Umferð hleypt á nýja veginn um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 30. nóvember 2023 21:00 Neðan Hallsteinsness liggur vegurinn um vogskorna ströndina. Séð inn Þorskafjörð. Egill Aðalsteinsson Stór stund rennur upp í vegamálum Vestfirðinga á morgun þegar vegurinn umdeildi um Teigsskóg verður opnaður umferð. Í dag var jafnframt skrifað undir verksamning um næsta verkáfanga; gerð vegfyllinga yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að það verður klukkan tvö á morgun sem Vegagerðin ætlar að opna veginn. Verkefnið snýst um endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Þar eru síðustu malarkaflarnir á leiðinni milli Reykjavíkur og Patreksfjarðar en einnig er markmiðið að losna við tvo fjallvegi, Ódrjúgsháls og Hjallaháls, og fá láglendisveg í staðinn. Svona verður Vestfjarðavegur um Gufudalssveit eftir opnun nýju vegarkaflanna klukkan 14 á morgun.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Brúin yfir Þorskafjörð var opnuð í síðasta mánuði með tíu kílómetra styttingu. Á morgun, fullveldisdaginn 1. desember, opnast vegurinn um Teigsskóg en einnig nýr sveitavegur um austanverðan Djúpafjörð. Þar með færist þjóðvegurinn af 336 metra háum Hjallahálsi, fer út fyrir Hallsteinsnes og um austanverðan Djúpafjörð, en vegfarendur þurfa þó áfram að aka yfir Ódrjúgsháls. En aðeins tímabundið því framundan eru síðustu áfangarnir, að brúa Djúpafjörð og Gufufjörð. Veglínan ofan hins eiginlega Teigsskógar.Egill Aðalsteinsson Svo vill til að núna síðdegis skrifuðu vegamálastjóri og framkvæmdastjóri Borgarverks undir verksamning um gerð jarðvegsfyllinga yfir firðina. Þegar tilboð voru opnuð í síðasta mánuði reyndist Borgarverk eiga lægsta boð, upp á 838 milljónir króna, eða 74 prósent af áætluðum kostnaði og nærri 300 milljónum króna undir. Borgarverk er þegar með tæki og mannskap á staðnum sem verktaki vegarins um Teigsskóg. Atli Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Borgarverks, og Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri handsala verksamning eftir undirritun síðdegis.Vegagerðin/Sólveig Gísladóttir Lokaáfanginn verður svo að smíða þrjár brýr yfir firðina tvo. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði við opnun Þorskafjarðarbrúar í síðasta mánuði að brúasmíðin yrði boðin út á næsta ári. Kvaðst hann vona að verkinu lyki árið 2026 eða í síðasta lagi árið 2027. Á drónamyndum í frétt Stöðvar 2 sést að þegar er búið að gera fyrsta hluta vegfyllingar út í Djúpafjörð. Þar geta áhorfendur einnig glöggvað sig á vegstæðinu um Teigsskóg. Nánar í frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Samgöngur Vegagerð Umferðaröryggi Umhverfismál Reykhólahreppur Tengdar fréttir Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. 12. október 2023 21:10 Yndislegt að búið sé að opna Þorskafjarðarbrú Gleði ríkti í Þorskafirði í dag þar sem fagnað var opnun nýrrar brúar yfir fjörðinn, átta mánuðum á undan áætlun. Brúin styttir Vestfjarðaveg um tíu kílómetra. 25. október 2023 22:22 Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22 Landeigendur ekki áfjáðir í áningarstað í Teigsskógi Landeigendur á svæðinu sem Teigsskógarvegur mun liggja um í Þorskafirði, það er nýr kafli Vestfjarðavegar milli Þórisstaða og Hallsteinsness, voru ekki áfjáðir í að áningarstaður yrði gerður á svæðinu fyrir almenning. 