Endurkoma Tiger Woods kom honum sjálfum „skemmtilega á óvart“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. desember 2023 12:46 Tiger Woods er mættur aftur á golfvöllinn. David Cannon/Getty Images Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma, segir að endurkoma sín á golfvöllinn eftir meiðsli hafi komið honum sjálfum „skemmtilega á óvart.“ Woods leikur um þessar mundir á Hero World Challenge mótinu á Bahamaeyjum, en aðeins tuttugu kylfingar fá boð um að taka þátt í mótinu. Hann lék þriðja hring mótsins í gær á 71 höggi, eða einu höggi undir pari vallarins. „Það hefur komið skemmtilega á óvart hversu mikið ég hef náð að jafna mig á hverjum degi,“ sagði hinn 47 ára gamli Woods eftir hring gærdagsins. „Ég er enn með leikinn í mér, en þetta snýst bara um hvort líkaminn þoli þetta.“ Hero World Challenge Round 3 #tigerwoods #nike #golf pic.twitter.com/16ppsRLFWz— Ideal Golf (@idealgolfgame) December 3, 2023 Woods er að leika á sínu fyrsta móti síðan hann þurfti að draga sig úr keppni á Masters-mótinu sem fram fór í apríl á þessu ári. Hann situr í 16. sæti á Hero World Challenge fyrir lokadaginn og hefur leikið hringina þrjá samanlagt á pari. Scottie Scheffler trónir á toppnum fyrir lokahringinn á 16 höggum undir pari. Golf Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Woods leikur um þessar mundir á Hero World Challenge mótinu á Bahamaeyjum, en aðeins tuttugu kylfingar fá boð um að taka þátt í mótinu. Hann lék þriðja hring mótsins í gær á 71 höggi, eða einu höggi undir pari vallarins. „Það hefur komið skemmtilega á óvart hversu mikið ég hef náð að jafna mig á hverjum degi,“ sagði hinn 47 ára gamli Woods eftir hring gærdagsins. „Ég er enn með leikinn í mér, en þetta snýst bara um hvort líkaminn þoli þetta.“ Hero World Challenge Round 3 #tigerwoods #nike #golf pic.twitter.com/16ppsRLFWz— Ideal Golf (@idealgolfgame) December 3, 2023 Woods er að leika á sínu fyrsta móti síðan hann þurfti að draga sig úr keppni á Masters-mótinu sem fram fór í apríl á þessu ári. Hann situr í 16. sæti á Hero World Challenge fyrir lokadaginn og hefur leikið hringina þrjá samanlagt á pari. Scottie Scheffler trónir á toppnum fyrir lokahringinn á 16 höggum undir pari.
Golf Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira