Var „dauður“ í fyrri hálfleik en of góður fyrir toppliðið í þeim síðari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2023 12:31 Tyrese Haliburton og Buddy Hield fagna saman í sigri Indiana Pacers á Boston Celtics í nótt. AP/Darron Cummings Indiana Pacers sló topplið Boston Celtics út úr átta liða úrslitum NBA deildarbikarsins í nótt og er þar með búið að tryggja sér sæti á úrslitahelginni í Las Vegas ásamt liði New Orleans Pelicans sem vann líka sinn leik í gær. Indiana vann 122-112 sigur á Boston og eru Pacers menn þar með búnir að vinna alla fimm leiki sína í keppninni til þessa. Maður kvöldsins hjá Indiana Pacers var án efa Tyrese Haliburton sem kom aftur inn í liðið eftir að hafa misst úr leikinn á undan vegna meiðsla. MONDAY'S IN-SEASON TOURNAMENT QUARTERFINALS FINAL SCORES Tyrese Haliburton's first career triple-double leads the @Pacers to an electric W as they advance to the Semifinals in Vegas!Myles Turner: 17 PTS, 10 REBJayson Tatum: 32 PTS, 12 REB, 6 AST pic.twitter.com/ATheu5tiKR— NBA (@NBA) December 5, 2023 Haliburton var ekki sannfærandi framan af leik en fór heldur betur í gang í þeim síðari. Hann náði sinni fyrstu þrennu á ferlinum með því að skora 26 stig, taka 10 fráköst og gefa 13 stoðsendingar. Næstur honum í stigaskorun var Buddy Hield með 21 stig. „Í fyrri hálfleiknum þá var ég dauður,“ sagði Tyrese Haliburton en komst svo á flug eftir hlé. Hann skoraði sjálfur eða átti stoðsendinguna í fyrstu nítján stigum Indiana liðsins í seinni hálfleiknum. Indiana var sjö stigum undir í hálfleik en vann þriðja leikhlutann 37-23 og leit ekki til baka eftir það. Tyrese Haliburton showed OUT to lead the Pacers to the In-Season Tournament Semifinals 26 PTS10 REB13 ASTHis first career triple-double pic.twitter.com/HLbmDNh6SR— NBA (@NBA) December 5, 2023 „Það fylgir því góð tilfinning að vinna ekki síst leik sem enginn bjóst við að við myndum vinna,“ sagði Haliburton. Það dugði ekki Boston að bæði Jayson Tatum (32 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar) og Jaylen Brown (30 stig og 9 fráköst) skoruðu yfir þrjátíu stig. Fyrsta liðið úr Vesturdeildinni til þess að komast áfram í undanúrslitin í Vegas var lið New Orleans Pelicans sem vann 127-117 útisigur á Sacramento Kings. Brandon Ingram var frábær með 30 stig en Herb Jones skoraði 23 stig og Jonas Valanciunas var með 18 stig. Brandon Ingram showed OUT as the Pelicans advanced to the In-Season Tournament Semifinals in Vegas 30 PTS \ 8 REB \ 6 AST pic.twitter.com/Qra1ot9FZr— NBA (@NBA) December 5, 2023 Stórstjörnur Kings spiluðu vel en það var ekki nóg. De'Aaron Fox skoraði 30 stig og Domantas Sabonis bætti við 26 stigum, 13 fráköstum og 10 stoðsendingum. Þetta var fyrsta tap Sacramento liðsins í keppninni því liðið vann alla fjóra leiki sína í riðlinum. Átta liða úrslitin klárast síðan í nótt. Milwaukee Bucks fær þá New York Knicks í heimsókn og Los Angeles Lakers tekur á móti Phoenix Suns í seinni leiknum. Leikur Bucks og Knicks verður sýndur beint og hefst útsendingin klukkan hálfeitt eftir miðnætti á Stöð 2 Sport 2. Two tickets to Vegas have been punched.The Pacers and Pelicans advance to the In-Season Tournament Semifinals Quarterfinals continue Tuesday night on TNT pic.twitter.com/00x1iWnblJ— NBA (@NBA) December 5, 2023 NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Sjá meira
Indiana vann 122-112 sigur á Boston og eru Pacers menn þar með búnir að vinna alla fimm leiki sína í keppninni til þessa. Maður kvöldsins hjá Indiana Pacers var án efa Tyrese Haliburton sem kom aftur inn í liðið eftir að hafa misst úr leikinn á undan vegna meiðsla. MONDAY'S IN-SEASON TOURNAMENT QUARTERFINALS FINAL SCORES Tyrese Haliburton's first career triple-double leads the @Pacers to an electric W as they advance to the Semifinals in Vegas!Myles Turner: 17 PTS, 10 REBJayson Tatum: 32 PTS, 12 REB, 6 AST pic.twitter.com/ATheu5tiKR— NBA (@NBA) December 5, 2023 Haliburton var ekki sannfærandi framan af leik en fór heldur betur í gang í þeim síðari. Hann náði sinni fyrstu þrennu á ferlinum með því að skora 26 stig, taka 10 fráköst og gefa 13 stoðsendingar. Næstur honum í stigaskorun var Buddy Hield með 21 stig. „Í fyrri hálfleiknum þá var ég dauður,“ sagði Tyrese Haliburton en komst svo á flug eftir hlé. Hann skoraði sjálfur eða átti stoðsendinguna í fyrstu nítján stigum Indiana liðsins í seinni hálfleiknum. Indiana var sjö stigum undir í hálfleik en vann þriðja leikhlutann 37-23 og leit ekki til baka eftir það. Tyrese Haliburton showed OUT to lead the Pacers to the In-Season Tournament Semifinals 26 PTS10 REB13 ASTHis first career triple-double pic.twitter.com/HLbmDNh6SR— NBA (@NBA) December 5, 2023 „Það fylgir því góð tilfinning að vinna ekki síst leik sem enginn bjóst við að við myndum vinna,“ sagði Haliburton. Það dugði ekki Boston að bæði Jayson Tatum (32 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar) og Jaylen Brown (30 stig og 9 fráköst) skoruðu yfir þrjátíu stig. Fyrsta liðið úr Vesturdeildinni til þess að komast áfram í undanúrslitin í Vegas var lið New Orleans Pelicans sem vann 127-117 útisigur á Sacramento Kings. Brandon Ingram var frábær með 30 stig en Herb Jones skoraði 23 stig og Jonas Valanciunas var með 18 stig. Brandon Ingram showed OUT as the Pelicans advanced to the In-Season Tournament Semifinals in Vegas 30 PTS \ 8 REB \ 6 AST pic.twitter.com/Qra1ot9FZr— NBA (@NBA) December 5, 2023 Stórstjörnur Kings spiluðu vel en það var ekki nóg. De'Aaron Fox skoraði 30 stig og Domantas Sabonis bætti við 26 stigum, 13 fráköstum og 10 stoðsendingum. Þetta var fyrsta tap Sacramento liðsins í keppninni því liðið vann alla fjóra leiki sína í riðlinum. Átta liða úrslitin klárast síðan í nótt. Milwaukee Bucks fær þá New York Knicks í heimsókn og Los Angeles Lakers tekur á móti Phoenix Suns í seinni leiknum. Leikur Bucks og Knicks verður sýndur beint og hefst útsendingin klukkan hálfeitt eftir miðnætti á Stöð 2 Sport 2. Two tickets to Vegas have been punched.The Pacers and Pelicans advance to the In-Season Tournament Semifinals Quarterfinals continue Tuesday night on TNT pic.twitter.com/00x1iWnblJ— NBA (@NBA) December 5, 2023
NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Sjá meira