„Mjög skrítið að við séum ekki við þetta borð“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. desember 2023 10:42 Njörður Sigurðsson segir erindi frá Ölfusi hafa verið afrit af bréfi til Orkustofnunar. Vísir/Vilhelm Forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar segir bæjarstjórn strax hafa óskað eftir samráði við Sveitarfélagið Ölfus í febrúar þegar bæjarstjórninni barst erindi bæjarstjóra Ölfus til Orkustofnunar um fyriræt. Málið varði hagsmuni Hvergerðinga umfram alla aðra. „Þetta erindi sem barst bænum var bréf Sveitarfélagsins Ölfuss til Orkustofnunar með afriti til Hveragerðis,“ segir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar í Hveragerði í samtali við Vísi. Bæjarstjórnin hafi þá þegar beðið um að vera höfð með í ráðum. Bæjarstjórn í Hveragerði hefur gagnrýnt Sveitarfélagið Ölfus og Orkuveitu Reykjavíkur fyrir samráðsleysi vegna áætlana um virkjun í Ölfusdal. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfus, sagðist í gær hissa á gagnrýninni. Hann hefði sent bæjarstjórn í Hveragerði erindi um málið í febrúar. Hafi beðið um samráð frá upphafi „Við tókum erindið fyrir í bæjarráði þann 2. mars og þar er hægt að sjá bókun okkar um hana, sem er alveg á sama veg og bókunin sem við vorum með í vikunni. Þannig að við óskuðum strax eftir samráði,“ segir Njörður. „Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar hefur rætt við bæjarstjórann í Ölfus um þetta allt saman en samt var ekki upplýst um þetta sem svo kom fram á fréttamannafundi í vikunni og þess vegna kom þetta flatt upp á okkur.“ Á fréttamannafundi rituðu Ölfus, Orkuveita Reykjavíkur og Títan undir viljayfirlýsingu um að sækja sameiginlega um rannsóknarleyfi með samstarf um nýtingu jarðhita í Ölfusdal í huga. Elliði lagði áherslu á það í samtali við Vísi í gær að um rannsóknarleyfi væri að ræða en ekki nýtingarleyfi. Í Facebook færslu um málið bendir Njörður meðal annars á að Elliði hafi einungis tilkynnt bænum um fyrirætlanir Ölfuss. „Í orðabók Árnastofnunar er samráð skilgreint sem „það að taka sameiginlegar ákvarðanir og samræma aðgerðir.“ Að tilkynna um fyrirætlanir er ekki samráð. Fyrsta spurningin í slíku samráði væri að spyrja (eins og kemur fram í bókun bæjarráðs frá 2. mars) hvort að það þjóni hagsmunum Hvergerðinga að sett verði virkjun við túnfót þeirra.“ Hagsmunir Hveragerðis meiri en Ölfuss Elliði sagði að það væri ekki of seint að eiga samtalið við nágranna sína í Hveragerði um málið. Sagðist Elliði raunar deila áhyggjum þeirra af mögulegum umhverfisáhrifum aukinnar virkjunar á náttúruperlur á svæðinu líkt og Reykjadal. Njörður segist fagna því að Elliði sé reiðubúinn í að eiga samtalið. Ljóst sé að um risamál sé að ræða. „Þetta er mjög stórt mál og þetta varðar hagsmuni okkar hér í Hveragerði umfram alla aðra. Þetta eru meiri hagsmunir fyrir okkur heldur en Sveitarfélagið Ölfus og Orkuveitu Reykjavíkur. Og þess vegna er mjög skrítið að við séum ekki við þetta borð og fáum að ráða hvort að þetta kemur upp eða ekki. Það er aðalatriðið í þessu máli.“ Hveragerði Ölfus Orkumál Jarðhiti Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Sjá meira
„Þetta erindi sem barst bænum var bréf Sveitarfélagsins Ölfuss til Orkustofnunar með afriti til Hveragerðis,“ segir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar í Hveragerði í samtali við Vísi. Bæjarstjórnin hafi þá þegar beðið um að vera höfð með í ráðum. Bæjarstjórn í Hveragerði hefur gagnrýnt Sveitarfélagið Ölfus og Orkuveitu Reykjavíkur fyrir samráðsleysi vegna áætlana um virkjun í Ölfusdal. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfus, sagðist í gær hissa á gagnrýninni. Hann hefði sent bæjarstjórn í Hveragerði erindi um málið í febrúar. Hafi beðið um samráð frá upphafi „Við tókum erindið fyrir í bæjarráði þann 2. mars og þar er hægt að sjá bókun okkar um hana, sem er alveg á sama veg og bókunin sem við vorum með í vikunni. Þannig að við óskuðum strax eftir samráði,“ segir Njörður. „Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar hefur rætt við bæjarstjórann í Ölfus um þetta allt saman en samt var ekki upplýst um þetta sem svo kom fram á fréttamannafundi í vikunni og þess vegna kom þetta flatt upp á okkur.“ Á fréttamannafundi rituðu Ölfus, Orkuveita Reykjavíkur og Títan undir viljayfirlýsingu um að sækja sameiginlega um rannsóknarleyfi með samstarf um nýtingu jarðhita í Ölfusdal í huga. Elliði lagði áherslu á það í samtali við Vísi í gær að um rannsóknarleyfi væri að ræða en ekki nýtingarleyfi. Í Facebook færslu um málið bendir Njörður meðal annars á að Elliði hafi einungis tilkynnt bænum um fyrirætlanir Ölfuss. „Í orðabók Árnastofnunar er samráð skilgreint sem „það að taka sameiginlegar ákvarðanir og samræma aðgerðir.“ Að tilkynna um fyrirætlanir er ekki samráð. Fyrsta spurningin í slíku samráði væri að spyrja (eins og kemur fram í bókun bæjarráðs frá 2. mars) hvort að það þjóni hagsmunum Hvergerðinga að sett verði virkjun við túnfót þeirra.“ Hagsmunir Hveragerðis meiri en Ölfuss Elliði sagði að það væri ekki of seint að eiga samtalið við nágranna sína í Hveragerði um málið. Sagðist Elliði raunar deila áhyggjum þeirra af mögulegum umhverfisáhrifum aukinnar virkjunar á náttúruperlur á svæðinu líkt og Reykjadal. Njörður segist fagna því að Elliði sé reiðubúinn í að eiga samtalið. Ljóst sé að um risamál sé að ræða. „Þetta er mjög stórt mál og þetta varðar hagsmuni okkar hér í Hveragerði umfram alla aðra. Þetta eru meiri hagsmunir fyrir okkur heldur en Sveitarfélagið Ölfus og Orkuveitu Reykjavíkur. Og þess vegna er mjög skrítið að við séum ekki við þetta borð og fáum að ráða hvort að þetta kemur upp eða ekki. Það er aðalatriðið í þessu máli.“
Hveragerði Ölfus Orkumál Jarðhiti Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Sjá meira