Endurkoma Tiger Woods kom honum sjálfum „skemmtilega á óvart“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. desember 2023 12:46 Tiger Woods er mættur aftur á golfvöllinn. David Cannon/Getty Images Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma, segir að endurkoma sín á golfvöllinn eftir meiðsli hafi komið honum sjálfum „skemmtilega á óvart.“ Woods leikur um þessar mundir á Hero World Challenge mótinu á Bahamaeyjum, en aðeins tuttugu kylfingar fá boð um að taka þátt í mótinu. Hann lék þriðja hring mótsins í gær á 71 höggi, eða einu höggi undir pari vallarins. „Það hefur komið skemmtilega á óvart hversu mikið ég hef náð að jafna mig á hverjum degi,“ sagði hinn 47 ára gamli Woods eftir hring gærdagsins. „Ég er enn með leikinn í mér, en þetta snýst bara um hvort líkaminn þoli þetta.“ Hero World Challenge Round 3 #tigerwoods #nike #golf pic.twitter.com/16ppsRLFWz— Ideal Golf (@idealgolfgame) December 3, 2023 Woods er að leika á sínu fyrsta móti síðan hann þurfti að draga sig úr keppni á Masters-mótinu sem fram fór í apríl á þessu ári. Hann situr í 16. sæti á Hero World Challenge fyrir lokadaginn og hefur leikið hringina þrjá samanlagt á pari. Scottie Scheffler trónir á toppnum fyrir lokahringinn á 16 höggum undir pari. Golf Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Woods leikur um þessar mundir á Hero World Challenge mótinu á Bahamaeyjum, en aðeins tuttugu kylfingar fá boð um að taka þátt í mótinu. Hann lék þriðja hring mótsins í gær á 71 höggi, eða einu höggi undir pari vallarins. „Það hefur komið skemmtilega á óvart hversu mikið ég hef náð að jafna mig á hverjum degi,“ sagði hinn 47 ára gamli Woods eftir hring gærdagsins. „Ég er enn með leikinn í mér, en þetta snýst bara um hvort líkaminn þoli þetta.“ Hero World Challenge Round 3 #tigerwoods #nike #golf pic.twitter.com/16ppsRLFWz— Ideal Golf (@idealgolfgame) December 3, 2023 Woods er að leika á sínu fyrsta móti síðan hann þurfti að draga sig úr keppni á Masters-mótinu sem fram fór í apríl á þessu ári. Hann situr í 16. sæti á Hero World Challenge fyrir lokadaginn og hefur leikið hringina þrjá samanlagt á pari. Scottie Scheffler trónir á toppnum fyrir lokahringinn á 16 höggum undir pari.
Golf Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira