Fótbolti

Leik Bayern frestað vegna gríðar­legrar snjó­komu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Vonandi eru þessir starfsmenn Bayern ekki lofthræddir.
Vonandi eru þessir starfsmenn Bayern ekki lofthræddir. Jan-Philipp Burmann/Getty Images

Leik Þýskalandsmeistara Bayern München og Union Berlín í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu átti að fara fram í dag en vegna gríðarlegrar snjókomu í Bæjaralandi var leiknum frestað.

Bæjarar hefðu eflaust viljað spila enda gestirnir frá Berlín verið ömurlegir það sem af er tímabili og Bayern þarf á stigunum að halda til að ná toppsætinu af lærisveinum Xabi Alonso í Bayer Leverkusen.

Eins og sjá má út um allt á veraldarvefnum þá var hreinlega ómögulegt að spila leikinn þar sem almenningsamgöngur voru í lamasessi vegna snjókomunnar.

Aðrir leikir fóru þó fram, Gladbach vann 2-1 sigur á Hoffenheim, RB Leipzig vann nýliða Heidenheim með sama mun og Bochum vann Wolfsburg 3-1.

Leverkusen er sem fyrr á toppnum með 34 stig að loknum 12 leikjum. Bayern er með 32 og Stuttgart 27 á meðan Leipzig er í 4. sæti með 26 eftir 13 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×