14. september 2023 11:23 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að það verður klukkan tvö á morgun sem Vegagerðin ætlar að opna veginn. Verkefnið snýst um endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Þar eru síðustu malarkaflarnir á leiðinni milli Reykjavíkur og Patreksfjarðar en einnig er markmiðið að losna við tvo fjallvegi, Ódrjúgsháls og Hjallaháls, og fá láglendisveg í staðinn. Svona verður Vestfjarðavegur um Gufudalssveit eftir opnun nýju vegarkaflanna klukkan 14 á morgun.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Brúin yfir Þorskafjörð var opnuð í síðasta mánuði með tíu kílómetra styttingu. Á morgun, fullveldisdaginn 1. desember, opnast vegurinn um Teigsskóg en einnig nýr sveitavegur um austanverðan Djúpafjörð. Þar með færist þjóðvegurinn af 336 metra háum Hjallahálsi, fer út fyrir Hallsteinsnes og um austanverðan Djúpafjörð, en vegfarendur þurfa þó áfram að aka yfir Ódrjúgsháls. En aðeins tímabundið því framundan eru síðustu áfangarnir, að brúa Djúpafjörð og Gufufjörð. Veglínan ofan hins eiginlega Teigsskógar.Egill Aðalsteinsson Svo vill til að núna síðdegis skrifuðu vegamálastjóri og framkvæmdastjóri Borgarverks undir verksamning um gerð jarðvegsfyllinga yfir firðina. Þegar tilboð voru opnuð í síðasta mánuði reyndist Borgarverk eiga lægsta boð, upp á 838 milljónir króna, eða 74 prósent af áætluðum kostnaði og nærri 300 milljónum króna undir. Borgarverk er þegar með tæki og mannskap á staðnum sem verktaki vegarins um Teigsskóg. Atli Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Borgarverks, og Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri handsala verksamning eftir undirritun síðdegis.Vegagerðin/Sólveig Gísladóttir Lokaáfanginn verður svo að smíða þrjár brýr yfir firðina tvo. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði við opnun Þorskafjarðarbrúar í síðasta mánuði að brúasmíðin yrði boðin út á næsta ári. Kvaðst hann vona að verkinu lyki árið 2026 eða í síðasta lagi árið 2027. Á drónamyndum í frétt Stöðvar 2 sést að þegar er búið að gera fyrsta hluta vegfyllingar út í Djúpafjörð. Þar geta áhorfendur einnig glöggvað sig á vegstæðinu um Teigsskóg. Nánar í frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Samgöngur Vegagerð Umferðaröryggi Umhverfismál Reykhólahreppur Tengdar fréttir Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. 12. október 2023 21:10 Yndislegt að búið sé að opna Þorskafjarðarbrú Gleði ríkti í Þorskafirði í dag þar sem fagnað var opnun nýrrar brúar yfir fjörðinn, átta mánuðum á undan áætlun. Brúin styttir Vestfjarðaveg um tíu kílómetra. 25. október 2023 22:22 Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22 Landeigendur ekki áfjáðir í áningarstað í Teigsskógi Landeigendur á svæðinu sem Teigsskógarvegur mun liggja um í Þorskafirði, það er nýr kafli Vestfjarðavegar milli Þórisstaða og Hallsteinsness, voru ekki áfjáðir í að áningarstaður yrði gerður á svæðinu fyrir almenning. 14. september 2023 11:23 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. 12. október 2023 21:10
Yndislegt að búið sé að opna Þorskafjarðarbrú Gleði ríkti í Þorskafirði í dag þar sem fagnað var opnun nýrrar brúar yfir fjörðinn, átta mánuðum á undan áætlun. Brúin styttir Vestfjarðaveg um tíu kílómetra. 25. október 2023 22:22
Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22
Landeigendur ekki áfjáðir í áningarstað í Teigsskógi Landeigendur á svæðinu sem Teigsskógarvegur mun liggja um í Þorskafirði, það er nýr kafli Vestfjarðavegar milli Þórisstaða og Hallsteinsness, voru ekki áfjáðir í að áningarstaður yrði gerður á svæðinu fyrir almenning. 14. september 2023 11:23