Umferð hleypt á nýja veginn um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 30. nóvember 2023 21:00 Neðan Hallsteinsness liggur vegurinn um vogskorna ströndina. Séð inn Þorskafjörð. Egill Aðalsteinsson Stór stund rennur upp í vegamálum Vestfirðinga á morgun þegar vegurinn umdeildi um Teigsskóg verður opnaður umferð. Í dag var jafnframt skrifað undir verksamning um næsta verkáfanga; gerð vegfyllinga yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að það verður klukkan tvö á morgun sem Vegagerðin ætlar að opna veginn. Verkefnið snýst um endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Þar eru síðustu malarkaflarnir á leiðinni milli Reykjavíkur og Patreksfjarðar en einnig er markmiðið að losna við tvo fjallvegi, Ódrjúgsháls og Hjallaháls, og fá láglendisveg í staðinn. Svona verður Vestfjarðavegur um Gufudalssveit eftir opnun nýju vegarkaflanna klukkan 14 á morgun.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Brúin yfir Þorskafjörð var opnuð í síðasta mánuði með tíu kílómetra styttingu. Á morgun, fullveldisdaginn 1. desember, opnast vegurinn um Teigsskóg en einnig nýr sveitavegur um austanverðan Djúpafjörð. Þar með færist þjóðvegurinn af 336 metra háum Hjallahálsi, fer út fyrir Hallsteinsnes og um austanverðan Djúpafjörð, en vegfarendur þurfa þó áfram að aka yfir Ódrjúgsháls. En aðeins tímabundið því framundan eru síðustu áfangarnir, að brúa Djúpafjörð og Gufufjörð. Veglínan ofan hins eiginlega Teigsskógar.Egill Aðalsteinsson Svo vill til að núna síðdegis skrifuðu vegamálastjóri og framkvæmdastjóri Borgarverks undir verksamning um gerð jarðvegsfyllinga yfir firðina. Þegar tilboð voru opnuð í síðasta mánuði reyndist Borgarverk eiga lægsta boð, upp á 838 milljónir króna, eða 74 prósent af áætluðum kostnaði og nærri 300 milljónum króna undir. Borgarverk er þegar með tæki og mannskap á staðnum sem verktaki vegarins um Teigsskóg. Atli Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Borgarverks, og Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri handsala verksamning eftir undirritun síðdegis.Vegagerðin/Sólveig Gísladóttir Lokaáfanginn verður svo að smíða þrjár brýr yfir firðina tvo. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði við opnun Þorskafjarðarbrúar í síðasta mánuði að brúasmíðin yrði boðin út á næsta ári. Kvaðst hann vona að verkinu lyki árið 2026 eða í síðasta lagi árið 2027. Á drónamyndum í frétt Stöðvar 2 sést að þegar er búið að gera fyrsta hluta vegfyllingar út í Djúpafjörð. Þar geta áhorfendur einnig glöggvað sig á vegstæðinu um Teigsskóg. Nánar í frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Samgöngur Vegagerð Umferðaröryggi Umhverfismál Reykhólahreppur Tengdar fréttir Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. 12. október 2023 21:10 Yndislegt að búið sé að opna Þorskafjarðarbrú Gleði ríkti í Þorskafirði í dag þar sem fagnað var opnun nýrrar brúar yfir fjörðinn, átta mánuðum á undan áætlun. Brúin styttir Vestfjarðaveg um tíu kílómetra. 25. október 2023 22:22 Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22 Landeigendur ekki áfjáðir í áningarstað í Teigsskógi Landeigendur á svæðinu sem Teigsskógarvegur mun liggja um í Þorskafirði, það er nýr kafli Vestfjarðavegar milli Þórisstaða og Hallsteinsness, voru ekki áfjáðir í að áningarstaður yrði gerður á svæðinu fyrir almenning. 