Þorsteinn skaut á ráðherra: „Hann hefur aldrei mætt á landsleik“ Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2023 21:43 Þorsteinn Halldórsson stýrði Íslandi til 3. sætis í riðli liðsins í A-deild Þjóðadeildar og forðaði því frá falli í kvöld. Umspil bíður liðsins í febrúar en óljóst er hvar heimaleikur liðsins verður. Getty/Charlotte Tattersall Þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson var kátur eftir sigurinn góða hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta gegn Wales í kvöld. Hann skaut hins vegar um leið föstum skotum á Ásmund Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, vegna stöðunnar á þjóðarleikvangi Íslands. Sigurinn þýðir að Ísland spilar mikilvægan umspilsleik á heimavelli 28. febrúar en ljóst er að sá leikur getur ekki farið fram á Laugardalsvelli, eina þjóðarleikvangi Evrópu sem ekki er nothæfur á þeim árstíma. KSÍ skoðar nú hvaða möguleikar eru í boði erlendis. Í viðtali við RÚV eftir leikinn í Cardiff í kvöld var Þorsteinn spurður hvar Ísland myndi spila í febrúar: „Ég veit það ekki. Það væri gaman að spyrja íþróttamálaráðherra að því en nei, hann hefur aldrei séð fótboltalandsleik,“ sagði Þorsteinn. „Það væri áhugavert að hitta hann og spyrja hann um þessa hluti. Hann reyndar talar alltaf bara um þjóðarhöll og hefur aldrei minnst á þjóðarleikvang í neinni ræðu, hvar sem hann kemur. Hann hefur aldrei mætt á landsleik, þannig að ég veit ekki alveg hvernig við eigum að ná í hann,“ bætti hann við. „Frábært að nýir leikmenn skori“ Ísland átti erfitt uppdráttar framan af fyrri hálfleik í kvöld en Hildur Antonsdóttir náði að skora mikilvægt mark á 29. mínútu og Dilijá Ýr Zomers bætti við marki á 79. Mínútu, áður en Wales minnkaði muninn í blálok leiksins. Þorsteinn sagði íslensku stelpurnar hafa verið „hálfragar“ í upphafi leiks en unnið sig út úr því: „Auðvitað líður manni aldrei vel þegar maður finnur að það er svolítið óöryggi í mannskapnum. En við sluppum með það. Þær kannski sköpuðu engin færi en voru hættulegar. Það voru sendingafeilar hjá okkur, við töpuðum návígjum og vorum hrædd við að stíga fram á við. Þær voru svolítið til baka inni í sér, og það er vont í fótbolta, en það jákvæða er að við unnum okkur út úr því og náðum að stíga upp og gera þetta betur,“ sagði Þorsteinn í viðtali við RÚV. Var hann ekki feginn að sjá Hildi skora? „Var það Hildur sem skoraði? Ég sá ekki einu sinni hver skoraði en ég var mjög glaður þegar markið kom. En þegar við vorum með boltann náðum við alveg að skapa eitthvað og búa til hluti. Þetta snýst um að hafa trú á því sem við erum að gera og að líða vel með boltann,“ sagði Þorsteinn sem fagnaði því að eignast tvo nýja markaskorara því Hildur og Diljá voru að skora sitt fyrsta landsliðsmark hvor: „Það er frábært að nýir leikmenn skori. Mér er nákvæmlega sama hver skorar og við fengum tvö mörk í dag, sem dugði og er frábært.“ Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Nýr þjóðarleikvangur Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Sigurinn þýðir að Ísland spilar mikilvægan umspilsleik á heimavelli 28. febrúar en ljóst er að sá leikur getur ekki farið fram á Laugardalsvelli, eina þjóðarleikvangi Evrópu sem ekki er nothæfur á þeim árstíma. KSÍ skoðar nú hvaða möguleikar eru í boði erlendis. Í viðtali við RÚV eftir leikinn í Cardiff í kvöld var Þorsteinn spurður hvar Ísland myndi spila í febrúar: „Ég veit það ekki. Það væri gaman að spyrja íþróttamálaráðherra að því en nei, hann hefur aldrei séð fótboltalandsleik,“ sagði Þorsteinn. „Það væri áhugavert að hitta hann og spyrja hann um þessa hluti. Hann reyndar talar alltaf bara um þjóðarhöll og hefur aldrei minnst á þjóðarleikvang í neinni ræðu, hvar sem hann kemur. Hann hefur aldrei mætt á landsleik, þannig að ég veit ekki alveg hvernig við eigum að ná í hann,“ bætti hann við. „Frábært að nýir leikmenn skori“ Ísland átti erfitt uppdráttar framan af fyrri hálfleik í kvöld en Hildur Antonsdóttir náði að skora mikilvægt mark á 29. mínútu og Dilijá Ýr Zomers bætti við marki á 79. Mínútu, áður en Wales minnkaði muninn í blálok leiksins. Þorsteinn sagði íslensku stelpurnar hafa verið „hálfragar“ í upphafi leiks en unnið sig út úr því: „Auðvitað líður manni aldrei vel þegar maður finnur að það er svolítið óöryggi í mannskapnum. En við sluppum með það. Þær kannski sköpuðu engin færi en voru hættulegar. Það voru sendingafeilar hjá okkur, við töpuðum návígjum og vorum hrædd við að stíga fram á við. Þær voru svolítið til baka inni í sér, og það er vont í fótbolta, en það jákvæða er að við unnum okkur út úr því og náðum að stíga upp og gera þetta betur,“ sagði Þorsteinn í viðtali við RÚV. Var hann ekki feginn að sjá Hildi skora? „Var það Hildur sem skoraði? Ég sá ekki einu sinni hver skoraði en ég var mjög glaður þegar markið kom. En þegar við vorum með boltann náðum við alveg að skapa eitthvað og búa til hluti. Þetta snýst um að hafa trú á því sem við erum að gera og að líða vel með boltann,“ sagði Þorsteinn sem fagnaði því að eignast tvo nýja markaskorara því Hildur og Diljá voru að skora sitt fyrsta landsliðsmark hvor: „Það er frábært að nýir leikmenn skori. Mér er nákvæmlega sama hver skorar og við fengum tvö mörk í dag, sem dugði og er frábært.“
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Nýr þjóðarleikvangur Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira