Lars með lausnina fyrir Svía: Ráðið Heimi Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2023 08:00 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru góðir vinir eftir að hafa stýrt saman íslenska landsliðinu og komið því í átta liða úrslit EM 2016. Getty/Catherine Sleenkeste Svíar eru í leit að nýjum þjálfara fyrir karlalandslið sitt í fótbolta. Lars Lagerbäck bendir löndum sínum á að tala við sinn gamla samstarfsmann og vin, Eyjamanninn Heimi Hallgrímsson. Janne Andersson hætti í síðasta mánuði sem landsliðsþjálfari Svía eftir að hafa mistekist algjörlega að koma liðinu á EM 2024. Liðið endaði níu stigum frá því að komast upp úr sínum undanriðli, og þá var árangur þess í Þjóðadeildinni slakari en til að mynda Íslands og því komast Svíar ekki í umspilið í mars. Lagerbäck þjálfaði Svíþjóð í mörg ár áður en hann tók svo við íslenska landsliðinu með Heimi sér til halds og trausts, með sögulegum árangri. Lagerbäck er ekki í vafa um að Heimir, sem nú stýrir Jamaíku með góðum árangri, sé rétti maðurinn til að taka við Svíum: „Ein manneskja sem ég þori svo sannarlega að mæla með er Heimir Hallgrímsson,“ sagði Lagerbäck í hlaðvarpsþætti um „krísuna í sænskum fótbolta“. „Hann [Heimir] lifði af 3-4 ár sem þjálfari í Arabaheiminum [sem þjálfari Al-Arabi í Katar] og það eitt og sér er rós í hnappagatið. Hann kom Íslandi á HM, og nú hefur hann komið Jamaíku nánast af botninum og í undanúrslit í Þjóðadeildinni þar. Það eru áhugaverð nöfn í boði,“ sagði Lagerbäck. Heimir, sem er 56 ára gamall, tók við landsliði Jamaíku í september í fyrra. Hann er með samning um að stýra liðinu fram yfir heimsmeistaramótið 2026 í von um að Jamaíka komist þangað. Á dögunum kom hann liðinu í undanúrslit Þjóðadeildar Mið- og Norður-Ameríku, og tryggði liðinu um leið sæti í Copa América á næsta ári. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Sjá meira
Janne Andersson hætti í síðasta mánuði sem landsliðsþjálfari Svía eftir að hafa mistekist algjörlega að koma liðinu á EM 2024. Liðið endaði níu stigum frá því að komast upp úr sínum undanriðli, og þá var árangur þess í Þjóðadeildinni slakari en til að mynda Íslands og því komast Svíar ekki í umspilið í mars. Lagerbäck þjálfaði Svíþjóð í mörg ár áður en hann tók svo við íslenska landsliðinu með Heimi sér til halds og trausts, með sögulegum árangri. Lagerbäck er ekki í vafa um að Heimir, sem nú stýrir Jamaíku með góðum árangri, sé rétti maðurinn til að taka við Svíum: „Ein manneskja sem ég þori svo sannarlega að mæla með er Heimir Hallgrímsson,“ sagði Lagerbäck í hlaðvarpsþætti um „krísuna í sænskum fótbolta“. „Hann [Heimir] lifði af 3-4 ár sem þjálfari í Arabaheiminum [sem þjálfari Al-Arabi í Katar] og það eitt og sér er rós í hnappagatið. Hann kom Íslandi á HM, og nú hefur hann komið Jamaíku nánast af botninum og í undanúrslit í Þjóðadeildinni þar. Það eru áhugaverð nöfn í boði,“ sagði Lagerbäck. Heimir, sem er 56 ára gamall, tók við landsliði Jamaíku í september í fyrra. Hann er með samning um að stýra liðinu fram yfir heimsmeistaramótið 2026 í von um að Jamaíka komist þangað. Á dögunum kom hann liðinu í undanúrslit Þjóðadeildar Mið- og Norður-Ameríku, og tryggði liðinu um leið sæti í Copa América á næsta ári.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Sjá meira