14. september 2023 11:23 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að það verður klukkan tvö á morgun sem Vegagerðin ætlar að opna veginn. Verkefnið snýst um endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Þar eru síðustu malarkaflarnir á leiðinni milli Reykjavíkur og Patreksfjarðar en einnig er markmiðið að losna við tvo fjallvegi, Ódrjúgsháls og Hjallaháls, og fá láglendisveg í staðinn. Svona verður Vestfjarðavegur um Gufudalssveit eftir opnun nýju vegarkaflanna klukkan 14 á morgun.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Brúin yfir Þorskafjörð var opnuð í síðasta mánuði með tíu kílómetra styttingu. Á morgun, fullveldisdaginn 1. desember, opnast vegurinn um Teigsskóg en einnig nýr sveitavegur um austanverðan Djúpafjörð. Þar með færist þjóðvegurinn af 336 metra háum Hjallahálsi, fer út fyrir Hallsteinsnes og um austanverðan Djúpafjörð, en vegfarendur þurfa þó áfram að aka yfir Ódrjúgsháls. En aðeins tímabundið því framundan eru síðustu áfangarnir, að brúa Djúpafjörð og Gufufjörð. Veglínan ofan hins eiginlega Teigsskógar.Egill Aðalsteinsson Svo vill til að núna síðdegis skrifuðu vegamálastjóri og framkvæmdastjóri Borgarverks undir verksamning um gerð jarðvegsfyllinga yfir firðina. Þegar tilboð voru opnuð í síðasta mánuði reyndist Borgarverk eiga lægsta boð, upp á 838 milljónir króna, eða 74 prósent af áætluðum kostnaði og nærri 300 milljónum króna undir. Borgarverk er þegar með tæki og mannskap á staðnum sem verktaki vegarins um Teigsskóg. Atli Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Borgarverks, og Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri handsala verksamning eftir undirritun síðdegis.Vegagerðin/Sólveig Gísladóttir Lokaáfanginn verður svo að smíða þrjár brýr yfir firðina tvo. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði við opnun Þorskafjarðarbrúar í síðasta mánuði að brúasmíðin yrði boðin út á næsta ári. Kvaðst hann vona að verkinu lyki árið 2026 eða í síðasta lagi árið 2027. Á drónamyndum í frétt Stöðvar 2 sést að þegar er búið að gera fyrsta hluta vegfyllingar út í Djúpafjörð. Þar geta áhorfendur einnig glöggvað sig á vegstæðinu um Teigsskóg. Nánar í frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Samgöngur Vegagerð Umferðaröryggi Umhverfismál Reykhólahreppur Tengdar fréttir Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. 12. október 2023 21:10 Yndislegt að búið sé að opna Þorskafjarðarbrú Gleði ríkti í Þorskafirði í dag þar sem fagnað var opnun nýrrar brúar yfir fjörðinn, átta mánuðum á undan áætlun. Brúin styttir Vestfjarðaveg um tíu kílómetra. 25. október 2023 22:22 Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22 Landeigendur ekki áfjáðir í áningarstað í Teigsskógi Landeigendur á svæðinu sem Teigsskógarvegur mun liggja um í Þorskafirði, það er nýr kafli Vestfjarðavegar milli Þórisstaða og Hallsteinsness, voru ekki áfjáðir í að áningarstaður yrði gerður á svæðinu fyrir almenning. 14. september 2023 11:23 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. 12. október 2023 21:10
Yndislegt að búið sé að opna Þorskafjarðarbrú Gleði ríkti í Þorskafirði í dag þar sem fagnað var opnun nýrrar brúar yfir fjörðinn, átta mánuðum á undan áætlun. Brúin styttir Vestfjarðaveg um tíu kílómetra. 25. október 2023 22:22
Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22
Landeigendur ekki áfjáðir í áningarstað í Teigsskógi Landeigendur á svæðinu sem Teigsskógarvegur mun liggja um í Þorskafirði, það er nýr kafli Vestfjarðavegar milli Þórisstaða og Hallsteinsness, voru ekki áfjáðir í að áningarstaður yrði gerður á svæðinu fyrir almenning. 14. september 2023 11:23