Gleðjast yfir því að þurfa ekki í hálkuna á Hjallahálsi Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2023 12:40 Útsýnið yfir hinn eiginlega Teigsskóg í gær frá nýja veginum. Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson Vegfarendur sem ekið hafa nýja veginn um Teigsskóg eru byrjaðir að lýsa reynslu sinni og birta myndir á samfélagsmiðlum. Vegurinn var opnaður umferð í gær, átján mánuðum eftir að Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu samning um vegagerðina, sem sannarlega má telja einhverja þá umdeildustu hérlendis, en áður hafði verið deilt hart um vegstæðið í tvo áratugi. „Og bráðum verður næsti "flöskuháls" úr sögunni. Það eru sennilega nokkrir sem gleðjast yfir því að þurfa ekki í hálkuna á Hjallahálsinum. Góða ferð um Hallsteinsnes,“ skrifar Erla Þórdís Reynisdóttir frá Fremri-Gufudal, núverandi bóndi í Mýrartungu í Reykhólasveit, á vefnum Samgöngubætur á Vestfjörðum, og birtir jafnframt myndskeið frá ökuferðinni. Í Þorskafirði er búið að færa lokunarskiltin af nýja veginum yfir á gamla malarveginn yfir Hjallaháls.Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson „Örskotsstund að renna þetta og þú gleymir að skoða,“ segir Erla um upplifuna. Á heimasíðu Reykhólahrepps er fjallað um opnun vegarins með nokkrum ljósmyndum. Djúpadalsmegin er núna komið lokunarskilti á veginn yfir Hjallaháls.Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson „Þar með þarf ekki lengur að keyra yfir Hjallaháls. Ekki var nein formleg athöfn þegar vegurinn var opnaður, heldur voru lokunarskiltin færð sitt hvors vegar við Hjallahálsinn, af nýja veginum og á veginn yfir hálsinn,“ segir á Reykhólavefnum. „Hjallaháls, kannski er ekki svo mikil eftirsjá að honum... svo er hann ekkert að fara neitt,“ segir ennfremur. Flutningabíll á hliðinni á Hjallahálsi fyrir þremur árum. Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson Ódrjúgshálsinn verður þó áfram hluti Vestfjarðavegar þar til þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar lýkur. Samningur um gerð jarðvegsfyllinga út í firðina var undirritaður við Borgaverk í fyrradag. Þá hefur innviðaráðherra lýst því yfir að brúasmíðin verði boðin út á næstu ári og henni lokið annaðhvort árið 2026 eða 2027. Framundan er að þvera Gufufjörð og Djúpafjörð. Á meðan liggur Vestfjarðavegur áfram yfir Ódrjúgsháls. Gula línan sýnir nýju vegina ásamt nýju leiðinni yfir Þorskafjörð, sem opnaðist í október.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Nú þegar þessi spotti er kominn í gagnið eru tæpir tíu kílómetrar af malarvegi eftir, milli Djúpadals og Gufudals. Leiðin fyrir Hallsteinsnes er einungis liðlega þremur kílómetrum lengri en yfir Hjallahálsinn, 14,5 kílómetrar, en 11,5 kílómetrar yfir hálsinn. Ólíku er saman að jafna að aka þessa vegi,“ segir á Reykhólavefnum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í fyrradag um opnun vegarins: Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Umferðaröryggi Umhverfismál Vesturbyggð Tálknafjörður Tengdar fréttir Djúpadalsbóndi segir Teigsskóg snjóakistu Bóndinn sem býr næst Teigsskógi varar við miklum snjóþyngslum þar og mælist til að Hjallahálsi verði haldið sem vetrarvegi. Í Vesturbyggð óttast menn að þurfa að aka um Ódrjúgsháls í nokkur ár enn og krefst bæjarstjórinn þess að framkvæmdum verði ekki seinkað. 14. september 2023 22:45 Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Og bráðum verður næsti "flöskuháls" úr sögunni. Það eru sennilega nokkrir sem gleðjast yfir því að þurfa ekki í hálkuna á Hjallahálsinum. Góða ferð um Hallsteinsnes,“ skrifar Erla Þórdís Reynisdóttir frá Fremri-Gufudal, núverandi bóndi í Mýrartungu í Reykhólasveit, á vefnum Samgöngubætur á Vestfjörðum, og birtir jafnframt myndskeið frá ökuferðinni. Í Þorskafirði er búið að færa lokunarskiltin af nýja veginum yfir á gamla malarveginn yfir Hjallaháls.Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson „Örskotsstund að renna þetta og þú gleymir að skoða,“ segir Erla um upplifuna. Á heimasíðu Reykhólahrepps er fjallað um opnun vegarins með nokkrum ljósmyndum. Djúpadalsmegin er núna komið lokunarskilti á veginn yfir Hjallaháls.Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson „Þar með þarf ekki lengur að keyra yfir Hjallaháls. Ekki var nein formleg athöfn þegar vegurinn var opnaður, heldur voru lokunarskiltin færð sitt hvors vegar við Hjallahálsinn, af nýja veginum og á veginn yfir hálsinn,“ segir á Reykhólavefnum. „Hjallaháls, kannski er ekki svo mikil eftirsjá að honum... svo er hann ekkert að fara neitt,“ segir ennfremur. Flutningabíll á hliðinni á Hjallahálsi fyrir þremur árum. Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson Ódrjúgshálsinn verður þó áfram hluti Vestfjarðavegar þar til þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar lýkur. Samningur um gerð jarðvegsfyllinga út í firðina var undirritaður við Borgaverk í fyrradag. Þá hefur innviðaráðherra lýst því yfir að brúasmíðin verði boðin út á næstu ári og henni lokið annaðhvort árið 2026 eða 2027. Framundan er að þvera Gufufjörð og Djúpafjörð. Á meðan liggur Vestfjarðavegur áfram yfir Ódrjúgsháls. Gula línan sýnir nýju vegina ásamt nýju leiðinni yfir Þorskafjörð, sem opnaðist í október.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Nú þegar þessi spotti er kominn í gagnið eru tæpir tíu kílómetrar af malarvegi eftir, milli Djúpadals og Gufudals. Leiðin fyrir Hallsteinsnes er einungis liðlega þremur kílómetrum lengri en yfir Hjallahálsinn, 14,5 kílómetrar, en 11,5 kílómetrar yfir hálsinn. Ólíku er saman að jafna að aka þessa vegi,“ segir á Reykhólavefnum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í fyrradag um opnun vegarins:
Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Umferðaröryggi Umhverfismál Vesturbyggð Tálknafjörður Tengdar fréttir Djúpadalsbóndi segir Teigsskóg snjóakistu Bóndinn sem býr næst Teigsskógi varar við miklum snjóþyngslum þar og mælist til að Hjallahálsi verði haldið sem vetrarvegi. Í Vesturbyggð óttast menn að þurfa að aka um Ódrjúgsháls í nokkur ár enn og krefst bæjarstjórinn þess að framkvæmdum verði ekki seinkað. 14. september 2023 22:45 Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Djúpadalsbóndi segir Teigsskóg snjóakistu Bóndinn sem býr næst Teigsskógi varar við miklum snjóþyngslum þar og mælist til að Hjallahálsi verði haldið sem vetrarvegi. Í Vesturbyggð óttast menn að þurfa að aka um Ódrjúgsháls í nokkur ár enn og krefst bæjarstjórinn þess að framkvæmdum verði ekki seinkað. 14. september 2023 22:45
Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28