sjálfa sig, nema hún sé jákvæð. „Ég er viðkvæm fyrir gagnrýni og les ekki gagnrýni í blöðum þar sem hún hefur meitt mig of mikið og fer djúpt inn í mig. Ég læt manninn minn lesa það og spyr hann hvort ég megi lesa það. Ef það er gott um mig þá les ég það, af því ég er ljón. En vil alls ekki lesa það ef það hallar á mig,“ segir hún og hlær. Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að neðan. Þar ræðir Halldóra um lífið, leiklistina og stjörnumerkin.
Leikhús Ástin og lífið Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira