Kona fann skilríki fanga í jakka frá Regatta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. desember 2023 11:40 Konunni leið fremur illa með fundinn. Hvorki konan né jakkinn á þessari mynd tengjast málinu beint. Getty Skilríki fanga í Kína virðast hafa fundist innan á jakka frá fataframleiðandanum Regatta. Fundurinn hefur vakið upp spurningar um það hvort fangar hafi verið notaðir við framleiðslu fyrirtækisins. Um var að ræða vatnsheldan jakka sem kona í Derbyshire á Englandi pantaði á netinu á Svörtum föstudegi. Þegar konan fékk flíkina í hendurnar 22. nóvember fann hún að eitthvað var innan í erminni sem gerði það að verkum að hún gat ekki beygt olnbogan almennilega. Hún spretti flíkinni upp til að komast að hlutnum og þá kom í ljós að um var að ræða skilríki, sem virðast hafa verið gefin út af fangelsisyfirvöldum í Kína. Á kortinu var að finna mynd af viðkomandi og nafn fangelsisins þar sem hann dvelur. „Maður á ekki von á þessu frá [Regatta]. Þetta er breskt merki á borð við Next og M&S... þú klæðir börnin þín í föt frá þeim. Og þetta gerist og manni verður bara órótt og þykir þetta óþægilegt,“ hefur Guardian eftir konunni, sem vildi ekki koma fram undir nafni. Konan setti sig í samband við Regatta en þjónustufulltrúi hjá fyrirtækinu svaraði á þá leið að þetta væri í fyrsta sinn sem hún hefði heyrt af svona nokkru. Þjónustufulltrúinn viðurkenndi að um væri að ræða skilríki starfsmanns í verksmiðju fyrirækisins í Kína. Konunni var sagt að henda skilríkinu en seinna um daginn fékk hún tölvupóst frá Regatta þar sem hún var beðin um að skila bæði skilríkinu og jakkanum til fyrirtækisins. Daginn eftir ræddi hún við nokkra starfsmenn fyrirtækisins í síma. Að sögn konunnar var ítrekað að hún ætti að láta Regatta fá skilríkið og að í staðinn fengi hún nýjan jakka. Konan hafnaði tilboðinu en sótti skilríkin í ruslið. Regatta hefur hafnað því að fangar séu notaðir við framleiðslu fyrirtækisins en fangelsið sem nefnt er á skilríkinu stundar það vissulega að leggja til fanga til fataframleiðslu. Það liggur ekki fyrir hvernig skilríkið rataði í flíkinu né hvort það var viljandi en það þekkist að skilaboð frá föngum í Kína séu sett í ýmsar neysluvörur sem framleiddar eru í landinu. Ítarlega frétt um málið má finna á vef Guardian. Kína Bretland Mannréttindi Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Um var að ræða vatnsheldan jakka sem kona í Derbyshire á Englandi pantaði á netinu á Svörtum föstudegi. Þegar konan fékk flíkina í hendurnar 22. nóvember fann hún að eitthvað var innan í erminni sem gerði það að verkum að hún gat ekki beygt olnbogan almennilega. Hún spretti flíkinni upp til að komast að hlutnum og þá kom í ljós að um var að ræða skilríki, sem virðast hafa verið gefin út af fangelsisyfirvöldum í Kína. Á kortinu var að finna mynd af viðkomandi og nafn fangelsisins þar sem hann dvelur. „Maður á ekki von á þessu frá [Regatta]. Þetta er breskt merki á borð við Next og M&S... þú klæðir börnin þín í föt frá þeim. Og þetta gerist og manni verður bara órótt og þykir þetta óþægilegt,“ hefur Guardian eftir konunni, sem vildi ekki koma fram undir nafni. Konan setti sig í samband við Regatta en þjónustufulltrúi hjá fyrirtækinu svaraði á þá leið að þetta væri í fyrsta sinn sem hún hefði heyrt af svona nokkru. Þjónustufulltrúinn viðurkenndi að um væri að ræða skilríki starfsmanns í verksmiðju fyrirækisins í Kína. Konunni var sagt að henda skilríkinu en seinna um daginn fékk hún tölvupóst frá Regatta þar sem hún var beðin um að skila bæði skilríkinu og jakkanum til fyrirtækisins. Daginn eftir ræddi hún við nokkra starfsmenn fyrirtækisins í síma. Að sögn konunnar var ítrekað að hún ætti að láta Regatta fá skilríkið og að í staðinn fengi hún nýjan jakka. Konan hafnaði tilboðinu en sótti skilríkin í ruslið. Regatta hefur hafnað því að fangar séu notaðir við framleiðslu fyrirtækisins en fangelsið sem nefnt er á skilríkinu stundar það vissulega að leggja til fanga til fataframleiðslu. Það liggur ekki fyrir hvernig skilríkið rataði í flíkinu né hvort það var viljandi en það þekkist að skilaboð frá föngum í Kína séu sett í ýmsar neysluvörur sem framleiddar eru í landinu. Ítarlega frétt um málið má finna á vef Guardian.
Kína Bretland Mannréttindi Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira