Körfubolti

Celtics komu til baka og unnu 76ers

Dagur Lárusson skrifar
Úr leiknum í nótt.
Úr leiknum í nótt. Vísir/getty

NBA körfuboltinn hélt áfram að rúlla í nótt með nokkrum góðum viðureignum.

Boston Celtics, topplið austurdeildarinnar, mætti Philadelphia 76ers í hálfgerðum toppslag. Boston Celtics voru sterkari aðilinn í fyrsta leikhluta og náði upp átta stiga forystu en í örðum leikhluta snerist taflið við. 76ers vöknuðu, unnu upp forystu Celtics og náði þriggja stiga forystu sjálfir áður en annar leikhluti var allur. Staðan því 72-69 í hálfleik.

Þriðji leikhluti var hnífjafn en þar skoruðu Celtics 36 stig en 76ers 35 en það var síðan í síðasta leikhlutanum þar sem Boston Celtics sýndu af hverju þeir eru toppliðið í deildinni. Lokatölur í Philadelphia 119-125.

Þeir Derrick White og Jayson Tatum voru stigahæstir hjá Celtics með 21 stig hvor en á eftir þeim komu Jaylen Brown og Al Horford með 20 stig hvor. Stigahæstur hjá 76ers og í öllum leiknum var Patrick Beverly með 26 stig en tók einnig átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar.

Það voru fleiri leikir sem fór fram í nótt en úrslitin úr þeim kom hér fyrir neðan.

Úrslit næturinnar:

76ers 119-125 Celtics

Wizards 125-130 Magic

Grizzlies 108-94 Mavericks

Spurs 106-121 Pelicans

Nuggets 119-111 Suns

Knicks 119-106 Raptors




Fleiri fréttir

Sjá meira


×